Eldsvoði á skemmtistað í Sviss á nýársnótt

Fréttamynd

Sviss­neski skemmti­staðurinn ekki skoðaður í fimm ár

Svissneski skemmtistaðurinn sem varð alelda á nýársnótt með þeim afleiðingum að fjörutíu manns létust og fjöldi særðist alvarlega hafði ekki verið skoðaður af eftirlitsmönnum í fimm ár. Þetta er meðal þess sem fram kom á blaðamannafundi sem haldinn var vegna málsins en þar var tilkynnt að skemmtiblys verði bönnuð með öllu á næturklúbbum í Sviss.

Erlent
Fréttamynd

Búið að bera kennsl á alla sem létust í brunanum

Búið er að bera kennsl á alla þá sem létust í eldsvoðanum sem átti sér stað á skemmtistað á Crans-Montana skíðasvæðinu í Sviss á gamlárskvöld. Fjörutíu létust í eldsvoðanum og fjöldi særðist alvarlega.

Erlent
Fréttamynd

Hafa borið kennsl á sex­tán til við­bótar

Lögreglu hefur tekist að bera kennsl á lík sextán til viðbótar sem létust í eldsvoða á skemmtistað á skíðasvæðinu Crans-Montana á gamlárskvöld. Fjórtán ára svissnesk stúlka er meðal látinna. 

Erlent
Fréttamynd

Fjöl­skyldur lýsa martraðarkenndri bið

Fjölskyldur ungmenna sem grunað er að hafi látið lífið í eldsvoða í skíðabæ í Sviss á gamlárskvöld bíða enn fregna frá yfirvöldum um nöfn hinna fjörutíu sem létust. Stjórnvöld í Sviss segja daga ef ekki vikur þar til upplýsingar um öll fórnarlömb liggja fyrir. 

Erlent
Fréttamynd

Sprenging eftir að gestir opnuðu út

Fjörutíu manns létu lífið í eldsvoða á skemmtistað í Sviss á nýársnótt. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá gosblysi. Talið er að svokölluð yfirtendrun skýri hversu hratt eldurinn breiddi úr sér.

Erlent
Fréttamynd

Vinna með yfir­völdum í níu löndum að bera kennsl á látna

Svisslendingar vinna nú með yfirvöldum í níu löndum að því að bera kennsl á þá sem fórust í eldsvoðanum að skemmtistaðnum Le Constellation í Crans-Montana á nýársnótt. Upptök eldsins eru rakin til notkunar blysa í kjallara staðarins. Vitað er að fjörutíu manns týndu lífi í eldsvoðanum og 119 manns eru enn á sjúkrahúsi.

Erlent
Fréttamynd

Fyrsta fórnar­lambið nafn­greint

Golfsamband Ítalíu hefur staðfest að Emanuele Galeppini, sautján ára kylfingur sem hefur verið búsettur í Dúbaí, hafi farist í eldsvoðanum á skemmtistað í svissneska skíðabænum Crans-Montana á nýársnótt. Galeppini er fyrsta fórnarlambið sem hefur verið nafngreint opinberlega en um fjörutíu manns fórust í brunanum.

Erlent
Fréttamynd

Fimm daga þjóðar­sorg lýst yfir í Sviss

Stjórnvöld í Sviss hafa lýst yfir fimm daga þjóðarsorg vegna eldsvoðans á barnum Le Constellation í skíðabænum Crans-Montana, þar sem 40 létu lífið og að minnsta kosti 115 særðust. Unnið er að því að bera kennsl á látnu.

Erlent