Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2025 14:13 Sanna Magdalena Mörtudóttir var í liði með Gunnari Smára Egilssyni sem varð undir á hitafundi sósíalista í vor. Síðan þá hefur hún sagt sig úr trúnaðarstörfum fyrir flokkinn en setið áfram sem borgarfulltrúi hans í meirihlutanum í borgarstjórn. Vísir/Anton Brink Svæðisfélag Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi hefur lýst yfir vantrausti á Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, borgarfulltrúa flokksins, vegna meintrar óvirðingar hennar við flokkinn. Hún vinni að því með fyrri stjórn að stofna nýjan flokk með ríkisstyrk Sósíalistaflokksins. Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira
Vísað er til hegðunar Sönnu frá kjöri nýrra stjórna í Sósíalistaflokknum í maí þar sem fylking hennar varð undir í vantraustsyfirlýsingu sem svæðisfélagið fyrir norðan sendi frá sér í dag. Sanna, sem hefur verið vinsælasti fulltrúi flokksins, var engu að síður tilnefnd til að vera pólitískur leiðtogi hans á fundinum. Hún sagði sig frá trúnaðarstörfum fyrir skömmu eftir hitafundinn. Svæðisfélagið segir að undanfarna mánuði hafi Sanna tekið þátt í að úthýsa Sósíalistaflokknum úr húsnæði sínu í Bolholti, hunsað alla viðburði á vegum stjórna og grasrótar flokksins, neitað að funda ein með framkvæmdastjórn, átt í samtölum um samstarf við aðra flokka án umboðs frá flokknum og lýst opinberlega vanþóknun sinni á stjórnum flokksins. Kornið sem fyllti mælinn hjá svæðisfélaginu var grein sem Sanna skrifaði á Vísi nýlega þar sem hún titlaði sig „sósíalískan borgarfulltrúa“ en ekki borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins. „Sanna lýtur [svo] greinilega ekki lengur á sig sem fulltrúa flokksins. Það gerum við ekki heldur,“ segir í yfirlýsingunni. Vísa í dreifibréf um yfirtöku á flokknum Þá sakar svæðisfélagið Sönnu og fyrrverandi stjórn Sósíalistaflokksins um að skipuleggja stofnun nýs stjórnmálaflokks í fyrra húsnæði flokksins og með ríkisstyrk hans. Vísað félagið til þess að Sanna sitji enn í stjórn Vorstjörnunnar, félags sem fyrri stjórn stofnaði og hefur tekið við meirihluta þeirra opinberu styrkja sem Sósíalistaflokkurinn hefur fengið. Það félag var meðal annars skráð fyrir húsnæðinu í Bolholti og vísaði Sósíalistaflokknum á dyr eftir stjórnarkjörið í maí. Með vantraustsyfirlýsingunni sendi Guðbergur Egill Eyjólfsson, formaður svæðisfélagsins og stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins, skjáskot af því sem hann sagði dreifibréf frá fyrri stjórn flokksins um yfirtöku á Vorstjörnunni og til að stofna nýjan flokk í húsnæði Sósíalistaflokksins fyrir fjármuni hans. Í skjáskotunum má sjá að viðtakendur skilaboðanna eru hvattir til þess að skrá sig í Vorstjörnuna í aðdraganda þess að reynt verði að ná yfirráðum í Sósíalistaflokknum á næsta aðalfundi hans. Engin undirritun sést í skjákskotunum en vísað er til „okkar sem erum að flýja valdatöku sem átti sér stað innan Sósíalistaflokks Íslands fyrir stuttu“. Reyna eigi að tryggja að fjármunir Vorstjörnunnar fari ekki til Sósíalistaflokksins. Uppruni fjármunar Vorstjörnunnar eru ríkisstyrkir til Sósíalistaflokksins. Ný framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins kærði þrjá félagsmenn til lögreglu fyrir efnahagsbrot vegna Vorstjörnunnar í sumar. Það voru þau Sara Stef Hildardóttir, starfandi gjaldkeri Vorstjörnunnar, Védís Guðjónsdóttir, formaður Vorstjörnunnar, og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Sósíalistaflokkurinn Efnahagsbrot Norðausturkjördæmi Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Sjá meira