Bandaríkin

Fréttamynd

FIFA opnar skrif­stofu í Trump turni

Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki fleiri greinst með mis­linga í Banda­ríkjunum í 33 ár

Alls höfðu um 1.300 verið greindir með mislinga í Bandaríkjunum síðasta föstudag og hafa tilfellin ekki verið svo mörg í 33 ár. Árið 2000 var því lýst yfir að búið væri að útrýma sjúkdómnum í Bandaríkjunum. Auðvelt er að koma í veg fyrir að fólk fái sjúkdóminn með bóluefni.

Erlent
Fréttamynd

Yfir hundrað látnir í Texas

Tala látinna í hamfaraflóðunum í Texas í Bandaríkjunum um liðna helgi hefur náð 104, þar af eru 28 börn. Á fimmta tug er enn saknað, þar á meðal stúlkna sem dvöldu í sumarbúðum í Kerr-sýslu í miðhluta ríkisins. 

Erlent
Fréttamynd

Kláraði sjö­tíu pylsur á tíu mínútum

Goðsögnin Joey Chestnut fékk aftur á keppa í pylsuátskeppninni frægu sem haldin er á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna. Það var ekki sökum að spyrja hver niðurstaðan var.

Sport
Fréttamynd

Líkir tilætlunum Musk við lestar­slys

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir tilætlanir Elons Musk, auðkýfings og „niðurskurðarkeisara,“ um að stofna nýjan stjórnmálaflokk fáránlegar. Hann líkir því jafnframt að það að fylgjast með athöfnum þessa fyrrum samstarfsfélaga við að horfa á lestarslys í beinni útsendingu.

Erlent
Fréttamynd

Elon Musk stofnar nýjan stjórn­mála­flokk

Elon Musk, ríkasti maður heims, hefur stofnað nýjan stjórnmálaflokk í Bandaríkjunum, Ameríkuflokkinn. Musk segir í færslu á samfélagsmiðlum að í Bandaríkjunum sé í raun bara eins flokks kerfi, ekki lýðræði, í það minnsta þegar kemur að því að stefna landinu í gjaldþrot með sóun og spillingu, eins og hann kemst að orði.

Erlent
Fréttamynd

Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumar­búðum vegna flóða

Björgunarsveitir hafa staðið í ströngu í alla nótt í Texas þar sem umfangsmesta flóð síðari ára hafa riðið yfir. Úrhellisrigning hafa valdið mikilli hækkun og fjölmargra er saknað. Sumarbúðir stelpna urðu einna verst fyrir flóðinu og er 25 stelpna saknað. 24 hið minnsta eru látnir og fleirra saknað.

Erlent
Fréttamynd

Stóra og fal­lega frumvarpið verður að lögum

Bandaríkjaþing samþykkti í dag umfangsmikla löggjöf sem er vægast sagt umdeild vestanhafs. Lengsta ræða í sögu fulltrúadeildarinnar var flutt í málþófsskyni en Hakeem Jeffries þingmaður demókrata ávarpaði þingheim í á níundu klukkustund sleitulaust.

Erlent
Fréttamynd

Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho

Bryan Kohberger hefur játað að hafa myrt fjóra herbergisfélaga í Idaho árið 2022. Það gerði hann til að komast hjá því að fá dauðarefsingu. Réttarhöld yfir Kohberger áttu að hefjast í ágúst.

Erlent
Fréttamynd

Jimmy Swaggart allur

Jimmy Swaggart sjónvarpsprédikari er látinn níræður að aldri. Hann náði gríðarlegum vinsældum á níunda áratug síðustu aldar, en þær dvínuðu umtalsvert vegna hneykslismála.

Erlent
Fréttamynd

Diddy sak­felldur í tveimur af fimm á­kæru­liðum

Kviðdómur í New York í Bandaríkjunum hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sean „Diddy“ Combs sé sekur í tveimur af fimm ákæruliðum, og saklaus af þremur. Combs er sagður hafa steytt hnefann meðan kviðdómurinn las upp úrskurð sinn.

Erlent
Fréttamynd

Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu

Paramount, móðurfélag CBS News, hefur samþykkt að greiða sextán milljónir dala til forsetabókasafns Donald Trump, vegna viðtals fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna við Kamölu Harris, fyrrverandi varaforseta og þáverandi forsetaefni Demókrataflokksins.

Erlent