Alþingi

Fréttamynd

Tekur fjörutíu daga að smala

Í sveit sem virtist við það að fara í eyði er nú rekið myndarlegt bú með áttahundruð ám og fimmtíu hrossum. Ungir bændur hafa unnið að mikilli uppbyggingu þar. Svo rúmt er um sauðféð að það tekur um fjörutíu daga að ná því af fjalli.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu

Margir af helstu forystumönnum úr grasrót Sjálfstæðisflokksins lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Sex formenn fulltrúaráða af þeim ellefu sem Fréttablaðið talaði við neituðu þó að ræða stöðu hennar.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni bregst

Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans.

Skoðun
Fréttamynd

Meira gert úr lekamálinu en öðrum áður

Lögregla hefur gengið lengra í lekamálinu en þegar gögn hafa lekið annars staðar út, segir Brynjar Níelsson varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins en að málið sé fyrst og fremst pólitískt. Hann telur ekki að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi sagt þinginu ósatt í sumar þegar hún sagðist ekkert vita um rannsókn lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Hanna Birna tjáði þinginu í júní að hún vissi ekkert um rannsóknina

„Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég hef áður sagt um þetta mál. Ég veit ekki hvernig það er til komið, ég veit ekki hversu oft ég á að segja það. Ég þekki ekki þessa rannsókn, mér er ekki kunnugt um hana og það væri óeðlilegt að ég þekkti einstaka þætti hennar," sagði Hanna Birna við Alþingi í júní.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni ósáttur við umboðsmann

Bjarni Benediktsson, gagnrýnir Umboðsmann Alþingis fyrir að hafa ekki gefið innanríkisráðherra færi á að svara fyrir sig áður en athugasemdir hans rötuðu í fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Frumvarp Ögmundar þrengir að lögreglu

Stefán Eiríksson lögreglustjóri segir götuvændi, vasaþjófnað, gengjastríð, skipulögð rán og betl geta orðið að veruleika á Íslandi fái lögregla ekki auknar rannsóknarheimildir. Lögregla reki sig á veggi þegar kanna þurfi bakgrunn vafasamra manna.

Innlent
Fréttamynd

30 milljónir vegna PIP-púða

Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að Landspítalinn fái 30 milljónir króna aukalega á fjáraukalögum til þess að mæta kostnaði við að fjarlægja PIP-brjóstapúða.

Innlent
Fréttamynd

Vilja þýða Rannsóknarskýrsluna á ensku

Þingflokkur Hreyfingarinnar auk Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, leggja til að Rannsóknarskýrsla Alþingis verði þýdd á ensku í heild sinni. Þingmennirnir lögðu fram þingsályktunartillögu þess efnis í gær.

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að lögreglan fái forvirkar rannsóknarheimildir

Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur brýnt að þingsályktunartillaga um forvirkar rannsóknarheimildir fái brautargengi. Hann segir í ljósi tíðinda frá Noregi sé enn brýnna en áður að lögreglan fái heimildir til að bregðast við og uppræta hugsanlega hryðjuverkaógn í fæðingu.

Innlent
Fréttamynd

PIP-málið á þingi - betra að láta IKEA sjá um innköllunina

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur sett á fót sérstakan starfshóp sem ætlað er að fara yfir sílikonmálið svokallaða og stöðu einkarekinna læknastofa almennt. Sílikonpúðar voru mikið ræddir á Alþingi í dag en Ólína Þorvarðardóttir var málshefjandi í sérstakri umræðu um ábyrgð og eftirlit hins opinbera gagnvart einkarekinni heilbrigðisþjónustu í ljósi sílikonpúða-málsins.

Innlent
Fréttamynd

Líkir kvótafrumvarpinu við Tyrkjaránið og Heimaeyjargosið

Verði frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarlögum, sem nú liggur fyrir Alþingi, samþykkt mun það leiða til mikillar fólksfækkunar í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram í umsögn bæjarráðs Vestmannaeyjar um frumvarpið. Í umsögninni kemur fram að

Innlent
Fréttamynd

Vefur Alþingis er hástökkvari vikunnar

Með hækkandi sól dregur almennt úr netnotkun. Þannig sýna niðurstöður Samræmdrar vefmælingar Módernus að notendum fækkar á milli vikna hjá 14 af 25 vinsælustu vefjunum.

Innlent
Fréttamynd

Úrsögn Atla og Lilju: Yfirlýsingin öll

"Við ætlum ekki lengur að vinna í umhverfi sem tortryggir störf okkar og reynir að beisla málfrelsi okkar. Það á bæði við um forystu okkar eigin flokks og samstarfsflokksins í ríkisstjórn. Við höfum ítrekað mátt sæta ómálefnalegum ásökunum í okkar garð frá formanni Samfylkingarinnar og einstökum þingmönnum þess flokks," segir í yfirlýsingu sem Lilja Mósesdóttir og Atli Gíslason sendu frá sér og kynntu á blaðamannafundi í Alþingishúsinu í morgun. Þar skýrðu þau frá ástæðum þess að þau segja skilið við þingflokk Vinstri grænna. "Við treystum okkur ekki lengur til að styðja skilyrðislaust núverandi ríkisstjórn eða bera ábyrgð á stefnu hennar og vinnubrögðum. Við munum hins vegar standa óháð vaktina fyrir stefnumálum VG og starfa í þeim anda bæði innan VG og á Alþingi," segir ennfremur í yfirlýsingu þeirra Atla og Lilju. Hana má lesa í heild sinni hér að neðan.

Innlent
Fréttamynd

Atli og Lilja: Styðja ríkisstjórnina ekki skilyrðislaust

Atli Gíslason, sem í dag sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna, segir foringjaræði ríkja á Alþingi þar sem allar stórar ákvarðanir eru teknar af litlum hópi lykilmanna. Hann segir miður að þingflokkunum hafi ekki tekist að tileinka sér lærdóm af Rannsóknarskýrslu Alþingis þar sem þingið var harðlega gagnrýnt. Að mati Atla er það áhyggjuefni fyrir Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gengið að breyta launum hand­hafa

Þó að laun forsetans hafi lækkað í ársbyrjun 2009 hafa laun handhafa forsetavalds haldist óbreytt fram að þessu. Sjaldgæft er að handhafarnir þurfi að sinna því starfi en þeir deila þó með sér forsetalaunum í fjarveru forseta. Þingmenn hafa tvívegis á nokkrum árum reynt að breyta þessu en ekki haft erindi sem erfiði.

Innlent