
Háskólar

Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn
Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands í eðlisfræði, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi síðastliðinn laugardag.

Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs
Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans.

Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu
Aðeins ein staða fornleifafræðings er eftir við Þjóðminjasafnið eftir uppsagnir þar sem fimm störf voru lögð niður. Þessi eini einstaklingur sér um að taka við öllum fornmunum sem berast safninu og hafa yfirsýn með þeim.

Uppsagnir á Þjóðminjasafninu
Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna.

Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu
Auðna tæknitorg hefur ráðið Ingunni Sigurpálsdóttur í starf framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hún tekur við starfinu af Einar Mäntylä sem kom að stofnun Auðnu á árinu 2019 og hefur setið í forstjórastól síðan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Auðnu.

Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli
Háskólinn á Akureyri hefur gert tveggja ára samning um aðgang að Scite sem mun veita rannsakendum og nemendum við skólann aðgang að rannsóknartóli með innbyggðum stuðningi við fræðslu og gervigreind.

Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám
Mig langar til að fylgja eftir frábærri grein sem ég las um daginn sem bar titilinn Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands.

Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum
Einstæð móðir í fasteignasölunámi sér fram á fjárhagslegt öryggi í framtíðinni þökk sé styrks úr menntunarsjóði Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.

Kristófer Breki nýr formaður Vöku
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, kaus sér nýja forystu á mánudag. Kristófer Breki Halldórsson er nýr formaður félagsins. Hann tekur við formennsku af Sæþóri Má Hinrikssyni.

Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri
Öllum nemendum Háskólans á Akureyri stendur til boða að útskrifast útfrá ónýtu lokaverkefni og/eða rannsókn. Það er niðurstaðan í mínu máli gegn skólanum

Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar
Kæri heilbrigðisráðherra. Við stöndum frammi fyrir alvarlegri og vaxandi áskorun í geðheilbrigðismálum. Mikilvægum úrræðum er lokað, biðlistar lengjast, fólk fær í mörgum tilfellum ekki þjónustu fyrr en það er komið í mikinn vanda og heilbrigðisstarfsfólk vinnur við sífelldan niðurskurð og auknar kröfur.

Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt
Stofnandi Kvikmyndaskóla Íslands hefur áhyggjur af rekstri skólans í höndum Rafmenntar. Hann segist ekki hafa fengið skýr svör hvers vegna skólinn fékk ekki að verða að háskóla eða hvers vegna hann fékk ekki fjármnuni frá ríkinu eins og lofað var.

Skólarnir í eina sæng
Rektorar Háskóla Íslands (HÍ), Háskólans á Hólum (HH) og háskólaráðherra undirrituðu í dag samkomulag um stofnun háskólasamstæðu með þátttöku þessara tveggja háskóla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólunum.

Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá
Íslenskt vísindafólk og erlent samstarfsfólk hefur sýnt fram á hvernig hægt er að nota lágtíðnimerki í venjulegum ljósleiðarakapli til að kortleggja kvikuhreyfingar í jarðskorpunni á Reykjanesi.

Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu
Ármann Leifsson, tuttugu og tveggja ára kennaranemi, var í gærkvöldi kjörinn nýr forseti Röskvu. María Björk Stefánsdóttir, tuttugu og eins árs efnaverkfræðinemi, var kjörin oddviti Röskvu í Stúdentaráði.

Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar?
Ísland er matvælaframleiðsluland þar sem íslensk matvælaframleiðsla tryggir að hluta fæðuöryggi á Íslandi auk þess sem stór hluti þjóðartekna verður til við útflutning matvæla til annarra landa.

Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar
Stjórnendur Harvard-háskóla í Bandaríkjunum hafa stefnt alríkisstjórninni fyrir að hafa fryst fjárveitingar til skólans með ólögmætum hætti. Yfirmenn æðri menntastofnana í landinu gagnrýna harðlega „fordæmalaust ofríki og afskiptasemi“ stjórnvalda af háskólum.

Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum
Katrín Eir Ásgeirsdóttir, forseti KÍNEMA, nemendafélags Kvikmyndaskóla Íslands og Breki Snær Baldursson, varaforseti, félagsins fóru með tíu leggja fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum til Ingu Sæland, félags- og vinnumarkaðsráðherra, í tilraun til að fá hana til að bjarga Kvikmyndaskólanum. Katrín og Breki ræddu mál skólans í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

„Til hamingju hálfvitar“
Börkur Gunnarsson, fyrrverandi rektor Kvikmyndaskólans, gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir „að leggja menntastofnun í rúst“ og „ráðast gegn þekkingu og menntun“.

Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“
Háskólasamfélagið í Bandaríkjunum er skelkað vegna atlögu stjórnvalda að háskólunum í landinu og fræðimenn þegar lagðir á flótta til annarra landa. Þetta segir dósent við Columbia. Íslenskur nemi við Harvard segir framtíðaráform sín í mögulega í uppnámi en ætlar ekki að láta stjórnast af ótta vegna hótana Trump-stjórnarinnar sem beinast gegn háskólum og erlendum nemendum þeirra.

Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins
Þekkingarfyrirtækið Rafmennt hefur gengið til samninga við skiptastjóra þrotabús Kvikmyndaskóla Íslands og tryggt sér allar eignir þess. Skólastjóri Rafmenntar sér fram á að hægt verði að ljúka önninni og rektor Kvikmyndaskólans lítur björtum augum til framtíðar.

Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard
Ríkisstjórn Repúblikana í Bandaríkjunum hefur hótað að banna Harvard háskólanum að taka við erlendum nemendum í nám skólans þar sem stjórn skólans neitaði að fara eftir skilyrðum stjórnarinnar. Meðal skilyrða er að tilkynna nemendur til alríkisyfirvalda sem eru andsnúnir „bandarískum gildum.“

Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi
Donald Trump heldur áfram stríði sínu við háskólana og hefur hótað að svipta Harvardháskóla skattfrelsi sínu. Skólinn neitaði að verða við kröfum hans um breytingar á reglum skólans sem hann segir miða að því að sporna við gyðingahatri.

Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps
Harvard háskólinn hefur neitað að fylgja skilyrðum sem Bandaríkjaforseti vill setja skólanum. Forsetinn hótar að greiða skólanum ekki ríkisstyrki verði ekki farið að tilmælunum.

„Ég er bara örvæntingarfull“
Hlín Jóhannesdóttir, rektor Kvikmyndaskólan Íslands, segir stöðu skólans grafalvarlega. Hún segir yfirlýsingar mennta- og barnamálaráðherra sýna að hann, og starfsfólk embættisins, hafi ekki kynnt sér nám skólans. Um þúsund hafa skrifað undir undirskriftalista þar sem stjórnvöld eru hvött til þess að tryggja skólanum áframhaldandi fjármagn.

Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt
Fyrstu konurnar til að vera skipaðar í stöðu prófessors við námsbraut í stærðfræði kalla eftir því að enn fleiri konur skrái sig í stærðfræðinám og segja það helbera mýtu að stærðfræðingar kunni ekki að skemmta sér.

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Markmið Lánasjóðs námsmanna, sem nú ber nafnið Menntasjóður Námsmanna var frá upphafi skýrt: að tryggja öllum sömu réttindi til menntunar. Hugmyndin var einföld en öflug – að börn verkafólks og efnaminni fjölskyldna hefðu sömu tækifæri til háskólanáms og þau sem búa við betri aðstæður.

Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ
Magnús Þór Torfason, prófessor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands (HÍ), hefur verið ráðinn forseti Félagsvísindasviðs HÍ til næstu fimm ára. Hann var einn þriggja umsækjenda um starfið.

Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ
Á meðan Vaka, félag lýðræðissinaðra stúdenta, hefur setið í meirihluta Stúdentaráðs Háskóla Íslands hafa slæm vinnubrögð viðgengist.

Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands
Hvers vegna þurfa nemendur í hjúkrunarfræði að borga fyrir verknám?