EM 2016 í Frakklandi

Englendingar kalla þetta versta tapið frá upphafi
Stærsti sigur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi vannst rétt í þessu þegar Íslendingar slógu út Englendinga á Evrópumeistaramótinu í Frakklandi.

Einkunnir gegn Englandi: Ragnar bestur með tíu í einkunn
Ísland er komið í átta liða úrslit á EM í Frakklandi eftir 2-1 sigur á Englandi á Allianz Riviera í Nice í kvöld. Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið.

Er þetta tækling Evrópumótsins til þessa? | Myndband og myndir
Ragnar Sigurðsson átti stórkostlegan leik í miðju íslensku varnarinnar í kvöld og var heldur betur lykilmaður að Íslandi tókst að senda England heim af Evrópumótinu.

Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins
Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu.

Ragnar með mark í tímamótaleik
Eins og alþjóð veit leiðir Ísland 2-1 í hálfleik gegn Englandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice.

Sex af strákunum okkar hafa skorað á sínu fyrsta EM | Sjáið öll mörkin
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu hefur skorað sex mörk á sínu fyrsta stórmóti en þeir Ragnar Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson bættust í hópinn í leiknum á móti Englandi í sextán liða úrslitunum í Nice í kvöld.

Innköstin hans Arons Einars eru engu lík og skila marki í hverjum leik | Myndbönd
Íslenska landsliðið náði að jafna metin á móti Englandi aðeins tveimur mínútum eftir að Wayne Rooney kom enska liðinu yfir með marki úr vítaspyrnu.

Spennan magnast á Twitter: „Náði mest þremur mínútum í dag án þess að hugsa út í leikinn“
Fylgstu með spjallinu með #emIsland myllumerkinu.

Bráðfyndið myndband: Pétur Marteins segir frægðina stíga Gumma Ben til höfuðs
Gummi Ben stelur senunni eins og svo oft áður.

Nýir Evrópumeistarar verða krýndir því Ítalir sendu Spánverja heim | Sjáðu mörkin
Spánverjar verða ekki Evrópumeistarar í þriðja sinn í röð því meistarar síðustu tveggja Evrópumóta eru úr leik á EM í Frakklandi eftir 2-0 tap á móti Ítalíu í sextán liða úrslitunum á Stade de France í kvöld.

Óbreytt byrjunarlið gegn Englandi
Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson, þjálfarar íslenska landsliðsins í fótbolta, stilla upp sama byrjunarliðinu fjórða leikinn í röð á EM 2016.

Sex breytingar hjá Hogdson | Sterling og Sturridge byrja
Roy Hodgson, landsliðsþjálfari Englands, gerir sex breytingar á enska liðinu fyrir leikinn gegn Íslandi í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld.

Bein útsending frá Stade De Nice: Hitað upp fyrir leikinn
Rabbað við Íslendinga sem eru á leið á leik Íslands og Englands í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi.

Róbert í landsliðsnefnd KSÍ: Íslensku leikmennirnir voru varaðir við ensku pressunni
Róbert B. Agnarsson, einn fjögurra meðlima í landsliðsnefnd KSÍ, fylgir íslenska karlalandsliðinu hvert fótmál í Frakklandi þar sem EM í fótbolta stendur nú yfir.

Aron Jó horfir á leikinn í Reykjavík: „Eitthvað segir mér að Ísland sigrar“
Íslendingurinn í bandaríska landsliðinu fylgist spenntur með strákunum okkar í kvöld.

Dorrit: "Ísland er stærsta land í heimi, ekki stórasta“
Dorrit Moussaieff forsetafrú vitnaði til ódauðlega orða sinna frá Ólympíuleikunum í Kína í Nice í dag.

Hvor markvörðurinn er meiri vítabani?
Það verður leikið til þrautar þegar Ísland og England mætast í 16-liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld.

Svona komust strákarnir okkar í leikinn gegn Englandi | Myndband
Ísland er ósigrað eins og England en liðin mætast í 16 liða úrslitum EM 2016 í Nice í kvöld.

Lokanir í Lækjargötu vegna leiks Íslands og Englands
Verið er að koma upp 26 fermetra og 300 tomma risaskjá og öflugu hljóðkerfi við Arnarhól.

Daniel Taylor: Ísland er ekki lið sem tapar 3-0
Einn allra fremsti fótboltablaðamaður Englands segir að sínir menn þurfi að passa sig á strákunum okkar í kvöld.

Verslunarmiðstöð rýmd í Nice vegna ótta um sprengju
Staðarblaðið Nice Matin segir frá því að verslunarmiðstöð í Nice hafi verið rýmd í dag vegna ótta um að sprengja væri í byggingunni en hún var full af fólki.

Í fyrsta skipti í sögunni sem forsetahjón hittast - Myndir
Verðandi forsetahjón hittu núverandi forsetahjón í Nice í dag.

Danskir styðja Ísland í Nice: „Ísland vinnur í framlengingu“
Sex danskir vinir eru mættir til Nice til að fylgjast með leik Englands og Íslands og halda auðvitað með frændum sínum.

Englandsdrottning fylgist með Ólafi Ragnari í viðtali
Fráfarandi forseti lýðveldisins var undir vökulu auga Englandsdrottningar eða hér um bil í viðtali í Nice í dag.

Ármann Smári: Ekki gleyma því að Ísland er ósigrað á EM
Ármann Smári Björnsson, fyrirliði ÍA í Pepsi-deildinni, segir að pressan sé öll á Englandi fyrir leikinn gegn Íslandi í Nice í 16-liða úrslitum EM 2016 í kvöld.

Enskir miðlar hita upp fyrir leikinn í kvöld: „Tuttugu ára sárindi gætu haldið áfram“
Enskir fjölmiðlar setja alla pressuna á Roy Hodgson og enska landsliðið fyrir leik Íslands og Englands í kvöld.

Íslendingum ráðlagt að leggja tímanlega af stað á völlinn í Nice
Það tekur um 70 mínútur að komast frá stuðningsmannasvæðinu við ströndina í Nice að leikvanginum Allianz Riviera þar sem leikur Íslands og Englands fer fram í kvöld.

Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið?
Arnór Ingvi Traustason hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Ísland.

Hugrakkasta húðflúr fótboltasögunnar?
BBC birtir mynd af ungum Englending sem er viss um sigur þjóðar sinnar í EM.

Wayne Rooney vissi ekki um skilaboð enska landsliðsþjálfarans til íslensku leikmannanna
Síðast þegar England og Ísland mættust var um 6-1 slátrun að ræða á City of Manchester Stadium.