
Samgöngur

Ég panta að græða á PPP
Vorið 1997 var ég staddur á breskum pöbbi í Singapúr þar sem ég var búsettur. Við vorum að fagna, skálað var í kampavíni til að halda uppá stórsigur Tony Blair og breska Verkamannaflokksins í kosningunum í Bretlandi. Við vorum að fagna hruni thatcherismans, eða það héldum við. Little did we know eins og þeir segja á ensku.

Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall
„Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú.

Gæsavatnaleið lokað og Sprengisandsleið ófær
Gæsavatnaleið norðan Tungnafellsjökuls hefur verið lokað vegna mikilla vatnavaxta. Þá segir einnig í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra að Sprengisandsleið sé sögð ófær vegna vatnavaxta í Hagakvísl, skammt norðan Nýjadals.

Varað við vatnavöxtum á Sprengisandsleið
Lögreglan á Norðurlandi eystra vekur sérstaka athygli á miklum vatnavöxtum í ám á Sprengisandsleið og Gæsavatnaleið norðan Tungafellsjökuls.

Millilandaflug fer úr skorðum
Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug.

Ferðin yfir nýja Ölfusárbrú mun kosta 400 til 700 krónur
Framkvæmdir við nýja brú yfir Ölfusá verða boðnar út fyrir áramót og hefjast á fyrri hluta næsta árs. Þetta segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls
Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls.

Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra
Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn.

Þjóðvegarykið að hverfa af norðausturhringnum
Íbúar norðausturhornsins fagna um þessar mundir stórum áfanga í lagningu bundins slitlags um Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Núna vantar malbik á aðeins sex kílómetra bút til að klára norðausturhringinn.

Ölfusárbrú lokuð í kvöld og nótt vegna malbikunar
Ölfusárbrú verður lokuð í kvöld og í nótt þegar stefnt er að því að malbika veginn yfir brúna.

Hjól og hundar
Á ferðum mínum í sumar, bæði til vinnu sem og í fríum, tók ég eftir jákvæðum breytingum sem snúa að útivist hjá landanum. Í fyrsta lagi var allt löðrandi af hjólreiðamönnum um víðan völl og nánast annar hver bíll var með hjól á þaki eða hangandi aftan á bílnum.

Fjórum sinnum dýrara fyrir miðbæjarbúa að leggja bíl við heimili sitt
Tæplega fjórum sinnum dýrara verður fyrir íbúa miðbæjarins að leggja bíl í grennd við heimili sín en áður, eftir að gjöld hækka fyrir íbúakort. Íbúar eru ekki á eitt sáttir við hækkunina.

Mælaborðið logar
Þegar ég fékk hið langþráða bílpróf fyrir 20 árum, voru bifreiðar með kveikjuhamar og innsogi. Engin bílbelti voru í aftursætum en þar voru auðvitað öskubakkar.

Engar samgöngur eftir áratug?
Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem kom út í dag, er afdráttarlaus. Hún sýnir á skarpari hátt en áður í hvílíkt óefni stefnir ef ekki verður gripið í tauma ótemjunnar, sem er losun gróðurhúsalofttegunda. Enn er þó von, því lausnir eru til. En þeim þarf að beita.

Hvalfjarðargöng verða lokuð til tíu í dag
Hvalfjarðargöng opna ekki fyrr en klukkan 10:00 í dag en ekki klukkan 07:00 líkt og stóð til upphaflega.

Blöskraði hegðun ökumanna við Múlagöng
Slökkviliðsstjórinn í Dalvíkurbyggð biðlar til ökumanna að virða það þegar lokunarslá lokar fyrir umferð um Múlagöngin á milli Eyjafjarðar og Ólafsfjarðar.


Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls
Loka þurfti Hvalfjarðargöngum á þriðja tímanum vegna bilaðs bíls í göngunum. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þó nokkur bílaröð er eftir Vesturlandsvegi að göngunum bæði norðan og sunnan megin.

Ótrúleg breyting að hægt verði að aka börnum örugga vegi í skólann
Sveitastjóri Reykhólahrepps fagnar nýundirrituðum samningi Vegagerðarinnar við landeigendur Grafar í Þorskafirði sem gefur vegagerð um Gufudalssveit grænt ljós. Bættar samgöngur muni breyta öllu fyrir íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum.

Örtröð á Keflavíkurflugvelli í morgun
Fullt var út úr dyrum og gott betur en það á Keflavíkurflugvelli í morgun. Sextán flugvélar hófu sig á loft fyrir klukkan níu í morgun og 34 vélar til viðbótar fljúga utan síðar í dag.

