Vegagerð

Fréttamynd

Vestfirðingar vonast til að hylli undir lok sögunnar endalausu

„Við höfum náttúrlega reynslu af því að þurfa að bíða mjög lengi eftir því að fá samgöngubætur, eins og Teigsskógarruglið hefur verið. Við bara þekkjum það vel. Og það er ekkert í höfn fyrr en við bara sitjum í bílunum okkar og það er verið að opna vegina okkar,“ segir Hafdís Gunnarsdóttir, formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Innlent
Fréttamynd

Gleymdir vegir

Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum.

Skoðun
Fréttamynd

Bein útsending: Morgunfundur um blæðingar

Vegagerðin stendur fyrir morgunfundi um svokallaðar blæðingar sem orðið geta í vegklæðingu og malbiki. Fundurinn hefst klukkan níu og verður sýndur í beinu streymi, sem nálgast má neðar í fréttinni.

Innlent
Fréttamynd

Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum

Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.

Innlent
Fréttamynd

Um nýjan veg í Mýr­dal og frum­hlaup fjar­vitrings

Róbert Marshall fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sem nú sækist eftir því að verða oddviti Vinstri grænna á Suðurlandi fer mikinn í grein sem hann ritar á visir.is undir yfirskriftinni Umhverfisslys í uppsiglingu.

Skoðun
Fréttamynd

Samgönguráðherra segir hugsanlegt að flýta hluta Sundabrautar

Samgönguráðherra segir hugsanlega hægt yrði að flýta framkvæmdum við lagningu Sundabrautar með því að byrja á kaflanum milli Gufuness og Kjalarness á með umhverfismat og aðrar rannsóknir fari fram á kostum brúar eða neðansjávarganga milli sundahverfis og Gufuness. Hann sé sannfærður um að brúin muni reynast betri kostur eftir því sem málið verði skoðað betur.

Innlent
Fréttamynd

Gefa þarf verulega í við uppbyggingu vegakerfisins

Þrátt fyrir aukin framlög til uppbyggingar innviða að undanförnu er enn uppsöfnuð þörf á framkvæmdum upp á fjögur hundruð og tuttugu milljarða króna á næstu tíu árum. Útlit er fyrir óbreytt ástand á mörgum sviðum og að staðan versni varðandi hafnir og innanlandsflugvelli.

Innlent
Fréttamynd

Suðurverk bauð lægst í þverun Þorskafjarðar

Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta boð í þverun Þorskafjarðar en tilboð voru opnuð í gær. Þetta er eitt stærsta verk sem Vegagerðin býður út í ár en tilboð Suðurverks hljóðaði upp á 2.237 milljónir króna. Það reyndist 158 milljónum, eða 7,6 prósentum, yfir kostnaðaráætlun upp á 2.078 milljónir króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sundabraut verður Sundabrú, lengsta brú á Íslandi

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins gerir ráð fyrir því að Sundabrú verði tilbúin árið 2029 eða 2030. Mat sérfræðihóps sem Vegagerðin fór fyrir komst að þeirri niðurstöðu að brú væri töluvert betri kostur en jarðgöng sem einnig voru á teikniborðinu. Sigurður Ingi kynnti niðurstöðurnar á kynningarfundi á öðrum tímanum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerð hafin milli Mjólkár og Dynjanda

Vinna er hafin við lagningu nýs vegarkafla Vestfjarðavegar í botni Arnarfjarðar, milli Mjólkárvirkjunar og fossins Dynjanda. Kaflinn er 4,3 kílómetra langur fyrir Meðalnes, milli Dynjandisvogar og Borgarfjarðar. Suðurverk annast stóran hluta verksins sem undirverktaki Íslenskra aðalverktaka.

Innlent
Fréttamynd

Malbika veginn að Urriðafossi

Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu 1,2 kílómetra kafla Urriðafossvegar. Kaflinn nær frá gatnamótunum á hringveginum við Þjórsárbrú að bílaplani við Urriðafoss.

Innlent
Fréttamynd

Þverun Þorskafjarðar boðin út en ósamið um Teigsskóg

Vegagerðin auglýsti í dag eitt stærsta útboðsverk ársins, þverun Þorskafjarðar. Óvissa ríkir þó um næstu áfanga þar sem ekki hafa náðst samningar við landeigendur í Teigsskógi. Í Reykhólahreppi sjá menn fram á ný atvinnutækifæri með framkvæmdunum.

Innlent