Spænski boltinn Eiður Smári byrjar á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Argentínumaðurinn Javier Saviola byrjar inn á hjá meisturunum í þriðja leiknum í röð. Leikurinn hófst nú kl. 18 og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 28.1.2007 18:09 Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Fótbolti 28.1.2007 13:08 Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Fótbolti 27.1.2007 22:59 Real tapaði fyrir Villareal Real Madrid mátti þola 1-0 tap fyrir Villareal í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og mistakast þannig að komast á topp deildarinnar um stundarsakir. Í hinum leik kvöldsins skildu Atletico Madrid og Racing Santanter jöfn, 1-1. Fótbolti 27.1.2007 23:02 Juventus býður Saviola samning Juventus hefur boðið argentínska sóknarmanninnum Javier Saviola fimm ára samning en núverandi samningur Saviola við Barcelona rennur út í sumar. Saviola stendur frammi fyrir erfiðu vali þar sem hann hefur átt fast sæti í liði Spánar- og Evrópumeistaranna að undanförnu. Fótbolti 27.1.2007 19:20 Beckham gæti spilað fyrir Real Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hefur dregið úr þeim ummælum sem hann lét falla fyrir nokkrum vikum um að David Beckham myndi ekki spila aftur fyrir félagið þar sem hann hefur samið við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Capello segir nú að ef Beckham sé í góðu formi og sýni rétt viðhorf eigi hann möguleika á að komast í liðið. Fótbolti 27.1.2007 13:43 Ronaldinho upp með sér yfir áhuga Chelsea Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist upp með sér yfir þeim áhuga sem fullyrt er að Chelsea og AC Milan hafi á því að fá hann í sínar raðir, en segist staðráðinn í að vera áfram hjá Barcelona þar sem hann ætli sér að vinna fleiri titla. Fótbolti 25.1.2007 20:29 Nistelrooy hefur ekkert á móti Ronaldo Ruud Van Nistelrooy segir að hann hafi ekkert á móti fyrrum félaga sínum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en langlífar vangaveltur fjölmiðla um að Real ætli sér að kaupa Portúgalann urðu til þess að blaðamenn rifjuðu upp deilur sem komu upp milli þeirra félaga á sínum tíma. Fótbolti 25.1.2007 15:52 Tomasson lánaður til Villarreal Spænska liðið Villarreal gekk í dag frá lánssamningi við danska framherjann Joh Dahl Tomasson frá þýska liðinu Stuttgart. Tomasson, sem er af íslensku bergi brotinn, verður hjá spænska liðinu út leiktíðina. Fótbolti 24.1.2007 20:22 Barcelona varð að sætta sig við jafntefli Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona urðu að sætta sig við eitt stig í kvöld þegar liðið mætti Betis á útivelli í leik sem frestað var í haust. Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en Rafael Marquez tryggði Barcelona stig með góðu marki á 61. mínútu. Fótbolti 24.1.2007 21:59 Eiður á bekknum gegn Betis Nú er leikur Real Betis og Barcelona í spænsku deildinni kominn í gang og er hann sýndur beint á Sýn Extra. Þetta er frestaður leikur síðan Barcelona tók þátt í HM félagsliða í haust. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona að þessu sinni. Fótbolti 24.1.2007 20:04 Ronaldo fer ekki frítt Spænska félagið Real Madrid segir það alveg ljóst að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo fari ekki frá félaginu nú í janúar án þess að það fái greiðslu fyrir. Ronaldo hefur verið orðaður sterklega við ítalska liðið AC Milan. Fótbolti 22.1.2007 22:19 Real Madrid í þriðja sæti Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða. Fótbolti 21.1.2007 21:54 Barcelona lagði Tarragona Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld. Fótbolti 21.1.2007 19:59 Luku leik með sjö leikmönnum Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum. Fótbolti 21.1.2007 14:13 Calderon baðst afsökunar Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir. Fótbolti 20.1.2007 19:44 Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. Fótbolti 19.1.2007 14:03 Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. Fótbolti 19.1.2007 10:45 Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. Fótbolti 18.1.2007 16:38 Saviola á leið til Juventus? Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri. Fótbolti 18.1.2007 12:59 Milan gerir tilboð í Ronaldo Svo gæti farið að Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid færi til AC Milan á Ítalíu eftir allt saman, en félögin eru nú sögð sitja að samningaborði. Ítalska liðið er sagt vilja fá leikmanninn til sín á frjálsri sölu gegn því að greiða þau himinháu laun sem hann hefur skv samningi sínum við Real, en samningur hans er til ársins 2008. Fótbolti 17.1.2007 16:00 Saviola fór á kostum Argentínumaðurinn smái, Javier Saviola, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann skoraði öll þrjú mörk Barcelona í 3-2 sigri liðsins á Alaves í síðari leik liðanna í spænska bikarnum. Barcelona er því komið áfram í keppninni, en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Börsunga í kvöld. Fótbolti 16.1.2007 22:02 Calderon ekki hættur að hrauna yfir Beckham Forseti Real Madrid gerði í dag endanlega út um vonir David Beckham um að losna fyrr undan samningi sínum við félagið í dag þegar hann lýsti því yfir að ekkert lið í heiminum hefði viljað bjóða honum samning í janúarglugganum og að hans biði ekkert í Bandaríkjunum annað en að gerast miðlungsleikari í Hollywood. Fótbolti 16.1.2007 19:49 Riquelme með nokkur tilboð á borðinu Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme hefur nú framtíð sína algjörlega í höndum sér en hann er sagður vera að íhuga nokkur tilboð utan Spánar. Riquelme er úti í kuldanum hjá liði sínu Villarreal og vitað er af áhuga Bayern Munchen og liða í Mexíkó, Argentínu og Katar. Hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með spænska liðinu. Fótbolti 16.1.2007 14:10 Ronaldo fer ekki til Milan Brasilíski framherjinn Ronaldo mun ekki ganga í raðir AC Milan í vetur ef marka má forráðamenn ítalska félagsins, en leikmaðurinn er kominn út í kuldann hjá Fabio Capello þjálfara eins og David Beckham. Slitnað hefur upp úr viðræðum Milan og Real Madrid um kaup á Ronaldo og nú er útlit fyrir að hann verði að klára árið sem hann á eftir af samningi sínum á bekknum hjá spænska liðinu. Fótbolti 16.1.2007 14:07 Capello biðst afsökunar á ósiðlegu athæfi Fabio Capello, stjóri Real Madrid, hefur beðist afsökunar á að hafa sýnt tveimur áhorfendum fingurinn í viðureign Real Madrid og Zaragoza í gærkvöldi. Capello hefur verið undir miklu álagi að undanförnu og svo virðist sem að það sé farið að sjá á sálinni á ítalska stjóranum. Fótbolti 15.1.2007 15:29 Beckham tók rétta ákvörðun Nick Webster, helsti knattspyrnusérfræðingur FOX-íþróttastöðvarinnar í Bandaríkjunum, skrifar áhugaverðan pistil í dag um komu David Beckham til landsins. Þvert á skoðanir flestra aðra telur Webster að Beckham hafi tekið hárrétta ákvörðun. Og rökin sem hann gefur fyrir því eru býsna góð. Fótbolti 15.1.2007 14:51 Viðræður milli Real og LA Galaxy í fullum gangi Viðræður hafa staðið yfir í morgun og alla helgina á milli Real Madrid og LA Galaxy um að David Beckham fái að yfirgefa herbúðir spænska liðsins strax í þessari viku og ganga til liðs við bandaríska liðið. Fótbolti 15.1.2007 12:15 Beckham horfði á leikinn með mömmu sinni Mark frá Ruud van Nistelrooy var nóg til að tryggja Real Madrid öll þrjú stigin sem í boði voru í viðureign liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real er nú komið með 35 stig líkt og Barcelona og er í 2.-3. sæti deildarinnar. David Beckham horfði á leikinn úr stúkunni með mömmu sína sér við hlið. Fótbolti 14.1.2007 21:55 Ronaldo fer frá Real Madrid Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að brasilíski framherjinn Ronaldo sé á förum frá félaginu og það líklega nú í janúar. Newcastle er sagt líklegast til að klófesta markaskorarann. Fótbolti 14.1.2007 17:09 « ‹ 243 244 245 246 247 248 249 250 251 … 267 ›
