
Efnahagsmál
Styttist í að ræða þurfi beina styrki við fyrirtæki að mati Bjarna
Fjármálaráðherra segir að það styttist í að skoða verði beinan fjárstuðning ríkissjóðs við fyrirtæki í landinu ef þau eigi ekki að leggja upp laupana. Hann telji ólíklegt að öll brúarlán bankanna til fyrirtækja með ríkisábyrgð muni innheimtast. Krísan verði lengri en menn voru að vona.

Af hverju?
Ráðherrar hafa ítrekað sagt að þeir vilji frekar gera meira en minna í þessu ástandi. Þeir hafa einnig sagt að nú skiptir máli að við stöndum saman og vinnum saman.

Saka Drífu og félaga um að skella hurðinni á nef atvinnurekenda
Samtök atvinnulífsins eru vonsvikin með það sem þau telja óbilgirni verkalýðshreyfingarinnar, nú þegar þrengir að í íslensku efnahagslífi.

Sveitarfélögin boða mikilvægar veiruaðgerðir fyrir fasteignaeigendur
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu leggja fram tillögu í bæjarráðum nú í vikunni, um frestun fasteignaskatta og fasteignagjalda á eigendur íbúða- og atvinnuhúsnæðis til að milda höggið á efnahagslífið af völdum kórónuveirunnar.

Aðgerðapakki ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar samþykktur
Alþingi samþykkti í kvöld aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldsins. Aðgerðirnar sem samþykktar voru hljóða upp á tæplega 26 milljarða króna.

Aðgerðapakki upp á tæpa 26 milljarða afgreiddur í kvöld
Alþingi hyggst afgreiða sex mál sem tengjast aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirufaraldursins í kvöld.

Grunur um að fyrirtæki misnoti ríkisaðstoð vegna faraldursins
Eflingu og ASÍ hafa borist ábendingar um að fyrirtæki láti starfsfólk á hlutabótum vegna skerts starfshlutfalls vinna fullt starf. Þannig færi fyrirtækin launakostnað yfir á ríkið án þess að verða af vinnu starfsmanna sinna.

Stefnt að afgreiðslu sex aðgerðamála á Alþingi í dag
Alþingi kom saman í morgun til að ræða sex stjórnarmál um auknar aðgerðir í efnahagsmálum vegna áhrifa kórónuveirunnar og er stefnt að því að ljúka öllum umræðum og samþykkt laga í dag. Þeirra á meðal er fjárfestingarátak til að auka atvinnu á þessu ári.

Ríkið hyggst greiða Icelandair til að tryggja samgöngur
Íslensk stjórnvöld hyggjast greiða upp tap Icelandair sem hlýst af því að halda flugi gangandi tvo daga í viku til Evrópu og Bandaríkjanna.

Bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur
Fyrirtæki sem munu njóta skjóls frá skattgreiðendum verður bannað að greiða út arð á meðan ríkisábyrgðar nýtur. Um er að ræða tillögu frá efnahags- og viðskiptanefnd en formaður hennar segir um sanngirnismál að ræða.

Áhersla lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir í aðgerðum stjórnvalda
Ef þingsályktun fjármálaráðherra um 15 milljarða aukningu í framkvæmdir á þessu ári nær fram að ganga verður heildar framkvæmdafé þessa árs um 90 milljarðar króna. Hann segir erfitt að finna leiðir til að eyða meiru það sem eftir lifir árs en þrýst er á það frá stjórnarandstöðuflokkum sem styðja þó allir tillöguna.

Mælt fyrir fimmtán milljarða framkvæmdum í dag
Í þingsályktunartillögu fjármálaráðherra sem rædd verður á Alþingi í dag er gert ráð fyrir fimmtán milljörðum til framkvæmda á þessu ári til vinna gegn auknu atvinnuleysi. Rúmlega sex milljarðar fara til samgönguverkefna auk milljarða sem fara í nýbyggingar og uppbyggingu innviða víða um land.

Seðlabankastjóri segir engin rök fyrir þaki á verðtryggingu
Seðlabankastjóri telur engin efni til að setja þak á verðtrygginguna vegna óvissu í efnahagsmálum. Heimilin og fyrirtækinnjóti mikilla vaxtalækkana og engin teikn á lofti um aukna verðbólgu.

Reiknað með allt að sjö prósenta atvinnuleysi á þessu ári
Horfur eru á að atvinnuleysi aukist mikið á næstu vikum og mánuðum og einkaneysla dragist mikið saman. Þá verði hagvöxtur neikvæður í fyrsta skipti í mörg ár.

