Eldgos og jarðhræringar

Fréttamynd

Hljóp úr pontu Alþingis við skjálftann

Þingfundi var frestað þegar jarðskjálftinn reið yfir nú fyrir skömmu. Í útsendingu Alþingis heyrðist vel í glamri í þingsal og gardínur fyrir aftan Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, fóru á hreyfingu.

Innlent
Fréttamynd

Fann vel fyrir skjálftanum á Húsa­vík

Skjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir Húsavík rétt eftir klukkan tíu í kvöld. Upptök hans voru um 2,3 kílómetra norðvestur af Húsavík. Íbúi á Húsavík segir skjálftann hafa fundist vel í bænum.

Innlent
Fréttamynd

Skyndiaðgerð til að tryggja gögn frá tifandi eldstöð

Óvæntur liðsauki sem Almannavarnir fengu á Vatnajökli í vikunni, frá ólíkum félögum, stofnunum og einstaklingum, tryggði að samband rofnaði ekki við tækjabúnað sem vaktar eldstöðina Grímsvötn. Stefndi í að bilun rafstöðvar á Grímsfjalli myndi valda sambandsleysi við rannsóknartæki Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands og Veðurstofu Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Grímsvatnagos það síðasta sem alþjóðaflug þarf núna

Gulur litakóði, sem settur var á eldgosaviðvörun fyrir Grímsvötn í síðustu viku, veldur áhyggjum í flugheiminum. Einn helsti flugfréttamiðill heims segir Grímvatnagos það síðasta sem alþjóðaflugið þurfi núna ofan í heimsfaraldur kórónuveiru.

Innlent
Fréttamynd

Hvetur Hús­víkinga til að huga að skjálfta­vörnum

Eldfjallafræðingur hvetur Húsvíkinga til þess að huga að skjálftavörnum á heimilum sínum. Tveir stórir skjálftar hafa riðið yfir nærri Húsavík í dag, annar var 4 að stærð en sá fyrri sem var með upptök á sama svæði, um 20 kílómetra norðvestur af Húsavík, var 4,6 að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Hlaup ekki hafið en eldstöðin komin á tíma

Hlaup er ekki hafið í Grímsvötnum og allt er með kyrrum kjörum eins og er. GPS stöð, sem staðsett er á íshellu á Grímsvötnum, sýndi merki um hreyfingar fyrir helgi en af þeim sökum tölu náttúruvársérfræðingar að líklegt væri að hlaup væri hafið. Allt kom þó fyrir ekki.

Innlent