Lögreglumál

Fréttamynd

Nýbúið að lagfæra veginn þar sem rútan valt

Vegurinn þar sem slysið varð í gærkvöldi, liggur í gegnum þjóðgarðinn. Hann var endurbættur nýverið á um átta kílómetra kafla til austurs, frá þjónustumiðstöðinni. Vegurinn var opnaður aftur fyrir umferð um miðjan september í fyrra.

Innlent
Fréttamynd

Nafn mannsins sem leitað er á Snæfellesnesi

Leit að Andris Kalvans, Lettanum sem týndur hefur verið frá því á mánudag verður haldið áfram í dag. Hann er vanur fjallgöngumaður en leitarmenn hafa litlar sem engar vísbendingar um ferðir hans.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kom upp í bílum eftir árekstur í Grafarvogi

Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins voru dælubíll og tveir sjúkrabílar sendir á vettvang en ekki var talin ástæða til þess að flytja neinn á slysadeild. Korpúlfsstaðavegi hefur verið lokað á meðan viðbragðsaðilar vinna á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum.

Innlent
Fréttamynd

Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins

"Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild.

Innlent