
Hafliði Helgason

Erfið helgi stjórnarflokka
Stjórnarflokkarnir komu ekkert sérstaklega vel undan síðustu helgi. Prófkjör sjálfstæðismanna í Kraganum og Suðurkjördæmi skila að óbreyttu lista þar sem karlar raða sér í þingsæti flokksins.

Matargjafir til ríkra granna
Fréttablaðið hefur að undanförnu fjallað um offramleiðslu á lambakjöti. Lambakjötsframleiðsla er niðurgreidd með beingreiðslum til bænda, auk þess sem íslensk landbúnaðarframleiðsla er varin fyrir samkeppni með tollum.

Áskoranir í ferðaþjónustu
Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn verður í Hörpu í dag verður kynnt ný skýrsla efnahagssviðs samtakanna. Fjallað er um skýrsluna í Markaðnum í dag, en augljóst er af lestri hennar að vandað hefur verið til verka við gerð hennar og ýmsum mikilvægum áskorunum og álitaefnum velt upp. Skýrslan er mikilvægt innlegg í upplýsta umræðu um ferðaþjónustuna sem verið hefur undirstaða hagvaxtar síðustu ára.

Sækjum í dæmisögu Nordals
Fylgjendur krónunnar og reyndar sumt hlutlaust raunsæisfólk hafa bent á að upptaka evru leysir ekki þann efnahagsvanda sem nú er glímt við. Þær athugasemdir eru hárréttar. Á hitt ber að líta að fram undan gæti verið óhjákvæmilegt ferðalag sem ekki verður farið með smáa mynt eins og krónuna í farteskinu.

Erum fráleitt komin fyrir vind
Ný skýrsla Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland var birt í vikunni. Þar kveður við kunnuglegan tón þar sem stjórnvöld eru hvött til aðhalds og að draga úr þátttöku ríkisins á lánamarkaði umfram það sem þegar hefur verið gert.

Menningarnótt og miðborgarótti
Menningarnótt hefur verið fastur liður um árabil og lífgað upp á líf íbúa og gesta höfuðborgarinnar. Í ár virðist hátíðin hafa tekist einstaklega vel og er það mikið fagnaðarefni.

Hefur áhrif á væntingarnar
Staðreyndin er sú og það hefur komið fram í gagnrýni Seðlabankans og alþjóðastofnana að það er fordæmi ríkisins og inngrip á húsnæðismarkaði sem hvetur hann áfram og kyndir undir hækkun fasteignaverðs með tilheyrandi hækkunum.

Umræðan mótist af heildarsýn
Hröðum þjóðfélagsbreytingum fylgir að endurskoða þarf ýmsa þætti í samfélaginu. Þannig hefur vægi fjármála- og viðskiptalífs aukist verulega í samfélaginu, án þess að samsvarandi vöxtur fylgi í eftirlitsstofnunum sem sinna þeim málaflokki.

Völdin eiga að fylgja eigin eign
Slit Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga og afhending eignarhluta til tugþúsunda tryggingataka sem tryggðu hjá félaginu á árum áður er afar jákvætt skref og til sóma þeim sem að því stóðu.

Möguleiki á mjúkri lendingu
Nýjar hagtölur gefa ágætis fyrirheit um að aðlögun hagkerfisins sé hafin og aukinn útflutningur taki upp merkið af einkaneyslu og stóriðjufjárfestingu í að drífa áfram vöxt framleiðslu þjóðarinnar. Í fyrsta sinn vex neysla heimilanna ekki milli tímabila í fimm ár.

Litlu þúfurnar og þungu hlössin
Ein af fegurstu mótsögnum mannlegrar tilveru er sú að við erum í senn óendanlega mikilvæg og um leið óendanlega ómerkileg. Sama gildir um verk okkar. Í samhengi sögunnar og eilífðarinnar er smæð okkar átakanleg en í augnablikinu og fyrir nánasta umhverfi er mikilvægi okkar óendanlegt.

Reglugerðin verði felld úr gildi
Sum mistök eru þess eðlis að þau verða ekki aftur tekin. Önnur eru blessunarlega þannig að það er auðvelt að leiðrétta þau. Öll gerum við mistök og það eru forréttindi að gera mistök sem einfalt er að leiðrétta.

Samkeppnishæfni er lykilatriði
Á nýliðnu Viðskiptaþingi boðaði Geir H. Haarde breytingar á skattalögum sem eru til einföldunar á skattkerfinu og til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins í skattalegu tilliti. Þessar breytingar eru skynsamlegar. Þær auka líkur á að verðmæt starfsemi haldist í landinu og skili ávinningi inn í samfélagið. Einnig að skattheimta sem kostar meira að halda úti en gefur í aðra hönd verði aflögð.

Skotgrafir ekki rétta umgjörðin
Krónan og evran voru áberandi í umræðu síðustu viku. Sú umræða fór á köflum fram úr sjálfri sér og varð fyrir vikið að einhvers konar bráðaumræðu sem lítil efni eru til. Kveikja þessarar umræðu var orðrómur um að Kaupþing hygðist gera upp og skrá eigið fé sitt í evrum.

Flutum sofandi að feigðarósi
Það er ekki ofmælt að tala um lausatök í stjórn efnahagsmála þegar ekkert er gert til að mæta augljósri og skynsamlegri gagnrýni á efnahagsstjórnina.

