RFF

Tekur þátt í hönnunarkeppninni Elle Style Awards
Hulda Fríða Björnsdóttir tekur þátt í norrænu fatahönnunarkeppninni Elle Style Awards, New Nordic talent of the year 2014.

Fótboltaheimurinn minnist Eusébio sem lést í nótt
Eusébio, einn af bestu fótboltamönnum allra tíma og stærsta fótboltastjarna Portúgals fyrir komu Cristiano Ronaldo, er látinn 71 árs að aldri. Eusébio fékk hjartaáfall samkvæmt portúgölskum fjölmiðlum.

Hannar fyrir mörg af stærstu fótboltafélögum heims
Vala Steinsdóttir starfar fyrir Nike. Hún vinnur við hönnun og kynningu á keppnisfatnaði og öðrum íþróttabúnaði fyrir heimsfræg fótboltafélög.

Sjötíu milljónir til listhópa
Einar Örn Benediktsson stjórnaði úthlutun Reykjavíkurborgar til menningarverkefna og fá 85 hópar fé til starfsemi.

Vann fyrir Victoriu Beckham í London
Eydís Helena hefur unnið sem fyrirsæta Elita í Londonog er að gera góða hluti. Hún hefur meðal annars setið fyrir hjá Top Shop, Urban Outfitters og Elle UK.

Bestu götutískumóment 2013
Fashion Press Wire hefur valið bestu götutísku ársins

Íslenskar myndir í brennidepli í Póllandi
Íslenskar kvikmyndir eru í brennidepli á kvikmyndahátíð sem fram fer í borginni Poznan í Póllandi um þessar mundir. Fjórar af þeim fimm kvikmyndum sem sýndar eru í flokknum New scandinavian cinema eru íslenskar.

Ástarsaga, íslensk stuttmynd, gerir það gott
Ása Hjörleifsdóttir útskrifaðist úr kvikmyndagerðardeild Columbia-háskóla í New York á síðasta ári. Lokaverkefni hennar úr skólanum, stuttmyndin Ástarsaga, hefur hvarvetna hlotið góðar viðtökur en myndin var tekin upp bæði í New York og Íslandi.

Tískuheimurinn gæti lært ýmislegt af íslenskum fatahönnuðum
Tískuvefurinn Fashionista.com birti grein í vikunni sem lofsamar hugsjónir og samstöðu íslenskra fatahönnuða.

Íslensk hönnun heillar
Barbara Russ, penni hjá þýsku hönnunar- og tískuvefsíðunni Modabot.de, var stödd hér á landi í síðustu viku, en tilgangur heimsóknarinnar var að fylgjast með bæði HönnunarMars og Reykjavík Fashion Festival.

Leðurklædd á RFF
Fjöldi fólks sótti Reykjavík Fashion Festival á laugardaginn var. Gestir báru sitt allra besta tau í tilefni dagsins líkt og myndirnar bera vitni um.

Íslenskur myndaþáttur frumsýndur á frægum tískumiðli
Myndaþáttur sem tekin var af íslenska ljósmyndaranum Herði Ingasyni í tilefni af RFF var frumsýndur á tískusíðunni NowFashion.com.

Reykjavík Fashion Festival í þýska VOGUE
Beatrice Luise Graf, tískuritstjóri þýska VOGUE, er sammála Lífinu á Visi að tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu síðustu helgi hafi tekist einstaklega vel í alla staði. Smelltu HÉR ef þú vilt sjá rúmlega 4 mínútna langt myndskeið sem birtist um hátíðina í þýska VOGUE.

Sýning JÖR á allra vörum
Sýning JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON var á allra vörum eftir gærdaginn á Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu og stóð að mati margra upp úr á RFF þetta árið. Línan var bæði fyrir dömur og herra, þar sem dragtir og jakkaföt spiluðu mjög stórt hlutverk hjá báðum kynjum. Guðmundur notar nútímaleg mynstur á klassík snið og tekst þannig að færa þann gamaldags sjarma sem hann er þekktur fyrir í nýjan búning. Innblásturinn var greinilega úr öllum áttum. Förðunin var í anda kvikmyndarinnar Clockwork Orange og sumar fyrirsæturnar voru með klúta fyrir andlitinu eins og bófar. Fallegt og frumlegt hjá JÖR

Féllu vel í kramið hjá erlendu blaðamönnunum
Sýning Farmers Market á Reykjavík Fashion Festival sem fram fór í Hörpu í gær var mikið sjónarspil. Fyrirsæturnar gengu sýningarpallana við lifandi tónlist og fylgihlutirnir voru allt frá skíðastöfum til reiðtygja. Eins og áður á sýningum hjá Farmers Market bar stíliseringin af þar sem ull og loð var í brennipunkti. Fötunum var blandað saman á virkilega fallegan hátt og hinir ýmsu fylgihlutir spiluðu stórt hlutverk. Nýjungarnar hefðu þó mátt vera fleiri, en margar af flíkunum á sýningunni höfum við séð áður. Línan var einstaklega íslensk og féll vel í kramið hjá erlendu blaðamönnunum.