Eiður Smári byrjar á bekknum Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona sem tekur á móti Celta Vigo í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Argentínumaðurinn Javier Saviola byrjar inn á hjá meisturunum í þriðja leiknum í röð. Leikurinn hófst nú kl. 18 og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 28.1.2007 18:09
Frank Rijkaard: Látið Ronaldinho í friði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur skipað fjölmiðlum á Spáni að láta Ronaldinho í friði, en brasilíski snillingurinn hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu fyrir slaka frammistöðu. Rijkaard segir það ekki einum leikmanni að kenna að Barcelona sé ekki að spila eins það best getur. Fótbolti 28.1.2007 13:08
Eiður Smári: Saviola á tækifærið skilið Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki vera bitur út í þjálfara sinn Frank Rijkaard fyrir að hafa tekið Javier Saviola fram yfir sig í síðustu leikjum Barcelona. Eiður Smári segir í ítarlegu viðtali við spænska dagblaðið Marca að það sé eðlilegt að Saviola sé tekinn fram yfir sig eins og hann er að spila um þessar mundir. Fótbolti 27.1.2007 22:59
Real tapaði fyrir Villareal Real Madrid mátti þola 1-0 tap fyrir Villareal í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og mistakast þannig að komast á topp deildarinnar um stundarsakir. Í hinum leik kvöldsins skildu Atletico Madrid og Racing Santanter jöfn, 1-1. Fótbolti 27.1.2007 23:02
Juventus býður Saviola samning Juventus hefur boðið argentínska sóknarmanninnum Javier Saviola fimm ára samning en núverandi samningur Saviola við Barcelona rennur út í sumar. Saviola stendur frammi fyrir erfiðu vali þar sem hann hefur átt fast sæti í liði Spánar- og Evrópumeistaranna að undanförnu. Fótbolti 27.1.2007 19:20
Beckham gæti spilað fyrir Real Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, hefur dregið úr þeim ummælum sem hann lét falla fyrir nokkrum vikum um að David Beckham myndi ekki spila aftur fyrir félagið þar sem hann hefur samið við LA Galaxy í Bandaríkjunum. Capello segir nú að ef Beckham sé í góðu formi og sýni rétt viðhorf eigi hann möguleika á að komast í liðið. Fótbolti 27.1.2007 13:43
Ronaldinho upp með sér yfir áhuga Chelsea Brasilíski snillingurinn Ronaldinho segist upp með sér yfir þeim áhuga sem fullyrt er að Chelsea og AC Milan hafi á því að fá hann í sínar raðir, en segist staðráðinn í að vera áfram hjá Barcelona þar sem hann ætli sér að vinna fleiri titla. Fótbolti 25.1.2007 20:29
Nistelrooy hefur ekkert á móti Ronaldo Ruud Van Nistelrooy segir að hann hafi ekkert á móti fyrrum félaga sínum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United, en langlífar vangaveltur fjölmiðla um að Real ætli sér að kaupa Portúgalann urðu til þess að blaðamenn rifjuðu upp deilur sem komu upp milli þeirra félaga á sínum tíma. Fótbolti 25.1.2007 15:52
Tomasson lánaður til Villarreal Spænska liðið Villarreal gekk í dag frá lánssamningi við danska framherjann Joh Dahl Tomasson frá þýska liðinu Stuttgart. Tomasson, sem er af íslensku bergi brotinn, verður hjá spænska liðinu út leiktíðina. Fótbolti 24.1.2007 20:22
