Átök í Ísrael og Palestínu

Fréttamynd

Öryggis­ráð?

Þrátt fyrir eldfjallahættu, storma og aðra áhættuþætti er Ísland talið eitt öruggasta landsvæði í heimi fyrir fólk að búa. Öruggt að því leitinu til að mönnum virðist ekki stafa eins mikil hætta af okkar eigin tegund eins og víða annars staðar í heiminum.

Skoðun
Fréttamynd

„Mér mun ekki líða vel fyrr en þau eru komin frá Gasa“

Palestínskur faðir sem hafa fengið samþykkta fjölskyldusameiningu vill að meira sér gert til að koma fjölskyldu hans frá Gasa. Hann á fjögur börn og eiginkonu þar. Fjölskyldusameiningar frá Palestínu hafa verið í forgangi frá því í október sem þýðir að það fara fram fyrir aðra í röðinni.

Innlent
Fréttamynd

Við hjálpum fólkinu á Gaza með því að snið­ganga Ra­pyd

Við sem horfum á morðöldina á Gaza spyrjum okkur á hverjum degi hvað við getum gert til að breyta þessu óþolandi ástandi. Jú, við getum mætt á mótmæli og andæft þátttöku okkar í Evróvisjón með undirskrift en sniðganga er líklega sterkasta aðferðin sem almenningur getur beitt.

Skoðun
Fréttamynd

Ný landa­mæri opnuð fyrir flutning neyðarbirgða

Kerem Shalom landamærin, sem aðskilja Ísrael, Egyptaland og Gasa, voru í dag opnuð fyrir flutning neyðarbirgða á Gasa í fyrsta skipti frá upphafi stríðs. Harðari árásir Ísraelshers hafa valdið versnandi ástandi og skortur á nauðsynjavörum er sagður gífurlega mikill. 

Erlent
Fréttamynd

Þakk­lát ís­lensku þjóðinni

Asil J. Suleiman Almassri sem missti fótinn og stóran hluta fjölskyldunnar í ísraelskum loftárásum á Gasasvæðinu hefur verið veittur íslenskur ríkisborgarréttur.

Innlent
Fréttamynd

Banda­rískt her­skip skaut niður fjór­tán dróna Húta

Bandarískt herskip skaut fjórtán dróna niður yfir Rauðahafi í dag. Auk þess skaut breskt herskip dróna niður sem miðað var á vöruflutningaskip. Um er að ræða umfangsmikla en misheppnaða árás Húta í Jemen en flaugunum var skotið frá yfirráðasvæði þeirra. 

Erlent
Fréttamynd

Ísraelskir her­menn drápu þrjá gísla

Ísraelski herinn drap í dag þrjá gísla sem voru í haldi Hamas-liða. Samkvæmt talsmönnum ísraelska hersins var um mistök að ræða og að hermennirnir hafi staðið í trú um að gíslarnir væru ógn.

Erlent
Fréttamynd

Dansa til styrktar konum á Gasa

Hinn margverðlaunaði dansari og danshöfundur Þyri Huld Árnadóttir ásamt hópi dansara stendur fyrir dansviðburðinum Hringrás x Gasa sem haldinn verður í Ásmundarsal klukkan 16:00 á morgun. 

Lífið
Fréttamynd

Enn eitt skipið fyrir eld­flaug á Rauða­hafi

Enn eitt flutningaskipið varð fyrir eldflaug á Rauðahafi í gærkvöldi. Eldflauginni mun hafa verið skotið frá yfirráðasvæði Húta í Jemen, eins og öðrum eldflaugum, en eldur kom upp í skipinu þegar eldflaugin hæfði það.

Erlent
Fréttamynd

Heims um ból, frið­sælt skjól

Ísland hefur varið titilinn um friðsælasta land í heimi síðan árið 2008. Hér er gott að vera, hér eigum við flest öll von á því að börnin okkar geti alist upp í friðsælu umhverfi með aðgang að öllu því sem hugurinn girnist. Allt samfélagið er stillt inn á það að aðstoða þau, vinna fyrir því að mannréttindi þeirra og aðgengi að heiminum sé betra en það sem fullorðna fólkið ólst upp við.

Skoðun
Fréttamynd

Grunur um að hinir hand­teknu tengist Hamas

Þýskir saksóknarar fullyrða að þeir þrír sem voru handteknir í Þýskalandi í dag og sá fjórði í Hollandi að beiðni þýskri yfirvalda hafi tengsl við Hamas-samtökin. Þrír til viðbótar voru handteknir í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í Danmörku. Allir sjö eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka.

Erlent
Fréttamynd

Vopna­hlé strax

Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í.

Skoðun
Fréttamynd

Varar við hruni hjálpar­starfs á Gasa­ströndinni

Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara

Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist.

Innlent
Fréttamynd

Vildu ekki greiða at­kvæði um Euro­vision þátt­töku Ís­lands

Stjórnarmeðlimur RÚV kveðst hafa lagt fram tillögu að ályktun vegna Eurovision þess efnis að Ísland taki ekki þátt í keppninni taki Ísrael þátt, á fundi stjórnarinnar. Hann segir fundinn hafa hafnað því að taka tillöguna til atkvæða. Varaformaður stjórnar RÚV segir trúnað ríkja á fundum stjórnarinnar.

Innlent