Bandaríkin FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Fótbolti 8.7.2025 15:59 Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. Erlent 8.7.2025 08:04 Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Erlent 8.7.2025 07:48 Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8.7.2025 06:57 „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði tilkynnt fyrir helgi að hlé yrði gert á sendingunum. Erlent 8.7.2025 06:28 Yfir hundrað látnir í Texas Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. Erlent 7.7.2025 23:57 Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Goðsögnin Joey Chestnut fékk aftur á keppa í pylsuátskeppninni frægu sem haldin er á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Það var ekki sökum að spyrja hver niðurstaðan var. Sport 7.7.2025 15:17 Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 7.7.2025 10:33 Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Erlent 7.7.2025 08:00 Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Fulltrúar Ísraels og Hamas staddir í Doha í Katar þar sem viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra er á leið til Washington þar sem hann fer á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en þar stendur til að ræða vopnahléstillögur. Erlent 6.7.2025 23:34 Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Fjöldi látinna vegna skyndiflóða í Texas fer hækkandi og enn er rúmlega tuttugu stúlkna leitað sem dvöldu í sumarbúðunum Camp Mystic þegar hamfarirnar skullu á. Erlent 6.7.2025 15:08 Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Erlent 6.7.2025 13:20 Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. Erlent 6.7.2025 00:17 Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði. Erlent 5.7.2025 23:32 Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. Erlent 5.7.2025 09:53 Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Innlent 5.7.2025 08:38 Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Minnst þréttan manns hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu og tilheyrandi flóð í Kerrville í Texas í dag. Fjölmargra annarra er saknað, þar á meðal tuttugu ungra stelpna sem voru í sumarbúðum. Árbakki Guadalupe árinnar reis um átta metra á aðeins 45 mínútum. Erlent 4.7.2025 22:48 Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Bardagaáhugamaðurinn mikli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda upp á 250 ára sjálfstæðisafmæli þjóðarinnar með því að setja upp UFC bardaga í garði Hvíta hússins. Sport 4.7.2025 09:05 Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Innlent 4.7.2025 09:01 Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir brottflutning átta manna til Suður-Súdan, jafnvel þótt aðeins einn þeirra eigi rætur sínar að rekja þangað. Erlent 4.7.2025 07:32 Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Fjórtán létust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í gær. Sprengingar heyrðust í borginni og nokkrir eldar kviknuðu í kjölfarið, meðal annars í íbúðabyggingum í nokkrum hverfum og í heilbrigðisstofnun í Holosiivskyi. Erlent 4.7.2025 06:40 Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Bandaríkjaþing samþykkti í dag umfangsmikla löggjöf sem er vægast sagt umdeild vestanhafs. Lengsta ræða í sögu fulltrúadeildarinnar var flutt í málþófsskyni en Hakeem Jeffries þingmaður demókrata ávarpaði þingheim í á níundu klukkustund sleitulaust. Erlent 3.7.2025 20:23 Michael Madsen er látinn Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn 67 ára að aldri. Lífið 3.7.2025 17:37 „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. Erlent 3.7.2025 07:21 Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. Erlent 3.7.2025 06:57 Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Erlent 2.7.2025 21:32 Jimmy Swaggart allur Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Erlent 2.7.2025 17:51 Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Erlent 2.7.2025 14:24 Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. Erlent 2.7.2025 11:41 Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Erlent 2.7.2025 10:28 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Fótbolti 8.7.2025 15:59
Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni. Erlent 8.7.2025 08:04
Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Varnarmálaráðherra Ísrael, Israel Katz, segist hafa fyrirskipað hernum að undirbúa flóttamannabúðir, eða „mannúðarborg“ eins og hann kallar það, á rústum Rafah-borgar á Gasa. Erlent 8.7.2025 07:48
Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Greint var frá því í gær að Bandaríkjamenn hygðust leggja 25 prósent toll á allar vörur frá Japan og Suður-Kóreu, nánum bandamönnum, 30 prósent toll á vörur frá Suður-Afríku og 36 prósent toll á vörur frá Taílandi. Erlent 8.7.2025 06:57
„Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gær að Bandaríkjamenn myndu halda áfram að sjá Úkraínumönnum fyrir vopnum, þrátt fyrir að varnarmálaráðuneytið hefði tilkynnt fyrir helgi að hlé yrði gert á sendingunum. Erlent 8.7.2025 06:28
Yfir hundrað látnir í Texas Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. Erlent 7.7.2025 23:57
Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Goðsögnin Joey Chestnut fékk aftur á keppa í pylsuátskeppninni frægu sem haldin er á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Það var ekki sökum að spyrja hver niðurstaðan var. Sport 7.7.2025 15:17
Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Kjarnorkuknúinn bandarískur kafbátur verður í þjónustuheimsókn í íslensku landhelginni í dag og næstu daga þar sem fram fara áhafnaskipti og önnur þjónusta við kafbátinn. Innlent 7.7.2025 10:33
Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu. Erlent 7.7.2025 08:00
Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Fulltrúar Ísraels og Hamas staddir í Doha í Katar þar sem viðræður um vopnahlé á Gasa standa yfir. Benjamín Netanyahu forsætisráðherra er á leið til Washington þar sem hann fer á fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta, en þar stendur til að ræða vopnahléstillögur. Erlent 6.7.2025 23:34
Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Fjöldi látinna vegna skyndiflóða í Texas fer hækkandi og enn er rúmlega tuttugu stúlkna leitað sem dvöldu í sumarbúðunum Camp Mystic þegar hamfarirnar skullu á. Erlent 6.7.2025 15:08
Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa logið um ástæðuna fyrir því að vopnasendingar til Úkraínu hefðu verið stöðvaðar væri sú að gengið væri á birgðir Bandaríkjamanna. Greining á birgðastöðu hersins sýni fram á allt annað að sögn NBC. Erlent 6.7.2025 13:20
Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Umfangsmiklar leitaraðgerðir standa yfir í Texas eftir gríðarleg flóð sem riðu yfir í gær. Minnst 43 eru látnir, þar af 15 börn, og fjölmargra er enn saknað. Erlent 6.7.2025 00:17
Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði. Erlent 5.7.2025 23:32
Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað. Erlent 5.7.2025 09:53
Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Íslenska líftæknifyrirtækið Kerecis átti þátt í að bjarga lífi illa særðs skallarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí, þjóðhátíðardag Bandaríkjanna, en skallaörninn er þjóðardýr Bandaríkjanna. Innlent 5.7.2025 08:38
Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Minnst þréttan manns hafa látið lífið eftir úrhellisrigningu og tilheyrandi flóð í Kerrville í Texas í dag. Fjölmargra annarra er saknað, þar á meðal tuttugu ungra stelpna sem voru í sumarbúðum. Árbakki Guadalupe árinnar reis um átta metra á aðeins 45 mínútum. Erlent 4.7.2025 22:48
Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Bardagaáhugamaðurinn mikli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda upp á 250 ára sjálfstæðisafmæli þjóðarinnar með því að setja upp UFC bardaga í garði Hvíta hússins. Sport 4.7.2025 09:05
Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Evrópuríki eru vöruð við hryðjuverkaógn af hælisleitendum og förufólki almennt í röð samfélagsmiðlafærslna sem bandaríska sendiráðið á Íslandi birti í fyrradag. Bandaríska sendiráðið vildi ekki tjá sig um málið þegar Vísir leitaði eftir viðbrögðum. Innlent 4.7.2025 09:01
Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur lagt blessun sína yfir brottflutning átta manna til Suður-Súdan, jafnvel þótt aðeins einn þeirra eigi rætur sínar að rekja þangað. Erlent 4.7.2025 07:32
Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Fjórtán létust þegar Rússar gerðu drónaárás á Kænugarð í gær. Sprengingar heyrðust í borginni og nokkrir eldar kviknuðu í kjölfarið, meðal annars í íbúðabyggingum í nokkrum hverfum og í heilbrigðisstofnun í Holosiivskyi. Erlent 4.7.2025 06:40
Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Bandaríkjaþing samþykkti í dag umfangsmikla löggjöf sem er vægast sagt umdeild vestanhafs. Lengsta ræða í sögu fulltrúadeildarinnar var flutt í málþófsskyni en Hakeem Jeffries þingmaður demókrata ávarpaði þingheim í á níundu klukkustund sleitulaust. Erlent 3.7.2025 20:23
Michael Madsen er látinn Bandaríski leikarinn Michael Madsen er látinn 67 ára að aldri. Lífið 3.7.2025 17:37
„Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Atkvæðagreiðsla um hvort taka eigi „stóra og fallega frumvarp“ Donald Trump Bandaríkjaforseta fyrir í fulltrúadeild bandaríska þingsins hefur nú staðið yfir í nokkrar klukkstundir. Erlent 3.7.2025 07:21
Combs áfram í gæsluvarðhaldi Tónlistarmaðurinn Sean Combs situr enn í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið fundinn sekur um tvo ákæruliði af fimm af kviðdómi í New York í gær. Erlent 3.7.2025 06:57
Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst. Erlent 2.7.2025 21:32
Jimmy Swaggart allur Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála. Erlent 2.7.2025 17:51
Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn. Erlent 2.7.2025 14:24
Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins. Erlent 2.7.2025 11:41
Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Stjórnendur University of Pennsylvania í Bandaríkjunum greindu frá því í gær að þeir hefðu komist að samkomulagi við stjórnvöld um að takmarka þátttöku trans kvenna í íþróttum. Erlent 2.7.2025 10:28