Sögunni endalausu um Teigsskóg virðist lokið með sögulegum samningi
Það vakti athygli margra síðdegis í gær að á meðan löngum ríkisstjórnarfundi um minnisblað sóttvarnalæknis stóð greindi samgönguráðherra frá langþráðum áfanga í vegagerð hér á landi. Vegalagning um Gufudalssveit væri fram undan en deilur um svæðið og nýjan veg þar um hafa staðið í tvo áratugi. Sagan endalausa virðist ætla að enda eftir allt saman.

Samgöngufélagið hvetur til þverunar Vatnsfjarðar
Átök gætu verið í uppsiglingu um þverun Vatnsfjarðar í Barðastrandarsýslu. Könnun sem áhugafélag um samgöngur lét gera sýnir verulegan stuðning við þverun. Undirstofnanir umhverfisráðuneytis, sem og sveitarfélagið Vesturbyggð, leggjast hins vegar gegn hugmyndinni.

Rúmlega fimm hundruð biðstöðvar Strætó fá ný nöfn
Nöfnum á rúmlega 500 biðstöðvum Strætó verður breytt í næsta mánuði. Leitast hefur verið við að nýju nöfnin séu eins lýsandi og hægt er fyrir staðsetningu viðkomandi stöðva og hægt er.

Ökumenn bifreiða kunna að vera ábyrgir fyrir tjóni af völdum rafskúta
Ökumenn bifreiða geta þurft að bera ábyrgð á tjóni sem þeir verða fyrir af völdum rafskúta. Þetta kann þó að vera mörgum óskiljanlegt, þar sem rafskútur eru ekki leyfðar á götum. Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS ræddi þessi mál í Reykjavík síðdegis í dag.

Verktakar börðust hart um að fá að breikka Lögbergsbrekku
Vegagerðinni bárust fjögur tilboð í tvöföldun Suðurlandsvegar á 3,3 kílómetra kafla um Lögbergsbrekku í útjaðri Reykjavíkur en tilboð voru opnuð í dag. Þrjú þeirra reyndust undir 937 milljóna króna kostnaðaráætlun. Það lægsta kom frá Jarðvali sf. í Kópavogi, upp á 791 milljón króna, sem var 84,5 prósent af áætluðum verktakakostnaði.

Dæmi um að fólk sé svipt ökuréttindum vegna notkunar ADHD lyfja
Dæmi eru um að einstaklingar, sem nota lyf við ADHD, hafi verið ranglega sakaðir um fíkniefnamisnotkun og sviptir ökuréttindum. Formaður ADHD samtakanna segir fordóma ríkjandi í samfélaginu og kallar eftir fræðslu.

Tveir loddarar lofa vegi
Ein fyndnasta uppákoma ársins varð nú í vikunni þegar borgarstjóri og samgönguráðherra skrifuðu undir ,,viljayfirlýsingu“ um byggingu Sundabrautar. Í ljós kom á fundinum að þeir eru ekki sammála um hvort brautin skuli lögð í göng eða um brú.

Fjórir verktakar sóttu um að brúa Hornafjörð með einkafjármögnun
Fjórir aðilar skiluðu inn umsókn til Vegagerðarinnar um þátttöku í innkaupaferli vegna nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót en frestur rann út í gær. Þetta er fyrsta útboðið frá því sérstök lög voru samþykkt í fyrra sem heimila ríkinu að semja við einkaaðila um fjármögnun samgönguframkvæmda.

Yfirlýsing um Sundabraut: „Má segja að framkvæmdin sé hafin þótt engin sjáist grafan“
Framkvæmdir við Sundabraut eiga að hefjast eftir fimm ár og brautin að vera tilbúin eftir tíu ár, samkvæmt yfirlýsingu sem samgönguráðherra og borgarstjóri undirrituðu á Vogabakka í Sundahöfn síðdegis. Leggja á brautina alla leið í einni samfelldri framkvæmd og efna til alþjóðlegrar hönnunarsamkeppni um útlit Sundabrúar, verði hún fyrir valinu.

Segja Vestfirði ekki þola frekari tafir á vegagerð
„Vegakerfið á Vestfjörðum þolir einfaldlega ekki frekari tafir á samþykktum vegaframkvæmdum,“ segir í ályktun frá Vestfjarðastofu og sveitarfélögum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum vegna frétta af frestun útboðs á Dynjandisheiði.