Félagsmál

Við lifum í skjóli hvers annars
Með þessum skrifum stíg ég í umræðuna um hið hræðilega hnífstungumál sem gerðist á Menningarnótt 2024 og varð til þess að Bryndís Klara Birgisdóttir missti lífið. Ég votta aðstandendum hennar mína allra dýpstu samúð. Á þessum tímapunkti kýs ég núna að svara kalli og gerast riddari kærleikans eins og faðir hinnar látnu gerði ákall um. Ég er amma gerandans.

Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru
Dagný Hængsdóttir Köhler, amma drengsins sem banaði Bryndísi Klöru Birgisdóttur á menningarnótt í fyrra, segist vilja svara kalli föður Bryndísar Klöru og gerast riddari kærleikans. Dagný kallar eftir því í aðsendri grein að betur sé hugað að börnum sem upplifa áföll. Dóttursonur hennar og dóttir hafi bæði upplifað áföll sem hafi markað líf þeirra og gjörðir. Hún vilji ekki draga úr ábyrgð eða afsaka, heldur stuðla að breytingum.

Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl
Reykur, skaðaminnkandi þjónusta, opnaði í febrúarmánuði. Í Reyk getur fólk sem reykir ópíóíða og örvandi vímuefni fengið skaðaminnkandi þjónustu og stuðning. Reykur er opinn tvö kvöld í viku og fer þjónustan fram í fólksbíl sem er ekið hvert sem þjónustunnar er þörf á höfuðborgarsvæðinu. Fólk á landsbyggðinni getur sótt þjónustuna í gegnum síma.

Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar
Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur beðist velvirðingar á því að hafa ekki svarað erindi frá umboðsmanni Alþingis um réttindagæslu fatlaðs fólks sem ráðuneytinu barst frá umboðsmanni í apríl í fyrra sem aldrei var svarað. Í svari við nýju erindi umboðsmanns kveðst ráðuneytið hafa gripið til ráðstafana til að tryggja að öllum erindum verði svarað innan tilskilins frests. Þá er það mat ráðuneytisins að núverandi fyrirkomulag réttindagæslunnar, sem tók breytingum um áramót, sé fullnægjandi til að tryggja viðhlítandi samfellu í þjónustu við fatlað fólk

Öruggt og viðunandi húsnæði fyrir alla í Hveragerði
Ein af megináherslum meirihluta Okkar Hveragerðis og Framsóknar á kjörtímabilinu er að tryggja fjölbreytt búsetuúrræði í Hveragerði, þar með talið að fjölga félagslegu. Í þessari grein vil ég fara yfir hvernig þróun og staða á félagslegu leiguhúsnæði hefur verið og er í Hveragerði.

„Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“
Karlmaður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað síðasta sumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Heilbrigðisráðherra segir atvikið endurspegla langvinnan vanda kerfisins. Núverandi húsnæði undir geðþjónustu sé barn síns tíma.

Varasjóður VR
Eitt sinn átti ég samtal við konu erlendis sem hafði nýlega þurft að kaupa sér gleraugu í fyrsta sinn og var í áfalli yfir hinum óvænta kostnaði.

Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda
Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks.

Borgið til baka!
Elli og Örorkuþegar þurfa alltaf að borga til baka ef þau fá meiri bætur en þau eiga rétt á það sama hlýtur að gilda um Stjórnmálaflokka.

„Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“
Henry Alexander Henrysson siðfræðingur telur skorta nokkuð uppá að Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra, átti sig til fulls á því hvað felst í hinu nýja (ráðherra)hlutverki. Ársæll Guðmundsson skólastjóri Borgarholtsskóla fagnar afsökunarbeiðni Ingu.

Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra.

Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars
Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við.

Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður
Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil.

„Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“
Úrskurður sem fellir úr gildi heimild fyrir búsetuúrræði fyrir hælisleitendur í JL húsinu er enn annar áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu Reykjavíkurborgar. Þetta segir oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Úrskurðurinn kom forstjóra Vinnumálastofnunar í opna skjöldu.

„Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé
Óvissa ríkir um hvað verður um sérstakt búsetuúrræði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd í JL-húsinu eftir að úrskurðarnefnd felldi úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa um breytingar á deiliskipulagi. Miklir hagsmunir eru í húfi að sögn forstjóra Vinnumálastofnunar en sextíu konur dvelja þegar í húsinu. Formaður velferðarráðs Reykjavíkur gerir ráð fyrir að málið muni nú fara annan hring í kerfinu.

Við þurfum þjóðarstefnu
Öryggi er ein af grunnþörfum fólks. Einn mikilvægur þáttur í öryggiskennd fólks er skjól gegn veðri og vindum. Okkur sem samfélagi ber að tryggja að þeir sem leita aðstoðar og verndar geti fengið húsaskjól.

Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan
Sigurjón Arnórsson og Hreiðar Ingi Eðvarðsson verða aðstoðarmenn Ingu Sæland sem tók nýverið við sem félags- og húsnæðismálaráðherra. Inga leitaði ekki langt eftir aðstoð en báðir hafa starfað náið með henni í Flokki fólksins um nokkurt skeið.

Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir á fyrsta fundi nýrrar ríkisstjórnar hafi ráðherrar farið yfir stefnuyfirlýsingu sína og skipulagt hvernig þau hefja og skipuleggja störf sín í ráðuneytunum. Þau hafi þurft að ræða heilmikið til ríkisstjórnin geti stillt saman strengi sína.

Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn
Það kemur á óvart að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar sé ekki meira afgerandi um aðgerðir í velferðarmálum miðað við þær áherslur sem flokkarnir héldu á lofti fyrir kosningar. Tvö risavaxin mál er hins vegar að finna í sáttmálanum, annars vegar um auðlindir og hins vegar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið.

„Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“
Eftir að hafa afhent Kristrúnu Frostadóttur lyklana að Stjórnarráðinu fyrr í dag afhenti Bjarni Benediktsson einnig Ingu Sæland lyklana að félags- og húsnæðismálaráðuneytinu. Hann hefur stýrt því frá því Guðmundur Ingi Guðbrandsson hætti fyrr á árinu.

„Þetta er bara komið til að vera“
Nemendur með þroskahömlun og annars konar fötlun útskrifuðust úr splunkunýju námi í dag frá ellefu símenntunarmiðstöðvum um allt land. Nemendur sem ræddu við fréttastofu segjast hafa lært mikið og námið hafa verið skemmtilegt. Nokkrir eru þegar búnir að fá atvinnuviðtöl og -tilboð.

Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis
Allir réttindagæslumenn og annað starfsfólk Réttindagæslu fatlaðs fólks missa vinnuna um áramótin þegar störf þeirra verða lögð niður. Hluta starfseminnar á að færa til nýrrar Mannréttindastofnunar sem ekki tekur til starfa fyrr en í vor en þangað til hefur starfsfólk einkafyrirtækis verið fengið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar sem ekki flytjast til sýslumanns. Yfirmaður réttindagæslunnar óttast að rof verði á þjónustu við fatlað fólk á meðan kerfisbreytingarnar ganga í gegn.

Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu
Sigfús Sveinbjörn Svanbergsson og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir fengu Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka sem veitt voru í morgun. Verðlaunin voru bæði veitt fyrir tímamótaverk í íslenskum atvinnuleikhúsum. Verðlaunahafi felldi tár og ljóð var ort í tilefni dagsins.

Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir
Barnabætur verða frá og með næsta ári einnig fyrirframgreiddar á fæðingarári barns í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðherra sem tekur gildi 1. janúar 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins.

Skaðaminnkun bjargar mannslífum
Lyfjatengd andlát hafa verið mikið í umræðunni síðustu daga. Á síðasta ári voru þau alls 56, þar af 34 þar sem ópíóðar komu við sögu. Þessar tölur endurspegla ekki óbein dauðsföll tengd fíknivanda, svo sem vegna sýkinga eða sjálfsvíga án lyfjanotkunar, og má því gera ráð fyrir að heildartalan sé hærri.

Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði
Meðferðarheimilið Lækjarbakki hefur fengið nýtt húsnæði í Miðgarði í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Það mun hefja þar starfsemi á nýjan leik að loknum nauðsynlegum framkvæmdum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar
Ragnar Erling Hermannsson skorar á fólk að prófa að dvelja á kaffistofu Samhjálpar í heilan dag. Hann kallar eftir því að heimilislausu fólki verði úthlutað íbúðum hjá Félagsbústöðum. Sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir reynt að gæta að mannúð í samskiptum við heimilislaust fólk.

Velferð fanga kemur okkur öllum við
Rauði krossinn á Íslandi hefur rekið verkefnið Aðstoð eftir afplánun síðan 2018, að norskri og danskri fyrirmynd. Verkefnið er afar mikilvægt framtak þar sem hættan á endurkomu í fangelsi er hæst fyrsta árið eftir lausn og því er nauðsynlegt að styðja við einstaklinga sem vilja ekki falla í sama farið.

„Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“
Katrín Ingvadóttir, móðir Geirs Arnar Jacobsen sem lést þann 19. október í eldsvoða á Stuðlum, segir andlát hans á ábyrgð ráðamanna landsins. Geir hefði orðið átján ára og þar með lögráða.

Tekst hægrinu að rústa velferðarkerfunum í þetta sinn?
Íslenskir fjölmiðlar eru yfirleitt alltof kurteisir við stjórnmálamenn í viðtölum, láta þá komast upp með að tala bara um það sem þeim sjálfum þykir þægilegast að tala um, og áður en varir er tíminn búinn og maður situr eftir engu nær um raunverulega afstöðu þeirra til mála sem upphaflega var lagt upp með.