Kosningavetur á yfirdrætti
Frestun á því að takast á við aðlögun í hagkerfinu er því næsta vafasamur leikur og nauðsynlegt að stjórnvöld séu minnt á ábyrgð sína í stjórn efnahagsmála. Við þær aðstæður er nauðsynlegt að stjórnarandstaða haldi mönnum við efnið og hvetji til skynsamlegs aðhalds í stjórn ríkisfjármála.

Brotið siðferði eða tæknivilla
Sjálfstæðisflokkurinn er í sérkennilegri stöðu í aðdraganda komandi kosninga eftir sigur Árna Johnsen í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Það er augljóst að maður, sem hefur verið dæmdur vegna brota í trúnaðarstarfi fyrir þjóðina og fær afgerandi kosningu í annað sæti listans og verulegan stuðning í forystusæti í sínu kjördæmi, hefur unnið mikinn kosningasigur.

Hætturnar og hagsmunir breytast
Þegar framtíðartækifæri okkar eru annars vegar eru ógnirnar sjaldnast langt undan. Eftir því sem umsvif íslenskra fyrirtækja verða meiri erlendis því meiri hætta er á að reynt verði að koma höggi á hagsmuni fyrirtækjanna. Slíkt var reynt á fyrri hluta ársins og það verður reynt á ný.

Lögheimili tekjustofnanna
Þekkt eru dæmi um að stórir bankar hafi flutt sig milli heimsálfa, hvað þá skemur. Fyrirtæki sem sjá sér hag í hagstæðu skattaumkverfi komast fyrir í einni skjalatösku og flutningur á milli landa getur orðið með fáum markvissum skipunum á Internetinu.

Stýrihópsskýrslan örskref í rétta átt
Ríkisstjórn sem sjálf hefur staðið að markaðsvæðingu fjármálakerfisins með einkavæðingu er í mótsögn við sjálfa sig þegar hún heldur ríkinu sjálfu sem stórum þátttakanda á lánamarkaði.

Almenningur og hlutabréf
Þátttaka almennings á hlutabréfamarkaði er mikilvæg fyrir margra hluta sakir. Fyrst ber að líta til þess að ávöxtun hlutabréfa er að jafnaði meiri en annarra fjárfestingakosta, þegar litið er yfir lengra tímabil, enda þótt ávöxtunin geti sveiflast verulega og verið neikvæð á tímabilum.

Markmiðið er góður leikur
Umræðan snýst gjarnan með þeim hætti að eftirlitsaðilar séu varðliðar réttlætis og sanngirni meðan fyrirtæki landsins séu samansafn gráðugra villimanna sem svífist einskis í að skara eld að eigin köku. Þessi mynd er afar takmörkuð. Staðreyndin er sú að upp til hópa er fólk heiðarlegt og vill vinna til gagns fyrir samfélag sitt.

Storminn tekur að lægja
Síðustu mánuðir hafa verið mikill lærdómstími fyrir fjármálafyrirtækin. Þau hafa brugðist skynsamlega við. Glitnir tók fyrstur við sér og Viðskiptaráð Íslands brást hárrétt við.

Við eigum að taka siðferðisafstöðu
Afstaða til stórra deilumála á heimsvísu markast af tveimur þáttum. Annars vegar hagsmunum og hins vegar siðferðilegri sýn á heiminn með þá grundvallarspurningu á vörunum: Fyrir hvað viljum við standa?

Ferðin er nýhafin og langt í leiðarlok
Uppgjör skráðra fyrirtækja í Kauphöll Íslands birtast nú eitt af öðru. Afkoma þeirra sem þegar hafa birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung hefur verið betri en spár gerðu ráð fyrir. Afkoman nægir hins vegar ekki til þess að lyfta gengi þeirra á markaði.

Undir aga alþjóðaviðskipta
Fjármálafyrirtækið Merrill Lynch birti nýja skýrsu þar sem lagt er mat á áhættu af skuldabréfum íslensku bankanna. Merrill Lynch birti afar neikvæða skýrslu um íslensku bankana fyrr á árinu sem átti sinn þátt í að ýtta af stað falli á íslensku krónunni.


Völd og verklag lífeyrissjóða
Lífeyrissjóðir eru ásamt stórum fjárfestum og fjármálstofnunum hryggjarstykki í uppbyggingu atvinnulífsins. Stofnun þeirra og skylduaðild að þeim er eitthvert mesta gæfuspor sem þjóðin hefur stigið. Lífeyrissjóðirnir hafa stutt við uppbyggingu fyrirtækja og átt ríkan þátt í að þróa verðbréfamarkað hér á landi. Sú þróun hefur verið uppspretta mikilla tækifæra.

Að missa af flugvél
Skiptar skoðanir eru um síðustu stýrivaxtahækkun Seðlabankans. Hún var í efri mörkum þess sem spáð hafði verið. Í kjölfarið hafa vaknað upp spurningar hvort Seðlabankinn sé hugsanlega að ganga of langt og muni valda óþarfa sársauka í hagkerfinu með aðgerðum sínum. Með öðrum orðum að lækningin verði á endanum verri en sjúkdómurinn.

Einkavæðing eða þjóðnýting?
Í samfélagi okkar er nokkuð breið sátt um drýgstan hluta skiptinga verksviða milli hins opinbera annars vegar og einkaaðila hins vegar. Þó er talsvert svæði í athafnalífi landsmanna þar sem hugmyndafræðilegur ágreiningur er um hvernig eignarhaldi eigi að vera háttað.