
Fótbolti á Norðurlöndum

Samkeppnin meiri hjá Íslandi
Knattspyrnukappinn Aron Jóhannsson hefur ekki gert upp hug sinn hvort hann kjósi að spila fyrir hönd Íslands eða Bandaríkjanna. Landsliðsþjálfari Bandaríkjanna hringdi í Aron og lýsti yfir áhuga sínum á honum.

Aron á leið undir hnífinn
Aron Jóhannsson, sóknarmaður AGF, er á leið í aðgerð vegna kviðslits. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu 977 á laugardaginn.

Hjörtur Logi: Þarf að fá að spila
Bakvörðurinn Hjörtur Logi Valgarðsson er á förum frá sænska félaginu IFK Göteborg í janúar. Félagið ætlar sér að kaupa nýjan mann í hans stað og samkomulag er á milli hans og félagsins að hann fái að fara annað.

Gummi Kristjáns: Ánægður að þetta sé frágengið
Bolvíkingurinn Guðmundur Kristjánsson er orðinn leikmaður Start sem leikur í úrvalsdeild norsku knattspyrnunnar á næsta ári.

Mark Arons dugði ekki til
Aron Jóhannsson var enn og aftur á skotskónum er lið hans, AGF, gerði jafntefli, 3-3, í bráðfjörugum leik gegn botnliði Silkeborg. Þetta var fjórtánda mark Arons fyrir AGF á tímabilinu.

FCK vann toppslaginn í Danmörku
FC København bar sigur úr býtum gegn Nordsjælland, 4-1, á Parken, heimavelli FCK, í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Eyjólfur tryggði SönderjyskE stig
Eyjólfur Héðinsson skoraði jöfnunarmark SönderjyskE í 2-2 jafntefli gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Félagaskipti Gumma Kristjáns því sem næst frágengin
Fátt getur komið í veg fyrir að Guðmundur Kristjánsson leiki með Start í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næstu leiktíð. Breiðablik hefur samið um kaupverð við norska félagið.

Matthías hjá Start næstu tvö árin
Matthías Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Start í Noregi. Matthías var lánsmaður hjá félaginu á síðustu leiktíð en hann var samningsbundinn FH.

Stórbrotið mark Arons sem er markahæstur í Danmörku | Myndband
Aron Jóhannsson heldur áfram að skora með liði sínu AGF í Danmörku. Aron skoraði eitt marka AGF í 3-0 útisigri á AaB í dönsku úrvalsdeildinni.

Mist til liðs við Avaldsnes
Miðvörðurinn Mist Edvardsdóttir er genginn í raðir norska úrvalsdeildarfélagins Avaldsnes. Norskir miðlar greina frá þessu í dag.

Eyjólfur skoraði í langþráðum sigri SönderjyskE
Eyjólfur Héðinsson skoraði sitt fjórða mark á tímabilinu í kvöld er lið hans, SönderjyskE, vann óvæntan útisigur, 1-3, á Horsens.

Fanndís með samningstilboð frá Piteå
Landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir hefur undir höndum samningstilboð frá sænska úrvalsdeildarliðinu Piteå. Þetta staðfestir hún í skorinortu samtali við sænska miðilinn Piteå-Tidningen.

Tíu handteknir þegar Bröndby lagði Rúrik og félaga
Tíu stuðningsmenn voru handteknir og einn slasaðist eftir að áhorfendur þustu inn á Bröndby-leikvanginn í Kaupmannahöfn að loknum sigri heimamanna á FC Kaupmannahöfn í gærkvöldi.

Rúrik og félagar úr leik | Arnór í undanúrslit
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar sem tapaði 1-0 gegn Bröndby í átta liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Lyngby 2-1 á útivelli og eru komnir í undanúrslit.

Kærkomið stig hjá AGF
Aron Jóhannsson komst aldrei þessu vant ekki á blað þegar lið hans, AGF, gerði 1-1 jafntefli á heimavelli við Midtjylland.

