Jón Kaldal

Fréttamynd

Vilji kvenna

Það þarf ekki að rýna mikið í skoðanakannanir til að sjá að konur halla sér frekar að flokkum þar sem kynsystur þeirra eru í áberandi hlutverkum. Sömu heimildir gefa líka vísbendingar um að konur kjósi á öðrum forsendum en karlar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kirkja sem er ekki reist á kletti

Fyrir ekki svo mörgum árum gilti sú regla að þegar safnaðarbörn í Fríkirkjunni í Reykjavík fluttu frá höfuðborginni voru þau sjálfkrafa afskráð úr Fríkirkjusöfnuðinum og í þá þjóðkirkjusókn þar sem þeirra nýja lögheimili var.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ástæðulaus ótti

Allt bendir til þess að ríkisstjórninni sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í gegn afleitu lagafrumvarpi um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Ef sú verður raunin hafa ríkisstjórnarflokkarnir látið sér ganga úr greipum mikilvægt tækifæri til þess að skapa sæmilega sátt um Ríkisútvarpið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Goðsögn deyr

Ungir Íslendingar, og þeir sem eldri eru, hafa tekið í sína þjónustu af gríðarlegum krafti tölvupóst, sms, msn og blogg þar sem kílómetrar af orðum verða til á hverjum degi. Og alls staðar er fólk að lesa. Ekki bækur, enda eru þær ekki hið eina sanna heimili orða eins og stundum mætti halda.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sigur fyrir heiminn

Það tók Bush og félaga innan við sex ár að rústa ímynd Bandaríkjanna. Skal engan undra þegar afrekaskráin er skoðuð: fullkomið klúður við stríðsrekstur og uppbyggingu Íraks, pyntingar í Abu Graib og Guantanamo, brot á Genfarsáttmálanum, persónunjósnir innanlands og fangaflutningar CIA milli leynifangelsa í austanverðri Evrópu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóð að tala við sjálfa sig

Þeir blaðamenn og fréttamenn sem ekki treysta sér til að undirgangast þær kvaðir sem því fylgja, heldur kjósa þess í stað að flytja fréttir eins og þeim finnst að hlutirnir eigi að vera, en ekki eins og þeir eru í raun og veru, bregðast með því trúnaði við lesendur, áhorfendur og hlustendur sína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Og maskínan marserar áfram

Þegar Gorbatsjov var spurður í Háskólabíói hvernig hann mæti möguleika Bush á að leysa erfið mál, ekki síst í krafti persónulegra samskipta líkt og mynduðust milli hans og Ronalds Reagan í Höfða, skaut hann sér undan því að svara spurningunni beint og sagði að Bush hefði ekki gott „lið" í kringum sig.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ótímabær spá um dauða dagblaða

Ísland er komið langt á undan öðrum löndum álfunnar í þessum efnum. Hér eru fríblöðin tvö um sjötíu prósent af daglegu upplagi dagblaða. Það er því ekki skrítið að útgefendur víða um heim hafi horft af mikilli athygli til íslenska dagblaðamarkaðarins undanfarin ár.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glæpur og refsing

Í Héraðsdómi Reykjavíkur bar það við að í byrjun vikunnar féll dómur í manndrápsmáli sem ekki var hægt að skilja á annan hátt en þann að hinum ákærða væri metið til refsilækkunar að fréttir höfðu verið fluttar af máli hans, eða eins og Jónas Jóhannsson héraðsdómari orðaði það "vegna þess hve óvægna umfjöllun ákærði hefur sannanlega hlotið fyrir atlöguna hjá einstökum fjölmiðlum".

Fastir pennar
Fréttamynd

Arfleifð Kárahnjúkavirkjunar

Þótt mótmælin hafi beinst gegn Kárahnjúkavirkjun er hægt að skoða þau sem vísbendingu um viðbrögð við hugmyndum um aðrar stórvirkjanir í framtíðinni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Jákvæður ófriður

Össur Skarphéðinsson og Björn Bjarnason eru með baráttuglöðustu mönnum íslenskra stjórnmála í seinni tíð. Báðir eru í efstu vigt í sínum flokkum og eftir því er tekið þegar þeir tjá sig. Athyglisvert er að bera saman þau ólíku sjónarmið til prófkjara sem þeir hafa viðrað undanfarna daga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nekt og vinstri græn

Vinstri græn hafa augsýnilega ekki smekk fyrir því að konur dansi berar fyrir karla og það er nákvæmlega ekkert að því að þau láti þá skoðun sína hátt og skýrt í ljós. Allt annað mál er þegar þau vilja gera sinn smekk að reglum eða lögum fyrir allt samfélagið og þannig þrengja að þeim sem hafa annan smekk og lífsskoðanir.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hafa félög sjálfstæðan vilja?

Enginn ágreiningur er uppi um að stjórnendur olíufélaganna höfðu með sér svo vítt samráð um verð, útboð og fleira, að það náði til alls almenns reksturs félaganna. Hér var á ferðinni harðsnúið samsæri sem gekk svo fram af þjóðinni að í skoðanakönnun Fréttablaðsins haustið 2004 kom fram að 99 prósent almennings töldu að forstjórar olíufélaganna ættu að svara til saka fyrir þátt sinn í málinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ábyrgð einstaklinganna

Það er engu líkara en fulltrúi Ríkissaksóknara sé með þessum orðum að undirbúa að í haust, eftir jóðsótt fjallsins, muni fæðast lítil mús. Það er að segja að möguleiki sé á því að þeir menn sem af óvenju einbeittum og ósvífnum brotavilja stýrðu olíusvindlinu geti sloppið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Tækifæri í stöðunni

