Lögreglumál Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Innlent 22.12.2023 14:40 Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgos á Reykjanesskaga. Innlent 22.12.2023 14:25 Héraðssaksóknari vill ná tali af manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. Innlent 22.12.2023 13:35 Fimm útköll vegna líkamsárása og slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og bárust meðal annars fimm tilkynningar vegna líkamsárása og slagsmála. Innlent 22.12.2023 06:39 Vilja ná tali af manni sem ók á barn á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi vill komast í samband við ökumann bifreiðar sem ók utan í barn á Selfossi í morgun. Innlent 20.12.2023 15:02 Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. Innlent 20.12.2023 10:59 Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. Innlent 20.12.2023 10:16 Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. Innlent 20.12.2023 07:08 Tveir ökumenn stöðvaðir með börn í óöruggum aðstæðum Tveir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni í gærkvöldi þar sem í ljós kom að börn voru í bifreiðunum við óöruggar aðstæður. Þá var tilkynnt um líkamsárás þar sem starfsmaður verslunar var sakaður um að hafa slegið viðskiptavin. Innlent 20.12.2023 06:45 Sinna vaktinni allan sólarhringinn Vettvangsstjórn á hættusvæðinu sinnir eftirliti með gossvæðinu allan sólarhringinn auk aðgerðarstjórnar. Varðstjóri segir stöðuna sífellt endurmetna. Innlent 19.12.2023 20:59 Lögreglan á Akureyri leitar manns með heilabilun Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir manni um sjötugt, sem þjáist af heilabilun. Maðurinn er talinn hafa farið fótgangandi úr húsi á Suðurbrekkunni á Akureyri síðdegis en hann á heima í Giljahverfi. Innlent 19.12.2023 18:13 Ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa Hjálmar Hallgrímsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ágætt að byrjað sé að gjósa, það sé ákveðinn léttir. Svæðið sé vel vaktað og „allir á tánum.“ Innlent 19.12.2023 02:03 Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara neyðarstig almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi sem hófst á ellefta tímanum í kvöld. Innlent 18.12.2023 23:11 Yfirbuguð af sérsveit eftir árangurslausar samningaviðræður Lögregla og sérsveit voru kallaðar út að húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag vegna konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Eftir árangurslausar samningaviðræður var konan yfirbuguð og flutt á slysadeild til aðhlynningar. Innlent 18.12.2023 18:51 Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. Innlent 18.12.2023 16:20 Stúlkan er fundin Stúlkan sem lýst var eftir í gær er fundin heil á húfi. Innlent 18.12.2023 14:21 Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56 Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55 Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. Innlent 18.12.2023 09:48 Lögreglan lýsir eftir Maju Wiktoriu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 17.12.2023 17:10 Hringt á lögreglu vegna starfsmanna veitingastaðar Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn. Innlent 17.12.2023 07:41 Handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis Erlendur aðili var handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis í Breiðholti í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 16.12.2023 18:39 Sparkaði í og kýldi lögregluþjón Farþegi leigubíls sparkaði í og kýldi lögregluþjón eftir að hafa neitað að greiða fyrir farið í nótt. Innlent 16.12.2023 09:07 Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. Innlent 15.12.2023 16:44 Fjórtán vændisbrot til rannsóknar á árinu Fjórtán vændisbrot hafa komið inn á borð lögreglu til rannsóknar á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns VG. Innlent 15.12.2023 07:26 Tveir handteknir vegna innbrots í Garðabæ Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo vegna innbrots sem framið var í Garðabæ. Þeir hafa báðir verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Innlent 15.12.2023 06:10 Bökkuðu bíl inn í Nova og stálu símum Innbrot var framið í verslun Nova í Lágmúla í Reykjavík í nótt. Bíl var bakkað inn í verslunina áður en innbrotsþjófarnir létu greipar sópa. Innlent 14.12.2023 10:07 Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Innlent 14.12.2023 09:38 Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Innlent 14.12.2023 08:52 Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16 « ‹ 47 48 49 50 51 52 53 54 55 … 278 ›
