Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

„Þessi liðsheild er einstök“

Guðmundur Baldvin Nökkvason, leikmaður Stjörnunnar og U19-ára landsliðs Íslands, sagði að það hefði verið skrýtið að fagna jafntefli gegn Norðmönnum í gær. Ísland á enn möguleika á sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hareide á­nægður með vista­skipti Sverris Inga

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, er hæstánægður með vistaskipti Sverris Inga Ingasonar. Danska félagið Midtjylland festi kaup á miðverðinum nýverið og kynnti hann til leiks með áhugaverðu myndbandi fyrr í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

„Lítil mistök sem drepa okkur“

Logi Hrafn Róbertsson segir Ísland enn eiga góða möguleika á að komast upp úr sínum riðli á EM U19-landsliða í fótbolta, eftir 2-1 tap gegn Spáni í fyrsta leiknum á Möltu í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og myndir: Ísland - Spánn 1-2 | Tap í fyrsta leik á EM

Íslensku strákarnir í U19 töpuðu gegn Spánverjum 1-2. Spánverjar komust yfir með marki úr hornspyrnu í fyrri hálfleik. Þeir bættu síðan við öðru marki þegar tvær mínútur voru liðnar af síðari hálfleik eftir afar klaufalegan varnarleik hjá Íslandi. Ágúst Orri Þorsteinsson minnkaði muninn í uppbótartíma með laglegu skoti.

Fótbolti
Fréttamynd

„Eftir að vera á þessu sviði vill maður ekkert annað“

Arnór Sigurðsson samdi í vikunni við Blackburn Rovers og fær því að upplifa drauminn, að spila á Englandi. Hann segist finna sig hvað best í mikilvægum leikjum fyrir framan fullan völl og sannaði það þegar hann skoraði gegn Real Madríd og Roma í Meistaradeild Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Umspil blasir við jafnvel þó að Ísland tapaði öllum leikjum

Eftir töpin tvö síðustu daga er vissulega orðið afar langsótt að Ísland nái í EM-farseðil í haust. Þið ykkar sem hafið áhuga á að fylgja strákunum á EM í þýsku sólinni næsta sumar ættuð samt ekki að örvænta. Enn er svo sannarlega von, og það jafnvel þó að allir leikirnir í haust töpuðust.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo þakkar Íslandi fyrir sig

Cristiano Ronaldo, einn besti knattspyrnumaður sögunnar, komst í heimsmetabók Guinness er hann lék með portúgalska landsliðinu gegn því íslenska í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mjög svekkjandi að fá þetta leiðinda­mark á sig“

„Mjög svekkjandi, fannst við eiga gífurlega flottan leik. Fylgdum leikplaninu alveg í gegn. Mjög svekkjandi að fá þetta leiðindamark á sig,“ sagði miðjumaðurinn Arnór Ingvi Traustason eftir súrt 0-1 tap Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM 2024 í kvöld.

Fótbolti