Ef í alvöru á að freista þess að skapa sæmilega sátt um að ríkið sé að vasast í rekstri fjölmiðla í samkeppni við einkafyrirtæki er grundvallaratriði að fá á hreint hver tilgangurinn er að baki Ríkisútvarpinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að læra af reynslunni

Eins og þeir þekkja, sem leggja leið sína um miðbæinn að næturlagi um helgar, er aftur á móti afar fátítt að rekast þar á laganna verði á gangi. Svo virðist reyndar sem þeim hafi fækkað töluvert eftir að eftirlitsmyndavélar voru settar upp á fjölförnustu hornum miðbæjarins. Ekki skal lögreglunni í Reykjavík ætlað að gera sér ekki grein fyrir mikilvægi þess að vera sýnileg. Hitt er miklu líklegra að hér sé á ferðinni spurning um forgangsröðun og fjármagn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hvalir og tilfinningar

Fyrir rúmlega fimm árum datt ónefndum íslenskum athafnamanni í hug að sækja um leyfi til stjórnvalda til að setja á fót bú þar sem hann hugðist rækta hunda til manneldis. Varla þarf að taka fram að hann ætlaði kjötið til útflutnings en ekki á heimamarkað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Allir borgi jafnt

Í þeirri árvissu umræðu um skatta og laun sem nú fer fram í þjóðfélaginu stendur tvennt upp úr. Í fyrsta lagi stórkarlalegar yfirlýsingar um svokölluð ofurlaun og hvernig hægt sé að sporna við þeim. Í öðru lagi að íslenskt skattaumhverfi býður upp á meiri mismunun á skattlagningu tekna en áður hefur þekkst.

Fastir pennar
Fréttamynd

Varðstaða um vont ástand

Viðbragða Geirs H. Haarde forsætisráðherra við skýrslu formanns matvælaverðsnefndar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu, enda nefnd sem var skipuð af honum sjálfum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Strætó á villigötu

Á tímum methækkana á eldsneytisverði, bílalána sem þenjast út vegna verðbólgu og almenns samdráttar, er þau heldur öfugsnúin tíðindin sem berast af almenningsamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að rekstur einkabílsins er farinn að taka til sín stærri skerf af heimilisútgjöldunum en margir gerðu ráð fyrir í upphafi árs.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þrekvirki ferðaþjónustunnar

Svo lengi sem ekki verða einhverjar stórkostlegar náttúruhamfarir munu fleiri erlendir ferðamenn heimsækja Ísland í ár en samanlagður íbúafjöldi landins. Verður það þá þriðja árið í röð sem íslensk ferðaþjónusta fagnar þeim glæsilega árangri að laða hingað fleiri en 300 þúsund ferðamenn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Níu af tíu smygltilraunum takast

Samkvæmt áætlun yfirvalda má gera ráð fyrir að lögreglan nái að jafnaði að klófesta um það bil einn tíunda af þeim fíkniefnum sem er reynt að smygla til landsins. Hin níutíu prósentin komast sem sagt óhindrað inn í landið þar sem þeirra er neytt.

Fastir pennar
Fréttamynd

Veislunni að ljúka

Í kvöld lýkur fótboltaveislu sem hófst fyrir réttum mánuði með þátttöku 32 landsliða og hundruðum milljóna áhorfenda um allan heim. Þegar þetta er skrifað, 63 leikjum og 141 marki síðar, liggur fyrir að það verða annað hvort Frakkar eða Ítalir sem hefja til himins á Ólympíuleikvanginum í Berlín eftirsóttasta verðlaunagrip fótboltaheimsins;

Fastir pennar
Fréttamynd

Öflugt aðhald ASÍ

Fá mjög öflug fyrirtæki eiga að geta boðið fólki betra verð en mörg lítil og veik. Ef teikn sjást um annað þá er það skylda ASÍ, og annarra málsvara neytenda, að vekja athygli á því með kröftugum hætti.

Fastir pennar
Fréttamynd

Til hamingju hommar og lesbíur

Dagurinn í dag er stór dagur í baráttusögu samkynhneigðra Íslendinga því frá og með þessum degi geta þeir loks fagnað því að njóta sömu grundvallarréttinda og gagnkynhneigðir íbúar landsins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Naflaskoðun blaðamanna

Stundum hefur manni sýnst að íslenskir fjölmiðlar séu á góðri leið með að verða sjálfbærir í fréttum. Það er að segja, að einn daginn verði lítið annað skrifað eða sagt í fjölmiðlum en fréttir af öðrum fjölmiðlum og af fólki sem vinnur við fjölmiðla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fegurð fótboltans

Á föstudag var skorað svo fallegt mark á HM að litlar líkur eru á að betur verði gert á þessu móti. Þetta var mark númer tvö í leik Serbíu-Svartfjallalands við Argentínu. Markið kom við ­tutt­ugustu og fjórðu snertingu innan argentíska liðsins þegar Esteban Cambiasso þrumaði boltanum í netið eftir hælsendingu frá félaga sínum, Hernan Crespo. Ótrúleg snilld sem hefur kallað fram gæsahúð um allan heim.

Fastir pennar
Fréttamynd

Björn Bjarnason og Fréttablaðið

Jóhann kaus að líta á skipulagsbreytingarnar sem vantraust á sín störf og leggja inn uppsögn. Viðbrögð hans í kjölfarið eru mannleg, því yfirleitt er auðveldara að kenna öðrum um en að líta í eigin barm.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skaðlegt ­óvissuástand­

Um alllanga hríð hefur dökkt útlit í efnahagslífinu kallað eftir styrkri og samhentri ríkisstjórn sem væri tilbúin að taka frumkvæði og ganga til verka af festu og einurð. Sú stjórn sem nú er við völd virðist hreint ekki búa yfir slíkri staðfestu.

Fastir pennar