Lögregla hafi farið langt yfir eðlileg mörk með handtöku lögmanns Lögmenn á Landi lögmönnum, lögmannsstofu sem þrír lögreglumenn mættu á í gær og handtóku einn lögmann, segja engan vafa leika í huga þeirra á því að lögreglan hafi með aðgerðum sínum farið langt yfir eðlileg og málefnaleg mörk og hugsanlega gerst brotleg við lög. Innlent 22.12.2023 14:40
Almannavarnastig lækkað niður á hættustig Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum, hefur ákveðið að færa almannavarnastig af neyðarstigi niður á hættustig vegna eldgos á Reykjanesskaga. Innlent 22.12.2023 14:25
Héraðssaksóknari vill ná tali af manni Héraðssaksóknari óskar eftir að ná tali af aðila á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. Innlent 22.12.2023 13:35
Fimm útköll vegna líkamsárása og slagsmála Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti nokkuð fjölbreyttum verkefnum í gærkvöldi og nótt og bárust meðal annars fimm tilkynningar vegna líkamsárása og slagsmála. Innlent 22.12.2023 06:39
Vilja ná tali af manni sem ók á barn á Selfossi Lögreglan á Suðurlandi vill komast í samband við ökumann bifreiðar sem ók utan í barn á Selfossi í morgun. Innlent 20.12.2023 15:02
Öll umferð bönnuð í Grindavík Eftir fund aðgerðastjórnar og vettvangsstjórnar nú í morgun hefur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að banna alla umferð og viðveru í Grindavíkurbæ á meðan nýtt hættumatskort er í gildi. Innlent 20.12.2023 10:59
Tveggja daga líkamsmeiðingar til á upptöku Landsréttur staðfesti í gær úrskurð héraðsdóms þess efnis að Dagbjörtu Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri sem ákærð hefur verið fyrir manndráp í Bátavogi, verði gert að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhald yfir henni rennur nú út þann 11. janúar á næsta ári. Innlent 20.12.2023 10:16
Breytt landslag og viðbragðsaðilar komnir að þolmörkum Aðgerðastjórn og vettvangsstjórn munu funda klukkan 9, að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hann segir ekki fyrirsjáanlegt að opnað verði fyrir aðgengi að gosstöðvunum. Innlent 20.12.2023 07:08
Tveir ökumenn stöðvaðir með börn í óöruggum aðstæðum Tveir ökumenn voru stöðvaðir í umferðinni í gærkvöldi þar sem í ljós kom að börn voru í bifreiðunum við óöruggar aðstæður. Þá var tilkynnt um líkamsárás þar sem starfsmaður verslunar var sakaður um að hafa slegið viðskiptavin. Innlent 20.12.2023 06:45
Sinna vaktinni allan sólarhringinn Vettvangsstjórn á hættusvæðinu sinnir eftirliti með gossvæðinu allan sólarhringinn auk aðgerðarstjórnar. Varðstjóri segir stöðuna sífellt endurmetna. Innlent 19.12.2023 20:59
Lögreglan á Akureyri leitar manns með heilabilun Lögreglan á Akureyri hefur lýst eftir manni um sjötugt, sem þjáist af heilabilun. Maðurinn er talinn hafa farið fótgangandi úr húsi á Suðurbrekkunni á Akureyri síðdegis en hann á heima í Giljahverfi. Innlent 19.12.2023 18:13
Ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa Hjálmar Hallgrímsson hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir ágætt að byrjað sé að gjósa, það sé ákveðinn léttir. Svæðið sé vel vaktað og „allir á tánum.“ Innlent 19.12.2023 02:03
Neyðarstigi almannavarna lýst yfir Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að fara neyðarstig almannavarna vegna eldgos á Reykjanesi sem hófst á ellefta tímanum í kvöld. Innlent 18.12.2023 23:11
