Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Upp úr klukkan 04:30 í morgun hófst jarðskjálftahrina um fjóra kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá. Innlent 19.3.2021 06:14 Tryggingar gegn náttúruhamförum Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Skoðun 18.3.2021 07:02 Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. Innlent 18.3.2021 06:42 Almannavarnir sendu óvart SMS-skilaboð til íbúa á höfuðborgarsvæðinu SMS-skilaboð frá almannavörnum sem voru ætluð vegfarendum í námunda við Keili og Fagradalsfjall dreifðust um of stórt svæði og voru meðal annars send í símtæki í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Í skilaboðunum var ítrekað að enn væri varhugavert að vera nálægt Keili og Fagradalsfjalli. Innlent 17.3.2021 17:58 „Vonandi fáum við einhverja viðvörun“ BBC fjallar á vef sínum í dag um jarðskjálftahrinuna sem verið hefur viðvarandi á Reykjanesskaga síðastliðnar þrjár vikur. „Ísland skelfur vegna meira en 50 þúsund jarðskjálfta á þremur vikum“ er yfirskrift umfjöllunarinnar. Innlent 17.3.2021 09:13 „Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Innlent 17.3.2021 06:30 Auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt enn sem komið er Skýr merki eru á jarðskorpunni um jarðskjálftann við Grindavík á sunnudag. Jarðeðlisfræðingur telur kviku vera á þónokkurri hreyfingu í kvikuganginum og færist nú aftur nær Keili. Innlent 16.3.2021 18:45 Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. Innlent 16.3.2021 18:16 Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. Innlent 16.3.2021 15:45 Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. Innlent 16.3.2021 14:17 Guardian fjallar um skjálftana: „Ég er ekki hrædd, bara þreytt“ Fjallað er um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga á vef breska blaðsins Guardian en á morgun eru þrjár vikur síðan skjálfti að stærð 5,7 varð í grennd við fjöllin Keili og Fagradalsfjall. Innlent 16.3.2021 08:06 Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. Innlent 16.3.2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. Innlent 15.3.2021 23:08 Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. Innlent 15.3.2021 20:01 „Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. Innlent 15.3.2021 18:51 Staða fatlaðs fólks í hamförum Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss. Skoðun 15.3.2021 17:01 Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. Innlent 15.3.2021 16:03 Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. Innlent 15.3.2021 13:40 Þúsund skjálftar frá miðnætti Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mesta skjálftavirknin sé í sunnanverðu Fagradalsfjalli eins og verið hefur undanfarna daga þótt hún hafi fært sig aðeins nær Nátthaga um helgina. Innlent 15.3.2021 11:02 Tiltölulega róleg nótt á Reykjanesskaga Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaga miðað við hvernig verið hefur undanfarið sé litið til fjölda skjálfta frá miðnætti og þess hversu margir þeirra voru stærri en þrír. Innlent 15.3.2021 06:27 Mikið grjóthrun í hlíðum vegna skjálftans Mikið grjóthrun varð í hlíðum á Reykjanesskaga þegar skjálfti að stærð 5,4 reið yfir á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn var nokkuð snarpur og fannst hann vel víða um land, þar á meðal norður á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum. Innlent 14.3.2021 22:04 Íbúar orðnir langþreyttir á skjálftunum: „Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu“ Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins í dag er sá næst öflugasti í skjálftahrinunni sem staðið hefur yfir í rúmar tvær vikur. Hann fannst vel á öllum Reykjanesskaganum og alla leið á Sauðárkrók en einnig í Vestmannaeyjum. Hann mældist 5,4 að stærð og var um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Innlent 14.3.2021 19:35 Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. Innlent 14.3.2021 18:05 Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 16:11 Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta „Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð. Innlent 14.3.2021 16:03 „Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. Innlent 14.3.2021 15:32 „Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. Innlent 14.3.2021 15:05 „Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Innlent 14.3.2021 14:36 Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. Innlent 14.3.2021 14:16 Skjálfti fimm að stærð sunnan við Fagradalsfjall Snarpur jarðskjálfti varð klukkan 12:34. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var skjálftinn fimm að stærð og átti upptök sín í Sunnanverðu Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 12:36 « ‹ 91 92 93 94 95 96 97 98 99 … 134 ›
