Innlent

Krist­rún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Áralöng hefð er fyrir því að forsætisráðherra mæti seinn í Kryddsíld vegna upptaka á nýársávarpi í Ríkisútvarpinu. Kristrún hefur brotið þá hefð.
Áralöng hefð er fyrir því að forsætisráðherra mæti seinn í Kryddsíld vegna upptaka á nýársávarpi í Ríkisútvarpinu. Kristrún hefur brotið þá hefð. Hulda Margrét

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra braut þá áralöngu hefð að forsætisráðherra mæti seinn í Kryddsíldina vegna upptöku á áramótaávarpi hjá Ríkisútvarpinu, í Kryddsíld ársins. Fyrrverandi forsætisráðherra skilur ekki hvernig henni tókst þetta. 

„Ég held að Sundabrautin verði ekki komin af stað þegar þessi ríkisstjórn fer frá. En hún mun örugglega ná einhverjum árangri á einhverjum sviðum. 

En ég held að stærsta árangrinum hafi þegar verið náð. Eins og kom fram hérna áðan, og ég skil ekki hvernig þetta var hægt, að Kristrúnu hafi tekist að taka upp áramótaávarpið daginn áður!,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins í Kryddsíld. 

Kristrún svarar honum um hæl og segir þetta lofa góðu. 

„Þegar forsætisráðherrar eru búnir að reyna þetta áratugum saman,“ bætir Sigmundur við. 

Hægt er að horfa á Kryddsíldina í beinni útsendingu hér að neðan. 

Kryddsíldina í heild sinni má berja augum í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×