Landslið kvenna í fótbolta

Fréttamynd

Heitt undir Þor­steini: Þetta eru enn ein von­brigðin núna

Framtíð Þorsteins Halldórssonar, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var til umræðu eftir svekkjandi tap á móti Sviss á Evrópumótinu í gær. Eftir tvo leiki á móti slakari liðum riðilsins þá standa íslensku stelpurnar uppi stigalausar og eru úr leik fyrir lokaleikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Mynda­syrpa: Skin og skúrir í Bern

Það skiptust á skin og skúrir í Bern í gærkvöldi þegar Ísland tapaði 2-0 gegn heimakonum á Evrópumótinu í Sviss. Íslenskir stuðningsmenn fjölmenntu á völlinn og studdu vel við bakið á okkar konum en það dugði skammt að þessu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís barðist við tárin: „Eftir­sjá og það er erfitt“

„Ég er gríðarlega svekkt og sár. Það er eftirsjá. Það er ótrúlega leiðinlegt að standa hérna eftir tvo leiki og eiga ekki séns á markmiðinu okkar lengur,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins, eftir tap liðsins fyrir Sviss á EM kvenna í fótbotlta í kvöld. Tapið þýðir að Ísland er úr leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Ingibjörg: Þetta er ömur­legt

Tap íslenska kvennalandsliðsins gegn Sviss í Bern fyrr í kvöld var einstaklega sárt. Leikurinn endaði með 2-0 sigri heimakvenna og íslenska landsliðið því ekki á leiðinni upp úr riðlinum. Ingibjörg Sigurðardóttir þurfti að berjast við tárin í viðtali eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“

„Eðlilega er ég, leikmenn og allir í kringum liðið þungir yfir þessu,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern í kvöld, eftir að ljóst varð að Ísland kæmist ekki upp úr sínum riðli á EM kvenna í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum

Þjálfarinn margreyndi Pia Sundhage, sem stýrir Sviss, er ekki í vafa um hvað sé lykilatriðið í því að vinna Ísland í stórleiknum á EM í fótbolta í kvöld. Þess vegna lét hún meðal annars leikmenn sína æfa það að verjast löngum innköstum Sveindísar Jane Jónsdóttur síðustu dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Ís­land mætir óslípuðum demanti í kvöld

Ís­land mætir Sviss í annarri um­ferð riðla­keppni EM í fót­bolta í Bern í kvöld. Þýðingar­mikill leikur fyrir bæði lið og innan raða Sviss­lendinga er einn mest spennandi leik­maður kvenna­boltans sem er á mála hjá Barcelona og átti eftir­minni­lega inn­komu í Meistara­deildinni á síðasta tíma­bili.

Fótbolti
Fréttamynd

Gaf lítið upp en er bjart­sýn á sigur gegn Ís­landi

Pia Sund­hage, lands­liðsþjálfari sviss­neska kvenna­lands­liðsins, segir sitt lið hafa unnið sína heima­vinnu varðandi lands­lið Ís­lands en liðin mætast á EM kvenna í fót­bolta í kvöld í þýðingar­miklum leik fyrir bæði lið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Hann elskar ís­lenska stuðnings­menn“

Sveindís Jane Jónsdóttir er lítið fyrir það að ræða um fótbolta, nema þegar það er hluti af hennar störfum sem fótboltakonu. Þó að kærasti hennar Rob Holding sé einnig þekktur fótboltamaður þá tala þau eiginlega ekkert um boltann.

Fótbolti
Fréttamynd

Taka á­kvörðun um Glódísi á leikdag

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir að það verði tekin um það ákvörðun um hádegisbil á morgun, um hvort fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir spili stórleikinn gegn Sviss annað kvöld á EM í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona var fundur Ís­lands fyrir stór­leikinn við Sviss á EM

Þor­steinn Halldórs­son, lands­liðsþjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta og Ingi­björg Sigurðar­dóttir, varafyrirliði, sátu fyrir svörum á fjölmennum blaða­manna­fundi á Wankdorf leik­vanginum í Bern, degi fyrir afar mikilvægan leik gegn Sviss á EM.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vitum hvað það var sem að klikkaði“

„Við þekkjum vel styrkleika þessa liðs og hvað við þurfum að gera til að ná okkur í stig,“ segir Sandra María Jessen um hálfgerðan úrslitaleik Íslands við Sviss á EM í fótbolta á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Glódís með á æfingu

Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir æfir þessa stundina með íslenska landsliðinu í Thun, degi fyrir mikilvægan leik gegn Sviss á EM.

Sport