Eyjólfur skoraði og Rúrik lagði upp mark
Eyjólfur Héðinsson kom SönderjyskE i 1-0 á móti FC Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag en það dugði ekki til því FCK tryggði sér öll þrjú stigin með tveimur mörkum í seinni hálfleik.

Fyrsti leikur Theodórs Elmars í mánuð
Theodór Elmar Bjarnason spilaði í dag sinn þriðja leik í dönsku úrvalsdeildinni á tímabilinu er lið hans, Randers, tapaði fyrir Álaborg á heimavelli, 1-0.

Steinþóri skipt útaf til að hann kæmist sem fyrst heim til konunnar
Steinþór Freyr Þorsteinsson og félagar í Sandnes Ulf unnu frábæran 4-0 útisigur á Ullensaker/Kisa í gær í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á næstu leiktíð. Steinþór var tekinn útaf á 82. mínútu en ástæðan var óvenjuleg.

Íslendingaliðið Sandnes Ulf nánast öruggt með úrvalsdeildarsætið
Sandnes Ulf stendur vel að vígi í rimmu sinni gegn Ull/Kisa í umspili liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.

Galinn kostnaður vegna öryggisgæslu
Helgi Valur Daníelsson og félagar í sænska liðinu AIK mæta Napoli í Evrópudeildinni á fimmtudaginn og það er búist við miklu fjöri bæði inn á vellinum sem og upp í stúku. Expressen segir frá því að AIK þurfi að eyða yfir einni milljón sænskra króna í öryggisgæslu á leiknum sem er meira en 18 milljónir íslenskra króna.

Eins og svart og hvítt
Guðjón Baldvinsson, Kristinn Steindórsson og félagar í Halmstad tryggðu sér á ný sæti í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn. Frábær endir á besta tímabili Guðjóns sem fékk fá tækifæri sem liðsmaður GAIS fyrir þremur árum.

Ragnar skoraði í sigri FCK
Ragnar Sigurðsson skoraði annað marka FC Kaupmannahafnar sem vann 2-1 heimasigur á Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Rúrik Gíslason lék einnig allan leikinn með FCK.

Hönefoss bjargaði sér en Úlfarnir í umspil
Hönefoss, lið Arnórs Sveins Aðalsteinssonar og Kristjáns Arnar Sigurðssonar, verður áfram meðal liða í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á næsta ári. Íslendingaliðið Sandnes Ulf þarf að leika tvo umspilsleiki gegn b-deildarliðinu Ullensaker/Kisa.

Eyjólfur skoraði en engin stig til SönderjyskE
Mark Eyjólfs Héðinssonar fyrir SönderjyskE gegn Silkeborg í dag dugði ekki til því Silkeborg vann flottan útisigur, 2-3.

Þrír Íslendingar skoruðu er Halmstad komst upp í úrvalsdeild
Lið þeirra Guðjóns Baldvinssonar og Kristins Steindórssonar, Halmstad, tryggði sér í dag sæti í sænsku úrvalsdeildinni. Halmstad hafði betur í umspili gegn Sundsvall.

Fjórða tapið í röð hjá Aroni og félögum
AGF er heldur betur að gefa eftir í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta en liðið tapaði fjórða deildarleiknum í röð í kvöld. AGF tapaði þá 0-2 á heimavelli á móti FC Nordsjælland í 17. umferð deildarinnar.

Sölvi: Ég er bara að hugsa um FCK
Samningur Sölva Geirs Ottsen við danska félagið FC Kaupmannahöfn rennur út í sumar en hann er ekki byrjaður að leita sér að nýju félagi.

Hallbera búin að framlengja við Piteå
Íslenska landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir verður áfram með Piteå IF í sænska kvennaboltanum en hún er búin að framlengja samning sinn við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðu Pitea-Tidningen.

Þóra fagnaði verðlaununum hinum megin á hnettinum
Þóra Björg Helgadóttir var í gærkvöldi valin besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar en hún átti frábært tímabil með silfurliði LdB FC Malmö sem var aðeins hársbreidd frá því að vinna sænska meistaratitilinn þriðja árið í röð.