Bandaríkin

Fréttamynd

Dánar­or­sök Perrys ó­ljós

Formlegri niðurstöðu krufningar gamanleikarans Matthews Perry hefur verið frestað þar til niðurstöður eiturefnarannsóknar liggja fyrir.

Lífið
Fréttamynd

Fimm­tán skotnir í hrekkja­vöku­partíi

Að minnsta kosti fimmtán voru skotnir í hrekkjavökupartíi í borginni Chicago í Bandaríkjunum í nótt. Tveir særðust alvarlega. Árásarmaðurinn reyndi að flýja á tveimur jafnfljótum en var handtekinn skammt frá vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Bezos sýndi nýtt tunglfar

Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursins Jeff Bezos, sýndi á dögunum hvernig nýtt tunglfar fyrirtækisins á að líta út. Geimfar þetta á að geta borið þrjú tonn af farmi til tunglsins og lent þar.

Erlent
Fréttamynd

Stjörnurnar minnast Matthew Perry

Leikarar, forsætisráðherra, íþróttalið og jafnvel sjónvarpsstöðvar eru meðal þeirra sem hafa minnst leikarans Matthew Perry sem fannst látinn á heimili sínu í Los Angeles í gær. Perry, sem lék, eins og flestir vita, Chandler Bing í þáttunum Friends, var 54 ára gamall.

Lífið
Fréttamynd

Voru var­að­ir við hót­un­um byss­u­manns­ins

Lögregluembætti í Maine í Bandaríkjunum voru í síðasta mánuði vöruð við duldum hótunum Robert Card. Nokkrum vikum síðar framdi hann mannskæðustu skotárás ríkisins er hann skaut átján manns til bana og særði þrettán.

Erlent
Fréttamynd

Matthew Perry látinn

Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Lífið
Fréttamynd

Mike Pence hættur við for­seta­fram­boðið

Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, er hættur við framboð sitt til forseta Bandaríkjanna í kosningunum sem fram fara á næsta ári. Honum hefur gengið illa að afla fylgis og fjárbirgðir framboðsins minnka stöðugt.

Erlent
Fréttamynd

Flaug þotu þremur metrum frá sprengjuflugvél

Kínverskri orrustuþotu var flogið minna en þremur metrum upp að bandarískri sprengjuflugvél yfir Suður-Kínahafi í vikunni. Forsvarsmenn bandaríska heraflans segja kínverska flugmanninn hafa sýnt mikið gáleysi og að næstum því hafi orðið slys.

Erlent
Fréttamynd

Byssu­maðurinn í Maine fannst látinn

Robert Card, sem grunaður er um að hafa orðið átján að bana í skotárás í Maine í Bandaríkjunum á miðvikudag, fannst látinn í gær. Umfangsmikil leit að honum hafði staðið yfir í tvo daga.

Erlent
Fréttamynd

Slekkur á at­huga­semdum eftir bók Brit­n­ey

Banda­ríski tón­listar­maðurinn Justin Timberla­ke er búinn að slökkva á at­huga­semdum við færslur sínar á sam­fé­lags­miðlinum Insta­gram. Tölu­verð reiði hefur beinst að söngvaranum í kjöl­far opin­berana í nýrri ævi­sögu Brit­n­ey Spears.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Segja Rússa taka eigin hermenn af lífi

Yfirmenn í rússneska hernum taka eigin hermenn sem neita að fylgja skipunum af lífi og hafa hótað því að myrða heilu hersveitirnar, hörfi þær af víglínunum í Úkraínu. Þykir það til marks um lélegan baráttuanda rússneskra hersveita.

Erlent
Fréttamynd

Leit að byssu­manni í Maine ekki enn borið árangur

Lögreglan í Maine leitar enn mannsins sem skaut 18 til bana í gærkvöldi í Lewiston. Leitarsvæðið er um 1.800 ferkílómetrar. Sá grunaði er fyrrverandi hermaður og er þjálfaður í notkun skotvopna. Þingmaður hefur kallað eftir banni á sjálfvirkum vopnum eins og Card notaði í gær.  

Erlent
Fréttamynd

Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur

Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu.

Innlent
Fréttamynd

Gátu loksins komið sér saman um þing­for­seta

Þing­flokkur Repúblikana­flokksins í full­trúa­deildinni tókst í dag að koma sér saman um þing­for­seta eftir þrjár mis­heppnaðar til­raunir. Mike John­son, þing­maður Lou­isiana ríkis, er nýr þing­for­seti. Hann er ötull stuðnings­maður fyrr­verandi Banda­ríkja­for­setans Donald Trump.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar samþykkja að bíða með innrás

Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum.

Erlent
Fréttamynd

Tilnefndu tvo á einungis tíu tímum

Þingflokkur Repúblikanaflokksins hefur á einungis tíu klukkustundum tilnefnt tvo menn til embættis þingforseta fulltrúadeildarinnar. Tom Emmer var kjörinn úr hópi níu frambjóðenda í gær en hann hætti við framboðið eftir að Donald Trump, fyrrverandi forseti og væntanlegur forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, gagnrýndi hann opinberlega.

Erlent
Fréttamynd

Repúbli­könum mis­tekst leið­toga­valið í þriðja sinn

Repúblikönum í full­trúa­deild Banda­ríkja­þings tekst ekki að velja þing­for­seta en Tom Em­mer varð í dag þriðji Repúblikaninn á ör­skömmum tíma sem ekki fær nægilegan stuðning í atkvæðagreiðslum þingmanna. Flokkurinn fer með meiri­hluta í full­trúa­deildinni.

Erlent