Barcelona varð að sætta sig við jafntefli Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona urðu að sætta sig við eitt stig í kvöld þegar liðið mætti Betis á útivelli í leik sem frestað var í haust. Heimamenn komust yfir undir lok fyrri hálfleiks en Rafael Marquez tryggði Barcelona stig með góðu marki á 61. mínútu. Fótbolti 24.1.2007 21:59
Eiður á bekknum gegn Betis Nú er leikur Real Betis og Barcelona í spænsku deildinni kominn í gang og er hann sýndur beint á Sýn Extra. Þetta er frestaður leikur síðan Barcelona tók þátt í HM félagsliða í haust. Eiður Smári er á varamannabekk Barcelona að þessu sinni. Fótbolti 24.1.2007 20:04
Ronaldo fer ekki frítt Spænska félagið Real Madrid segir það alveg ljóst að brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo fari ekki frá félaginu nú í janúar án þess að það fái greiðslu fyrir. Ronaldo hefur verið orðaður sterklega við ítalska liðið AC Milan. Fótbolti 22.1.2007 22:19
Real Madrid í þriðja sæti Real Madrid komst í kvöld í þriðja sætið í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu með mikilvægum 1-0 sigri á Mallorca. Það var Jose Antonio Reyes sem skoraði sigurmark Real beint úr aukaspyrnu undir lok leiksins. Barcelona, Sevilla og Real Madrid hafa nú öll 38 stig í efstu þremur sætum deildarinnar en meistararnir í Barcelona eiga leik til góða. Fótbolti 21.1.2007 21:54
Barcelona lagði Tarragona Barcelona skellti sér á toppinn í spænsku deildinni í kvöld þegar liðið vann tilþrifalítinn en sannfærandi 3-0 sigur á botnliði Tarragona. Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður á 65. mínútu og átti þátt í tveimur síðustu mörkum liðsins. Barcelona og Sevilla eru efst og jöfn í deildinni með 38 stig en Barca á leik til góða, líkt og Real Madrid sem getur komist í þennan hóp með sigri á Mallorca i kvöld. Fótbolti 21.1.2007 19:59
Luku leik með sjö leikmönnum Fjórir leikmenn Osasuna fengu að líta rauða spjaldið þegar liðið heimsótti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Osasuna er eina liðið í spænsku efstu deildinni sem lýkur leik með 7 leikmenn inni á vellinum á síðustu 10 keppnistímabilum. Fótbolti 21.1.2007 14:13
Calderon baðst afsökunar Sérstakur krísufundur var haldinn í herbúðum Real Madrid í dag þar sem forseti félagsins Ramon Calderon bað David Beckham og aðra leikmenn liðsins afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Beckham á dögunum. Calderon kallaði Beckham lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá í sínar raðir. Fótbolti 20.1.2007 19:44
Grannaslagur í 8-liða úrslitum Í dag var dregið í 8-liða úrslit spænska Konungsbikarsins en þar verður leikið heima og úti og eru leikirnir settir á dagana 31. janúar og 28. febrúar. Grannliðin Sevilla og Real Betis eigast við í 8-liða úrslitunum, en Betis sló Real Madrid út úr keppninni í gærkvöld. Fótbolti 19.1.2007 14:03
Beckham lét forsetann heyra það á æfingasvæðinu David Beckham hefur nú loksins svarað fyrir sig eftir að forseti Real Madrid hraunaði yfir hann í fjölmiðlum síðustu daga og kallaði hann lélegan leikara sem ekkert lið kærði sig um að fá. Beckham svaraði hressilega fyrir sig á æfingasvæði Real í gær og kallaði Calderon lygara fyrir framan alla félaga sína í liðinu. Fótbolti 19.1.2007 10:45
Real Madrid - Betis í beinni í kvöld Síðari viðureign Real Madrid og Real Betis í spænska Konungsbikarnum verður sýnd beint á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld klukkan 19:50. Fyrri viðureign liðanna lauk með markalausu jafntefli. Arnar Björnsson lýsir leiknum. Fótbolti 18.1.2007 16:38
Saviola á leið til Juventus? Barcelona hefur samþykkt að selja argentínska framherjann Javier Saviola til Juventus. Þetta hefur spænsk útvarpsstöð eftir fyrrum félaga hans hjá River Plate, Andres d´Alessandro hjá Real Zaragoza. Saviola hefur verið úti í kuldanum hjá Barcelona undanfarin ár en hefur minnt rækilega á sig á síðustu vikum þegar hann hefur fengið tækifæri. Fótbolti 18.1.2007 12:59
