Linnulaus þjáning íbúa á Gaza Hrafnhildur Sverrisdóttir skrifar 16. júlí 2024 10:30 Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum. Íbúar eiga sér engan stað þar sem þeir geta notið verndar frá sprengjuárásum. Þjáningin er linnulaus. Heilu fjölskyldurnar hafa verið drepnar; börn, mæður, feður, afar, ömmur, frændur og frænkur. Börn sitja ein eftir á rústum húsa. Fjölskyldur, einstaklingar og samfélög hafa verið rifin í sundur. Íbúar Gaza hafa þurft að flýja heimili sín og halda áfram að flýja ítrekað í örvæntingu og ótta í takt við árásir og fyrirskipanir um rýmingar. Fólk hefur upplifað endurteknar sprengingar, gengið dögum saman, fram hjá uppsprengdum húsum, látnu fólki, stundum með líkamsparta látinna ættingja í fanginu, þar sem of erfitt er að skilja þá eftir. Fólk bíður dögum saman í röðum eftir einhverju að borða. Aðstæður íbúa eru nú þegar óyfirstíganlegar. Fólk er að þrotum komið. Ónýtir innviðir og heilbrigðiskerfi Heilbrigðiskerfið er hrunið og skólp flæðir um uppsprengd hverfi og skapar hættu á smitsjúkdómum, sem eru farnir að gera vart við sig. Sjúkrahús á norðurhluta Gaza geta ekki framkvæmt skurðaðgerðir en eru þó enn að taka á móti særðum og sjúkum sem hafa engan annan stað að leita til. Heilsugæslur og sjúkrahús í suðri eru yfirfull af sjúklingum og fólki á flótta. Skemmdir, rafmagnsleysi, skortur á starfsfólki og lækningabirgðum gerir það að verkum að þau fáu sjúkrahús sem enn veita þjónustu anna ekki eftirspurn og læknar neyðast til að framkvæma skurðaðgerðir á skjólstæðingum sínum, m.a. þunguðum konum og börnum, án viðeigandi deyfilyfja. Mannúðarsamtök ná ekki að tryggja grunnþarfir íbúa vegna takmarkana á aðgangi mannúðaraðstoðar inn á Gaza, en einnig vegna þess að ekki er hægt að tryggja grundvallar öryggisskilyrði til að hægt sé að veita aðstoð á öruggan máta. Íbúar Gaza búa því við algjörlega óviðunandi aðstæður, án rafmagns og greiðs aðgangs að vatni, mat, húsaskjóli, heilsugæslu, hreinlæti og öryggi og þannig hefur ástandið verið í fjölda mánaða. Þau sem eru í viðkvæmri stöðu, eins og eldra fólk, fatlað fólk og börn, eru í aukinni hættu á að deyja úr sýkingum og næringarskorti. Líf þeirra hangir á bláþræði. Allir deiluaðilar verða að fylgja mannúðarlögum Hjálpar- og mannúðarsamtök hafa orðið fyrir árásum, þar með talið palestínski Rauði hálfmáninn, sem hefur misst sjálfboðaliða og starfsfólk við störf sín. Þau sem eftir eru halda áfram, nótt við dag, að aðstoða almenna borgara á milli sprengjuárása með því litla magni aðfanga sem til er. Þegar viðmið alþjóðlegra mannúðarlaga eru orðin valfrjáls er ljóst að aðhald í vopnuðum átökum er hverfandi. Við verðum að halda áfram að minna alla deiluaðila á þær skyldur sem þeir eru bundnir af samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum. Almennir borgarar, heimili þeirra og sjúkrastofnanir njóta verndar í vopnuðum átökum. Almennir borgarar eiga rétt á heilbrigðis- og mannúðaraðstoð. Heilbrigðis- og hjálparstarfsfólk á einnig rétt á að veita slíka aðstoð án þess að þurfa að óttast að það kosti þau eigið líf. Það er mikilvægt að efla allar diplómatískar leiðir til að stöðva hernaðarátökin svo hægt sé að veita öllum íbúum Gaza reglulega, óhindraða og örugga mannúðar- og heilbrigðisaðstoð. Höfundur er verkefnastjóri á Alþjóðasviði Rauða krossins á Íslandi.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun