Hann varð klukkan 02:10 og átti upptök sín á 6,6 kílómetra dýpi 2,1 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Hulda segir virknina koma í hviðum.
Þannig hafi til að mynda margir smáskjálftar orðið rétt eftir miðnætti og voru þrír þeirra þrír að stærð eða aðeins yfir þremur samkvæmt töflu á vef Veðurstofunnar.
Hulda segir þessa virkni þó ekki hafa verið þannig að kalla mætti það óróapúls. Enginn órói hafi þannig mælst í nótt og ekki er að sjá á vefmyndavélum Veðurstofunnar að gos sé hafið.
Staðan er á Reykjanesskaga er þannig óbreytt og atburðurinn enn í gangi. Enn má því má búast við eldgosi.