Yfirbuguð af sérsveit eftir árangurslausar samningaviðræður Lögregla og sérsveit voru kallaðar út að húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag vegna konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Eftir árangurslausar samningaviðræður var konan yfirbuguð og flutt á slysadeild til aðhlynningar. Innlent 18.12.2023 18:51
Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. Innlent 18.12.2023 16:20
Telur líklegt að Grindvíkingar geti haldið jól í bænum Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir að miðað við stöðuna undanfarið sé ekki ólíklegt að íbúar Grindavíkur geti haldið jól í bænum. Það verði þó að bíða eftir næsta hættumati Veðurstofunnar á miðvikudag. Innlent 18.12.2023 11:56
Sagður eyðileggja fyrir Grindvíkingum með hegðun sinni Veitingamanni í Grindavík var hótað handtöku í gærkvöldi þegar hann ætlaði að gista í bænum í nótt. Lögreglukona sagði hann eyðileggja fyrir öðrum Grindvíkingum með hegðun sinni. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir mögulegt að Grindvíkingar fái að fara heim fyrir jól. Innlent 18.12.2023 10:55
Eldar í ósamþykktu íbúðarhúsnæði og álag á rannsóknardeildinni Hver eldurinn kviknaði á fætur öðrum í ósamþykktu íbúðarhúsnæði, sem leiddi til þess að fleiri en einn týndi lífi. Svo margir voru drepnir á árinu að miðlæg rannsóknardeild lögreglu hafði í sumar þrjú manndrápsmál til rannsóknar í einu. Hér verður farið yfir helstu verkefni viðbragðsaðila á árinu, sem er að líða. Innlent 18.12.2023 09:48
Lögreglan lýsir eftir Maju Wiktoriu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maju Wiktoriu. Maja er 14 ára gömul. Þeir sem vita um ferðir Maju eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Innlent 17.12.2023 17:10
Hringt á lögreglu vegna starfsmanna veitingastaðar Í gærkvöldi barst Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um yfirstandandi innbrot á veitingastaði í miðborginni. Þegar lögreglu bar að garði kom í ljós að um misskilning var að ræða, þar voru starfsmenn veitingastaðarins að þrífa staðinn. Innlent 17.12.2023 07:41
Handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis Erlendur aðili var handtekinn vegna dvalar án dvalarleyfis í Breiðholti í dag. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Innlent 16.12.2023 18:39
Sparkaði í og kýldi lögregluþjón Farþegi leigubíls sparkaði í og kýldi lögregluþjón eftir að hafa neitað að greiða fyrir farið í nótt. Innlent 16.12.2023 09:07
Dagbjört ákærð fyrir manndráp í Bátavogi Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Dagbjörtu Rúnarsdóttur, 42 ára gamalli konu, fyrir manndráp í Bátavogi í Reykjavík þann 23. september síðastliðinn. Innlent 15.12.2023 16:44
Fjórtán vændisbrot til rannsóknar á árinu Fjórtán vændisbrot hafa komið inn á borð lögreglu til rannsóknar á árinu sem er að líða. Þetta kemur fram í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurn Brynhildar Björnsdóttur, varaþingmanns VG. Innlent 15.12.2023 07:26
Tveir handteknir vegna innbrots í Garðabæ Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið tvo vegna innbrots sem framið var í Garðabæ. Þeir hafa báðir verið vistaðir í fangaklefa vegna rannsóknar málsins. Innlent 15.12.2023 06:10
Bökkuðu bíl inn í Nova og stálu símum Innbrot var framið í verslun Nova í Lágmúla í Reykjavík í nótt. Bíl var bakkað inn í verslunina áður en innbrotsþjófarnir létu greipar sópa. Innlent 14.12.2023 10:07
Banaslys á Vesturlandsvegi Einn lést í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi til mót við Skipanes á fjórða tímanum í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Vesturlandi. Innlent 14.12.2023 09:38
Glimmermálið komið á borð héraðssaksóknara Atvik þar sem rauðu glimmeri var hellt yfir Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra í síðustu viku, er komið á borð héraðssaksóknara. Brot af þessu tagi varðar allt að sex ára fangelsisvist. Innlent 14.12.2023 08:52
Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16