Huginn Muninn: Vönduð snið og falleg smáatriði
Skyrtufyrirtækið Huginn Muninn tók þátt í Reykjavík Fashion Festival í fyrsta skipti í ár. Hönnun þeirra er virkilega góð viðbót við hátíðina og sýningin kom skemmtilega á óvart.

REY kom lítið á óvart - sjáðu myndirnar
Rebekka Jónsdóttir, sem hannar undir nafninu REY, tók þátt í RFF í þriðja skipti í ár. Rebekka leggur fyrst og fremst áherslu á einfaldleika og gæði í flíkum sínum. Línan sem hún sýndi í gær var einmitt þetta, einföld en falleg og laus við allar áhættur. Svartir og dökkbláir litir voru í aðalhlutverki, línan var stílhrein og nútímaleg en kom lítið á óvart.

Kvenleg útkoma Andersen og Lauth - sjáðu myndirnar
Andersen & Lauth sýndi haust og vetrarlínu sína 2013 á Reykjavik Fashion Festival í Hörpu í gær. Þetta er í fjórða sinn sem tískuhátíðin er haldin og þótti hún takast einstakega vel í ár. Fjöldi virtra blaðamanna, bloggara og stílista í tískuheiminum voru viðstaddir sýningarnar sem voru hver annari glæsilegri. Hér má skoða myndirnar sem teknar voru af Andersen & Lauth sýningunni.

Reykjavík Fashion Festival tókst vel til
Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu í dag. Þetta er í þriðja sinn sem tískuhátíðin er haldin og þótti hún takast einstakega vel í ár.

Fjölmenni á RFF
Fjölmenni mætti á RFF, Reykjavík Fashion Festival, í Hörpu í dag. Eins og sjá má á myndunum var andrúmsloftið frábært á meðal gesta sem nutu þess að sjá nýja haust- og vetrarlínu frá Andersen & Lauth, Huginn Muninn, Framers Market, Jör, Ellu og Munda og 66ºnorður.


Ólafur Ragnar sló í gegn á RFF
Meðfylgjandi myndir voru teknar í opnunarteiti RFF 2013 á Hótel Borg í gær. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson setti hátíðina með ræðu sem sló í gegn hjá prúðbúnum gestum.

RFF fór vel af stað
Reykjavík Fashion Festival fór vel af stað, en tískuhátíðin var formlega sett af Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, í Gyllta salnum á Hótel Borg í gærkvöldi.

Tískuvaka í miðbænum
Í tilefni af Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars verður haldin svokölluð Tískuvaka í miðbæ Reykjavíkur í kvöld. Tískuvakan er haldin að erlendri fyrirmynd, en margir kannast við Fashion's Night Out sem haldin er samhliða stóru tískuvikunum í New York og London.

Reykjavík Fashion Festival hefst í kvöld
Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst formlega í kvöld. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, mun setja hátíðina í Gyllta salnum á Hótel Borg að viðstöddum fjölda íslenskra og erlendra fjölmiðla, ásamt áhrifafólki úr tískuheiminum.

Takkaskórnir víkja fyrir tískunni
Knattspyrnumaðurinn Björn Jónsson gengur sýningapallana á RFF um helgina.

Styrkja hönnuð á RFF um hálfa milljón
Tískuhátíðin Reykjavík Fashion Festival hefst á fimmtudag og nær hápunkti með stórri sýningu í Hörpu á laugardag. Nokkrir af fremstu fatahönnuðum þjóðarinnar taka þátt á hátíðinni og sýna nýjustu línur sínar.

Ný fatalína 66°norður og Munda frumsýnd á RFF
66°norður og fatahönnuðurinn Mundi kynna "Snow Blind", nýja fatalínu sem frumsýnd verður á Reykjavík Fashion Festival eða RFF. Þessi nýja fatalína tvinnar saman hugarheim Munda og tækniþekkingu 66°NORÐUR. Afrakstur samstarfsins er útivistarfatnaður sem er engu öðru líkur en viðeigandi við öll tækifæri.

Styrkir systur sína í forræðisdeilu
Stefán Svan Aðalheiðarson heldur uppboð á hönnunarvörum á Hönnunarmars.

Undirbúningur fyrir RFF í fullum gangi
Undirbúningur fyrir tískuhátíðina Reykjavík Fashion Festival er nú í fullum gangi, en hátíðin fer fram laugardaginn 16.mars næstkomandi.