Jarðskjálftahrina við Reykjanestá Upp úr klukkan 04:30 í morgun hófst jarðskjálftahrina um fjóra kílómetra vestnorðvestur af Reykjanestá. Innlent 19.3.2021 06:14
Tryggingar gegn náttúruhamförum Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos. Skoðun 18.3.2021 07:02
Nóttin sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinu Verulega hefur dregið úr skjálftavirkni á Reykjanesskaga en nýliðin nótt var sú rólegasta frá upphafi skjálftahrinunnar 24. febrúar. Innlent 18.3.2021 06:42
Almannavarnir sendu óvart SMS-skilaboð til íbúa á höfuðborgarsvæðinu SMS-skilaboð frá almannavörnum sem voru ætluð vegfarendum í námunda við Keili og Fagradalsfjall dreifðust um of stórt svæði og voru meðal annars send í símtæki í Grindavík og á höfuðborgarsvæðinu. Í skilaboðunum var ítrekað að enn væri varhugavert að vera nálægt Keili og Fagradalsfjalli. Innlent 17.3.2021 17:58
„Vonandi fáum við einhverja viðvörun“ BBC fjallar á vef sínum í dag um jarðskjálftahrinuna sem verið hefur viðvarandi á Reykjanesskaga síðastliðnar þrjár vikur. „Ísland skelfur vegna meira en 50 þúsund jarðskjálfta á þremur vikum“ er yfirskrift umfjöllunarinnar. Innlent 17.3.2021 09:13
„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Innlent 17.3.2021 06:30
Auðveldara fyrir kvikuna að ferðast lárétt heldur en lóðrétt enn sem komið er Skýr merki eru á jarðskorpunni um jarðskjálftann við Grindavík á sunnudag. Jarðeðlisfræðingur telur kviku vera á þónokkurri hreyfingu í kvikuganginum og færist nú aftur nær Keili. Innlent 16.3.2021 18:45
Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. Innlent 16.3.2021 18:16
Hætta á ferðum víðar en í fjalllendi Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum hvetur göngufólk til að gæta varúðar í fjalllendi á Reykjanesskaga en grjóthrun hefur orðið í kjölfar öflugra jarðskjálfta á Reykjanesskaga undanfarna daga. Innlent 16.3.2021 15:45
Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Skýr merki um kvikuflæði Þrátt fyrir minni og færri jarðskjálfta á Reykjanesskaga frá miðnætti eru skýr merki um kvikuflæði við Fagradalsfjall. Þetta sýna nýjar gervihnattamyndir af svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir stund milli stríða í jarðskjálftahrinunni. Innlent 16.3.2021 14:17
Guardian fjallar um skjálftana: „Ég er ekki hrædd, bara þreytt“ Fjallað er um jarðskjálftavirknina á Reykjanesskaga á vef breska blaðsins Guardian en á morgun eru þrjár vikur síðan skjálfti að stærð 5,7 varð í grennd við fjöllin Keili og Fagradalsfjall. Innlent 16.3.2021 08:06
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. Innlent 16.3.2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. Innlent 15.3.2021 23:08
Landsmenn hafa boðið Grindvíkingum sumarbústaði til jarðskjálftahvíldar Bæjarstjóri Grindavíkur segir að fjöldi Grindvíkinga hafi flúið bæinn til þess að hvíla sig á jarðskjálftunum. Margir hafi ekki fengið nætursvefn svo dögum skipti og biðlar hann til hóteleigenda að bjóða Grindvíkingum hagstæð tilboð svo þeir komist burt. Innlent 15.3.2021 20:01
„Verðum að gera ráð fyrir eldgosi á meðan þetta heldur áfram“ Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli hafi nálgast yfirborð jarðar örlítið síðan á föstudag. Enn megi búast við eldgosi á meðan jarðskjálftavirkni heldur áfram. Innlent 15.3.2021 18:51
Staða fatlaðs fólks í hamförum Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss. Skoðun 15.3.2021 17:01