Milan gerir tilboð í Ronaldo Svo gæti farið að Brasilíumaðurinn Ronaldo hjá Real Madrid færi til AC Milan á Ítalíu eftir allt saman, en félögin eru nú sögð sitja að samningaborði. Ítalska liðið er sagt vilja fá leikmanninn til sín á frjálsri sölu gegn því að greiða þau himinháu laun sem hann hefur skv samningi sínum við Real, en samningur hans er til ársins 2008. Fótbolti 17.1.2007 16:00
Saviola fór á kostum Argentínumaðurinn smái, Javier Saviola, minnti rækilega á sig í kvöld þegar hann skoraði öll þrjú mörk Barcelona í 3-2 sigri liðsins á Alaves í síðari leik liðanna í spænska bikarnum. Barcelona er því komið áfram í keppninni, en Eiður Smári Guðjohnsen var ekki í leikmannahópi Börsunga í kvöld. Fótbolti 16.1.2007 22:02
Calderon ekki hættur að hrauna yfir Beckham Forseti Real Madrid gerði í dag endanlega út um vonir David Beckham um að losna fyrr undan samningi sínum við félagið í dag þegar hann lýsti því yfir að ekkert lið í heiminum hefði viljað bjóða honum samning í janúarglugganum og að hans biði ekkert í Bandaríkjunum annað en að gerast miðlungsleikari í Hollywood. Fótbolti 16.1.2007 19:49
Riquelme með nokkur tilboð á borðinu Argentínski miðjumaðurinn Juan Roman Riquelme hefur nú framtíð sína algjörlega í höndum sér en hann er sagður vera að íhuga nokkur tilboð utan Spánar. Riquelme er úti í kuldanum hjá liði sínu Villarreal og vitað er af áhuga Bayern Munchen og liða í Mexíkó, Argentínu og Katar. Hann hefur væntanlega spilað sinn síðasta leik með spænska liðinu. Fótbolti 16.1.2007 14:10
Ronaldo fer ekki til Milan Brasilíski framherjinn Ronaldo mun ekki ganga í raðir AC Milan í vetur ef marka má forráðamenn ítalska félagsins, en leikmaðurinn er kominn út í kuldann hjá Fabio Capello þjálfara eins og David Beckham. Slitnað hefur upp úr viðræðum Milan og Real Madrid um kaup á Ronaldo og nú er útlit fyrir að hann verði að klára árið sem hann á eftir af samningi sínum á bekknum hjá spænska liðinu. Fótbolti 16.1.2007 14:07
Capello biðst afsökunar á ósiðlegu athæfi Fabio Capello, stjóri Real Madrid, hefur beðist afsökunar á að hafa sýnt tveimur áhorfendum fingurinn í viðureign Real Madrid og Zaragoza í gærkvöldi. Capello hefur verið undir miklu álagi að undanförnu og svo virðist sem að það sé farið að sjá á sálinni á ítalska stjóranum. Fótbolti 15.1.2007 15:29
Beckham tók rétta ákvörðun Nick Webster, helsti knattspyrnusérfræðingur FOX-íþróttastöðvarinnar í Bandaríkjunum, skrifar áhugaverðan pistil í dag um komu David Beckham til landsins. Þvert á skoðanir flestra aðra telur Webster að Beckham hafi tekið hárrétta ákvörðun. Og rökin sem hann gefur fyrir því eru býsna góð. Fótbolti 15.1.2007 14:51
Viðræður milli Real og LA Galaxy í fullum gangi Viðræður hafa staðið yfir í morgun og alla helgina á milli Real Madrid og LA Galaxy um að David Beckham fái að yfirgefa herbúðir spænska liðsins strax í þessari viku og ganga til liðs við bandaríska liðið. Fótbolti 15.1.2007 12:15
Beckham horfði á leikinn með mömmu sinni Mark frá Ruud van Nistelrooy var nóg til að tryggja Real Madrid öll þrjú stigin sem í boði voru í viðureign liðsins gegn Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Real er nú komið með 35 stig líkt og Barcelona og er í 2.-3. sæti deildarinnar. David Beckham horfði á leikinn úr stúkunni með mömmu sína sér við hlið. Fótbolti 14.1.2007 21:55
Ronaldo fer frá Real Madrid Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að brasilíski framherjinn Ronaldo sé á förum frá félaginu og það líklega nú í janúar. Newcastle er sagt líklegast til að klófesta markaskorarann. Fótbolti 14.1.2007 17:09