Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra. Innlent 8.9.2025 14:48 Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Innlent 8.9.2025 14:22 Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa. Innlent 8.9.2025 14:11 Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Innlent 8.9.2025 13:02 Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Innlent 8.9.2025 12:28 Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. Innherji 8.9.2025 12:27 „Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Innlent 8.9.2025 10:18 Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Innlent 8.9.2025 09:12 Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. Innlent 8.9.2025 07:22 Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Innlent 7.9.2025 14:00 Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Innlent 7.9.2025 12:08 „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Innlent 6.9.2025 20:19 Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Innlent 6.9.2025 15:25 Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila. Innherji 6.9.2025 12:56 Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 6.9.2025 12:06 Sendu kæligáma til Úkraínu Íslensk stjórnvöld hafa afhent stjórnvöldum í Kænugarði kæligáma sem notaðir verða til að varðveita líkamsleifar fallinna hermanna. Gámarnir eru nú þegar komnir til landsins. Innlent 6.9.2025 10:36 Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.9.2025 09:45 Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Innlent 5.9.2025 23:02 Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 5.9.2025 21:02 Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar. Innlent 5.9.2025 16:59 Þrjú söfn í eina sæng Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga. Innlent 5.9.2025 08:07 „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41 Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðs fjarri. Innlent 4.9.2025 21:47 „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. Innlent 4.9.2025 20:39 Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. Innlent 4.9.2025 19:04 Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Skoðun 4.9.2025 14:31 Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. Innlent 4.9.2025 13:03 Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Innlent 4.9.2025 12:40 Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Forsætisráðuneytið stendur fyrir morgunfundi um mótun nýrrar atvinnustefnu sem hefst klukkan 9:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 4.9.2025 08:32 SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum. Innlent 3.9.2025 18:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 47 ›
Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Dómsmálaráðherra hefur birt drög að lagabreytingum í samráðsgátt, sem miða af því að afnema æviskipanir vararíkissaksóknara og varahéraðssaksóknara. Lagt er til að skipunartími verði fimm ár. Þá er lagt til að ráðning í embættin verði á ábyrgð yfirmanna viðkomandi stofnana frekar en ráðherra. Innlent 8.9.2025 14:48
Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Silja Bára Ómarsdóttir rektor Háskóla Íslands segir enga stefnubreytingu hafa orðið innan háskólans og reglur ekki verið hertar hvað varðar alþjóðlega nemendur. Hluti nemenda sem eru enn að bíða eftir dvalarleyfi til náms hefur fengið tilkynningu um að inntaka þeirra hafi verið afturkölluð vegna skorts á dvalarleyfi. Umsóknum fjölgaði um 40 prósent á milli ára. Innlent 8.9.2025 14:22
Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2026 segir að áhrif breytinga á skattlagningu á notkun bifreiða muni hafa meiri áhrif á karla en konur. Þá segir að við álagningu opinberra gjalda í ár hafi konur fengið 19 prósent af ávinningi af samnýtingu skattþrepa en karlar 81 prósent. Til stendur að afnema heimild til samsköttunar hjóna og sambúðarfólks milli skattþrepa. Innlent 8.9.2025 14:11
Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Umhverfisráðherra óttast að Evrópureglur um íslenskar merkingar á plastvörum muni leiða til verðhækkana og bitna á konum og barnafjölskyldum. Hann muni gæti hagsmuna Íslands og segir mögulegt að reglurnar verði ekki innleiddar að fullu. Innlent 8.9.2025 13:02
Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis varð fyrir djúpum vonbrigðum með framkomið fjárlagafrumvarp. Þrátt fyrir fyrirheit ríkisstjórnarinnar um að skattar verði ekki hækkaðir þá hafi hann komið auga á skattahækkanir upp á 28 milljarða eftir grúsk í frumvarpinu. Þá hefði hann viljað sjá ríkisstjórnina loka fjárlagagatinu. Innlent 8.9.2025 12:28
Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“ Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg. Innherji 8.9.2025 12:27
„Allir vilja alltaf meira“ Fjármála- og efnahagsráðherra segist aðeins geta þakkað samráðherrum sínum fyrir gott samráð við gerð fjárlaga, sem kynnt voru í morgun. „Allir vilja alltaf meira en skilja líka að við þurfum að forgangsraða.“ Innlent 8.9.2025 10:18
Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Reiknað er með fimmtán milljarða króna halla á rekstri ríkissjóðs á næsta ári í fjárlögum fyrir árið 2026. Áður hafði verið gert ráð fyrir miklum mun meiri halla, upp á 26 milljarða króna. Innlent 8.9.2025 09:12
Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra boðaði til blaða- og fréttamannafundar í fjármála- og efnahagsráðuneytinu klukkan 9, þar sem hann kynnti fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. Beina textalýsingu frá fundinum og um efni frumvarpsins má finna neðst í fréttinni. Innlent 8.9.2025 07:22
Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin. Innlent 7.9.2025 14:00
Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleiki að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Innlent 7.9.2025 12:08
„Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Fyrrverandi utanríkisráðherra krafðist þess á fjöldafundi í dag að ríkisstjórnin slíti öllu sambandi við Ísrael. Kona frá Palestínu segir daginn í dag hafa verið tilfinningaþrunginn en fjölmargir komu saman á Austurvelli. Innlent 6.9.2025 20:19
Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sextíu þúsund fermetrar í eigu eða leigu ríkisins standa nú tómir. Rúmlega fjórðungur þeirra stendur auður vegna staðfestra tilvika af raka og myglu. Heildarverðmæti fermetranna eru tæplega ellefu milljarðar króna. Innlent 6.9.2025 15:25
Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila. Innherji 6.9.2025 12:56
Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir. Innlent 6.9.2025 12:06
Sendu kæligáma til Úkraínu Íslensk stjórnvöld hafa afhent stjórnvöldum í Kænugarði kæligáma sem notaðir verða til að varðveita líkamsleifar fallinna hermanna. Gámarnir eru nú þegar komnir til landsins. Innlent 6.9.2025 10:36
Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Hlutfallslega eru langflestir lögreglumenn í embætti Lögreglunnar á Suðurnesjum samkvæmt upplýsingum frá dómsmálaráðuneytinu. Meirihlutinn af þeim fimmtíu nýju stöðugildum innan lögreglunnar sem dómsmálaráðherra boðaði í vor fara til Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 6.9.2025 09:45
Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Heilbrigðisráðherra segir til skoðunar að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla þar á síðasta rúma ári. Sjálfsvíg verða rannsökuð afturvirkt til ársins 2000 til að finna rauðan þráð. Innlent 5.9.2025 23:02
Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu telur Evrópusambandið fara út fyrir valdsvið sitt með tilskipun sem á að innleiða hér á landi. Hann hvetur stjórnvöld á Íslandi til að láta reyna á málið fyrir dómstólum. Viðskipti innlent 5.9.2025 21:02
Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Samráðsnefnd á vegum fjármálaráðuneytisins hyggst hefja formlega rannsókn á meintum undirboðum á kísiljárni. Rannsóknin kemur í kjölfar kæru kísilvers sem stöðvaði rekstur í sumar. Innlent 5.9.2025 16:59
Þrjú söfn í eina sæng Hljóðbókasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands og Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn, verða sameinuð í eitt safn nái áform stjórnvalda fram að ganga. Innlent 5.9.2025 08:07
„Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Fjármálaráðherra segir það koma vel til greina að endurskoða lög um brunatryggingar og tekur undir að það skorti hvata hér á landi svo eigendur húsnæðis fylgi á eftir öryggismálum. Slökkviliðsstjóri höfuðborgarsvæðisins segir ábyrgð eigenda í brunavörnum vera mikla. Innlent 4.9.2025 23:41
Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Ríkisstjórnin ætlar að ráðast í stórfellda einföldun regluverks, liðka fyrir leyfisveitingu í orkumálum og beita sér fyrir svæðisbundnum hagvexti úti á landi. Á fundi um atvinnustefnu til næstu tíu ára var tilkynnt um nýstofnað atvinnustefnuráð þar sem fulltrúar hagsmunahópa eru víðs fjarri. Innlent 4.9.2025 21:47
„Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Þingflokksformenn Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar eru sammála um að efnahagsmálin muni spila stórt hlutverk í komandi þingvetri. Þeir lýsa báðir þinglokunum í sumar sem vonbrigðum en fulltrúi minnihlutans segir umræðuna þar ekki hafa verið þeim til sóma. Innlent 4.9.2025 20:39
Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Með nýju örorkulífeyriskerfi gætu ráðstöfunartekjur einstaklinga á hlutaörorku í mörgum tilfellum orðið hærri en hjá einstaklingi í fullu starfi á sömu launum. Læknir segir ljóst að ef frumvörp um greiðslur TR til örorkulífeyrisþega nái fram að ganga verði heildartekjur öryrkja hærri en laun einstaklinga í fullu starfi. Innlent 4.9.2025 19:04
Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Í vikunni tilkynntu umhverfisráðherra og atvinnuvegaráðherra að þau væru búin að ákveða að leggja niður heilbrigðiseftirlit á Íslandi. Sum verkefni heilbrigðiseftirlits myndu flytjast til ríkisins en önnur, t.d. svæðisbundið hlutverk heilbrigðisnefnda í þágu almennings, skyldi leggja niður. Skoðun 4.9.2025 14:31
Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Dómsmálaráðherra segir ómögulegt að spá fyrir um hversu lengi Helgi Magnús Gunnarsson mun njóta eftirlauna eftir að hann lét af embætti vararíkissaksóknara og því sé ekki hægt að taka saman kostnað vegna starfsloka hans. Innlent 4.9.2025 13:03
Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð Tími stórframkvæmda er hafinn að nýju. Þetta segir forsætisráðherra sem greindi frá nokkrum atriðum nýrrar atvinnustefnu. Ríkisstjórnin hyggst beita sér sérstaklega fyrir svæðisbundnum hagvexti út á landi. Þá verði ráðist í einföldun leyfisveitingaferlis og byggingareglugerðar. Innlent 4.9.2025 12:40
Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Forsætisráðuneytið stendur fyrir morgunfundi um mótun nýrrar atvinnustefnu sem hefst klukkan 9:00 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Innlent 4.9.2025 08:32
SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Fulltrúar stjórnar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi segjast óánægðir með áætlanir umhverfisráðherra og atvinnnuvegaráðherra að fækka eftirlitsaðilum úr ellefu í tvö. Þau segja að með samræmingu eftirlitanna og stofnanna sé hægt að vinna úr athugasemdum eftirlitsstofnun ESB. Lausnin sé ekki að fækka eftirlitsaðilum. Innlent 3.9.2025 18:01