Fimmtíu þúsund skjálftar á Reykjanesi á tuttugu dögum Hátt í fimmtíu þúsund jarðskjáftar hafa riðið yfir á Reykjanesskaga frá upphafi hrinunnar 24. febrúar. Þar af hafa sex þeirra verið fimm að stærð eða stærri, sá stærsti 5,7 fyrsta dag hrinunnar. Innlent 15.3.2021 16:03
Upptökur úr Nettó sýna þegar stóri skjálftinn reið yfir Allt lék á reiðiskjálfi í verslun Nettó í Grindavík í gær þegar stór jarðskjálfti, 5,4 að stærð, reið yfir. Líkt og sést á upptökum úr öryggismyndavélum, sem horfa má á hér fyrir neðan, hrundu vörur úr hillum og viðskiptavinum var brugðið. Innlent 15.3.2021 13:40
Þúsund skjálftar frá miðnætti Um eitt þúsund skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti í nótt. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að mesta skjálftavirknin sé í sunnanverðu Fagradalsfjalli eins og verið hefur undanfarna daga þótt hún hafi fært sig aðeins nær Nátthaga um helgina. Innlent 15.3.2021 11:02
Tiltölulega róleg nótt á Reykjanesskaga Nóttin var tiltölulega róleg á Reykjanesskaga miðað við hvernig verið hefur undanfarið sé litið til fjölda skjálfta frá miðnætti og þess hversu margir þeirra voru stærri en þrír. Innlent 15.3.2021 06:27
Mikið grjóthrun í hlíðum vegna skjálftans Mikið grjóthrun varð í hlíðum á Reykjanesskaga þegar skjálfti að stærð 5,4 reið yfir á þriðja tímanum í dag. Skjálftinn var nokkuð snarpur og fannst hann vel víða um land, þar á meðal norður á Sauðárkróki og í Vestmannaeyjum. Innlent 14.3.2021 22:04
Íbúar orðnir langþreyttir á skjálftunum: „Maður vaknar bara á hverri einustu nóttu“ Jarðskjálftinn sem reið yfir suðvesturhorn landsins í dag er sá næst öflugasti í skjálftahrinunni sem staðið hefur yfir í rúmar tvær vikur. Hann fannst vel á öllum Reykjanesskaganum og alla leið á Sauðárkrók en einnig í Vestmannaeyjum. Hann mældist 5,4 að stærð og var um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Innlent 14.3.2021 19:35
Bílasalur Björgunarsveitarinnar Þorbjörns lék á reiðiskjálfi Það lék allt á reiðiskjálfi í bílasal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns á þriðja tímanum í dag þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,4 reið yfir suðvesturhorn landsins. Innlent 14.3.2021 18:05
Vörur hrundu úr hillum þegar jarðskjálftinn reið yfir Vörur hrundu úr hillum verslunar Nettó í Grindavík þegar heldur kröftugur skjálfti, sem var 5,4 að stærð, reið yfir klukkan 14:15 í dag. Skjálftinn átti upptök sín um fimm kílómetra suðvestur af Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 16:11
Kýs eldgos fram yfir þessa stöðugu skjálfta „Þetta var nú bara töluverður hávaði og högg eins og það væri keyrt á húsið,“ segir Bergur Brynjar Álfþórsson, formaður bæjarráðs Voga á Vatnsleysuströnd. Vogamenn hafa ekki farið varhluta af skjálftahrinunni síðustu vikur en Bergur segir skjálftann í dag þann öflugasta sem hann hefur fundið hingað til. Skjálftinn mældist 5,4 að stærð. Innlent 14.3.2021 16:03
„Það venst ekkert að upplifa þessa stóru skjálfta“ Fannar Jónasson, bæjastjóri í Grindavíkurbæ, segir skjálftann sem reið yfir Reykjanesskaga klukkan 14:15 í dag og var 5,4 að stærð hafa fundist einkar vel í bænum. Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga í yfir tvær vikur. Mannlífið gangi þó svo til sinn vanagang, þó mörgum íbúum verði ekki um sel þegar stærri skjálftarnir ríða yfir. Innlent 14.3.2021 15:32
„Auknar líkur á eldgosi“ Líkur á eldgosi halda áfram að aukast, að sögn Kristínar Jónsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Skjálftavirknin hefur verið að færast til suður en skjálftinn fannst meðal annars á Sauðárkróki. Innlent 14.3.2021 15:05
„Með því sterkara sem hefur fundist“ „Þetta var svona með því sterkara sem hefur fundist. Hann var langur og það hristist vel hérna,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík. Innlent 14.3.2021 14:36
Suðvesturhornið nötraði þegar skjálfti 5,4 að stærð reið yfir Afar kröftugur skjálfti varð klukkan 14:15 á Reykjanesskaga, þar sem mikil skjálftavirkni hefur verið síðustu daga og vikur. Innlent 14.3.2021 14:16
Skjálfti fimm að stærð sunnan við Fagradalsfjall Snarpur jarðskjálfti varð klukkan 12:34. Samkvæmt Veðurstofu Íslands var skjálftinn fimm að stærð og átti upptök sín í Sunnanverðu Fagradalsfjalli. Innlent 14.3.2021 12:36