Lögreglumál

Fréttamynd

Skammaður af nefndinni og kærður til lög­reglu

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur áminnt Ómar R. Valdimarsson fyrir margvísleg brot á siðareglum lögmanna í tengslum við mál ungs pars sem leitaði til hans til innheimtu flugbóta. Eitt brotið snýr að birtingu persónuupplýsinga um parið á Facebook. Parið hefur kært Ómar til lögreglu vegna birtingarinnar. Ómar mun leita til dómstóla til að fá úrskurðinum hnekkt.

Innlent
Fréttamynd

Mann­laus bif­reið á miðjum vegi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð út vegna líkamsárásar, sem reyndist minniháttar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki á­kærður fyrir mann­dráp í Kiðja­bergi

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp.

Innlent
Fréttamynd

Fram­lengja gæslu­varð­hald vegna á­rásar á Vopna­firði

Búið er að framlengja gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um alvarlega líkamsárás gegn fyrrverandi sambýliskonu sinni þar til 10. janúar á næsta ári. Það staðfestir Karl Ingi Vilbergsson varahéraðssaksóknari. Maðurinn hefur verið í varðhaldi frá því í október þegar hann var handtekinn. 

Innlent
Fréttamynd

Grétar Snær höfuðkúpu­brotnaði í Taí­landi

Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Innlent
Fréttamynd

„Já­kvæðari“ öskur en óttast var í fyrstu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti útkalli í gærkvöldi eða nótt þegar tilkynnt var um öskur konu koma frá íbúð. Reyndust öskrin vera „á heldur jákvæðari nótum en óttast var í fyrstu“ segir í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar án þess að það sé útskýrt nánar.

Innlent
Fréttamynd

Óttaðist um líf sitt

Kona sem lýsir heimilisofbeldi af hálfu manns, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, segir réttarkerfið og lögreglu hafa brugðist í baráttu við manninn. Til marks um það er höfnun á nálgunarbanni gagnvart honum, nokkrum klukkustundum áður en hann veittist að henni á lífshættulegan hátt. Hann losnar úr gæsluvarðhaldi eftir tvo sólarhringa. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er búið að valda fólkinu í hverfinu mikilli sorg“

„Út með illsku og hatur inn með gleði og frið,” segir í texta Magnúsar Eiríkssonar við jólasmellinn Gleði og friðarjól. Það sem veitir einum gleði er þó ekki alltaf til þess fallið að skapa friðarjól. Þannig eru nágrannaerjur vegna jólaskrauts fastur liður á aðventunni að sögn formanns Húseigendafélagsins. Íbúi í Laugardal sem er hætt að skreyta vegna deilna við nágranna segir það huggun harmi gegn að nú fái skrautið notið sín á öðrum heimilum.

Innlent
Fréttamynd

Kastaði hundi í lög­reglu­mann

Ágreiningur milli mæðra fór svo að önnur kastaði litlum hundi sem hún hélt á í bringu lögreglumanns. Konan var töluvert ölvuð og var að lokum handtekin. Hundurinn reyndist ómeiddur eftir kastið.

Innlent
Fréttamynd

Hætta rann­sókn á kæru þriggja starfs­manna MAST um meinta mútu­þægni

Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru þriggja starfsmanna MAST vegna aðdróttana um mútuþægni í aðsendri grein á Vísi í sumar. Lögregla segir ólíklegt að málið hefði endað með refsiákvörðun vegna þess að enginn var nafngreindur í greininni. Opinberir starfsmenn þurfi að fara aðrar leiðir en dómsmeðferð við slíkar aðstæður.

Innlent
Fréttamynd

Á­kveða á mánu­dag hvort faðirinn verði á­kærður

Á mánudag mun Sigurður Fannar Þórsson, sem grunaður er um að hafa banað tíu ára dóttur sinni þann 15. september, hafa setið í gæsluvarðhaldi í tólf vikur. Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun á mánudag hvort hann verði ákærður.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tóku tvo vopnaða menn

Tveir menn voru handteknir í umdæmi lögreglustöðvar 3 á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þeir reyndust bæði vopnaðir og grunaðir um vörslu fíkniefna.

Innlent