Seðlabankinn bakkar ríkissjóð upp til að tryggja hag fyrirtækja og heimila
Seðlabankinn ætlar að kaupa ríkisskuldabréf fyrir allt að 150 milljarða á þessu ári til að tryggja greiðslugetu ríkissjóðs. Þetta er í fyrsta skipti sem bankinn kaupir ríkisskuldabréf og er aðgerðinni ætlað að byggja undir stefnu bankans í vaxtamálum þannig að heimili og fyrirtæki hafi til lengri tíma aðgang að lágum vaxtakjörum.

Fjórir af hverjum fimm hafa áhyggjur af efnahagnum
79 prósent þeirra tæplega 1100 landsmanna eldri en átján ára sem tóku þátt í nýlegri könnun MMR segjast hafa frekar miklar eða mjög miklar áhyggjur af áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar á íslenskan efnahag.


Telur afar hæpið að þingmenn vilji lækka laun sín og embættismanna vegna kreppunnar
Jón Þór Ólafsson þingmaður telur lykilatriði að stjórnmálamenn deili kjörum með þjóðinni.

Segir stjórnvöld alls ekki vera að varpa ábyrgðinni yfir á þríeykið
Faraldur kórónuveiru hefur reynst töluvert meira högg en stjórnvöld sáu fram á í fyrstu, að sögn Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar-, og nýsköpunarráðherra.

Upp brekkuna
Það er óhætt að segja að heimurinn hefur breyst á ógnarhraða, en það eru ekki nema þrjár vikur frá því að fyrsta Covid – 19 smitið kom upp hér á landi. Nú eru flugsamgöngur víða um heim nærri því að leggjast af og djúp efnahagskreppa blasir við heimsbyggðinni vegna þessa faraldur.

Fjármálaráðherra hefur ekki áhyggjur af verðbólguskoti
Bjarni Benediktsson segist ekki búast við verðbólguskoti miðað við viðbrögð markaðarins. Enda séu vextir á verðtryggðum lánum komnir niður í núll.

Segja margt gott í aðgerðunum en vilja jafnvel ganga lengra
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar fengu kynningu á efnahagsaðgerðunum ríkisstjórnarinnar vegna faralds kórónuveiru í gær. Þeir segja margt gott þar að finna en kalla eftir auknu samráði á næstu stigum, nánari skýringum og meiri áherslu á þá sem standa höllum fæti.

Ferðaþjónustan fagnar björgunarhring ríkisstjórnarinnar
Jóhannes Þór hjá SAF segir þetta afgerandi efnahagslegar aðgerðir.

Ríkisstjórnin boðar aðgerðir upp á 230 milljarða
Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðapakka til þess að bregðast við áhrifum kórónuveirunnar á íslenskt efnahagslíf.

Svona var kynningarfundur ríkisstjórnarinnar um aðgerðir vegna faraldurs kórónuveiru
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynntu aðgerðarpakka stjórnvalda.

Kynna fjölþættar aðgerðir stjórnvalda í Hörpu á morgun
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, boða til blaðamannafundar í Hörpu á morgun klukkan 13.

Beðið eftir útreikningum á kostnaði við atvinnufrumvarp
Velferðarnefnd bíður eftir útreikningum frá stjórnvöldum varðandi frumvarp um atvinnuleysisbætur til þeirra sem fara í hlutastörf vegna samdráttar í atvinnulífinu í tengslum við útbreiðslu Covid-19 veirunnar.

Markmiðið að tryggja afkomu fólks á óvissutímum
„Það er auðvitað verið að horfa til ýmissa þeirra athugasemda sem hafa komið fram, til dæmis varðandi starfshlutfall og annað slíkt og þetta þarf auðvitað allt að kostnaðarmeta og setja í samhengi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, en þingfundi sem átti að vera á morgun var frestað til föstudags til að endurmeta frumvarp um atvinnuleysisbætur.

Tvöföldun Hvalfjarðarganga og Sundabraut meðal verkefna sem boðuð eru í frumvarpi Sigurðar Inga
Áætlað er sex svokölluð samvinnuverkefni í vegagerð geti skapað allt að fjögur þúsund ársverk.

Seðlabankinn losar um 60 milljarða í viðskiptabönkunum
Seðlabankinn dældi 60 milljörðum inn í bankakerfið í dag með afnámi sveiflujöfnunarauka viðskiptabankanna. Skilaboðin til þeirra um halda áfram útlánum til fyrirtækja og heimila eru skýr og að bankarnir greiði eigendum sínum engan arð á þessu ári.