Gera ekki athugasemdir við vanhæfi Þrastar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. janúar 2023 21:23 Þröstur Jónsson er allt annað en ánægður með félaga sína í sveitarstjórn að fá ekki að taka þátt í umræðum um Fjarðaheiðargöng, sem ætlað er að tengja Seyðisfjörð og Hérað. Vegagerðin Innviðaráðuneyti gerir ekki athugasemdir við ákvörðun sveitastjórnar Múlaþings þar sem Þröstur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi Miðflokksins, er talinn vanhæfur til að fjalla um leiðarval fyrirhugaðra Fjarðarheiðarganga. Þröstur kærði ákvörðun tíu af ellefu sveitastjórnarmanna til ráðuneytisins. Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu. Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Þröstur var talinn vanhæfur til þátttöku í máli er varðar leiðarval frá komandi Fjarðarheiðargöngum, þar sem deilt er um hvort skuli fara „norðurleið“ eða „suðurleið“, frá gangnamuna að Egilstöðum. Suðurleið liggur nær alfarið um landareignir jarða sem eru í eigu bróður Þrastar annars vegar og hins vegar skyldmenna hans að þriðja ættlið. Í áliti innviðaráðuneytis segir að Þröstur hafi tekið virkan þátt í umræðum um leiðarvalið, bæði í ræðu og riti þar sem fram hafi komið að hann væri fylgismaður norðurleiðar á meðan meirihluti sveitastjórnar hafi hallast að suðurleið. Þröstur fór fram á það með stjórnsýslukæru til ráðuneytis að það myndi úrskurða um hæfi hans til fullrar þáttöku í fundum svietastjórnar og byggðaráðs Múlaþings. Sveitastjórn Múlaþings samþykkti á fundi í september að Fjarðarheiðargöng skyldu fara um suðurleiðina. Göngin munu tengja Seyðisfjörð og Hérað, ofan Egilsstaða, og verða um þrettán kílómetra löng, verði þau að veruleika. Nokkur hiti var í mönnum á sveitarstjórnarfundinum og lagði Þröstur þá fram bókun þar sem hann sakaði aðra sveitarstjórnarmenn um „pólitískt ofbeldi“ og þöggun sem eigi sér ekki fordæmi í sögu íslenskra sveitarstjórna, en hann var einnig víttur nokkrum sinnum af forseta sveitastjórnar á sama fundi. Umtalsverðir hagsmunir bróður Þrastar Í kæru sinni vísaði Þröstur til þess að málið hafi verið til umfjöllunar í sveitarstjórn í langan tíma og að hann hafi talað fyrir norðurleið sem hafi verið á stefnuskrá M-lista í Múlaþingi í tvennum kosningum. Hann hafi rætt leiðarvalið í byggðaráði og sveitarstjórn Múlaþings án athugasemda um vanhæfi. Fráleitt sé að halda því fram að sveitarstjórnarmaðurinn sé vanhæfur til umræðu um málið þar sem hann er kjörinn fulltrúi og talar fyrir ákveðnum pólitískum stefnumálum. Múlaþing vísaði til þess að bróðir og brærðrabörn Þrastar hafi umtalsverða fjárhagslega hagsmuni af vali á tengileiðum vegna Fjarðarheiðarganga. Þeir hagsmunir geti haft áhrif á viljaafstöðu Þrastar en jafnframt geti þátttaka í afgreiðslu málsins af hálfu sveitarstjórnarmanns sem er bróðir aðila sem hefur slíka hagsmuni af máli, valdið efasemdum út á við. Innviðaráðuneytið gerir með vísan til sjónarmiða sveitarfélagsins ekki athugasemdir við mat sveitarfélagsins um að bróðir Þrastar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra íbúa sveitarfélagsins í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga. Þá eru ekki gerðar athugasemdir við ákvarðanir sveitarfélagsins að meina Þresti að taka þátt í umræðum um leiðarvalið. Telur ráðuneytið því málinu lokið af þess hálfu.
Vegagerð Sveitarstjórnarmál Múlaþing Tengdar fréttir Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26 Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Mögulegur fyrirboði um goslok Innlent Fleiri fréttir Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Sjá meira
Efasemdir á Seyðisfirði um gagnsemi Fjarðarheiðarganga „Í boði er annar valkostur sem er fjárhagslega hagkvæmur, leysir algerlega einangrun Seyðisfjarðar og opnar samtímis láglendisveg um allt Mið-Austurland, eykur allt öryggi og opnar nýja möguleika í samskiptum.“ 30. júlí 2022 13:26
Allir töldu Þröst vanhæfan nema Þröstur sjálfur sem ákallaði drottinn guð sinn Tíu af ellefu sveitarstjórnarmönnum Múlaþings samþykktu tillögu um vanhæfi Þrastar Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúa Miðflokksins, sem sneri að því að hann myndi víkja af fundi sveitarstjórnar í umræðum um breytingu á aðalskipulagi varðandi leiðarval Fjarðaheiðarganga. Þröstur segir hart að sér vegið og sakar aðra fulltrúa um pólitískt ofbeldi. 16. september 2022 13:24