Ýttu upp neyðargörðum fram á nótt til að verjast hraunrennsli Kristján Már Unnarsson skrifar 20. maí 2021 13:25 Hraunáin rennur yfir neyðarruðninginn í gær. Starfsmenn fylgjast með uppi í hlíðinni til hægri. Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Stíflugerðarmenn á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli stóðu í æsispennandi kapphlaupi í gærkvöldi og fram á nótt við að ryðja upp neyðargörðum þegar hraunrennsli stefndi á eystri varnargarðinn ofan Nátthaga. Búið er að bæta við annarri jarðýtu til að hraða styrkingu varnargarðanna. Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Hraunáin spratt undan storknuðu yfirborði hraunsins.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Starfsmenn verkfræðistofunnar Verkís, sem hafa umsjón með gerð varnargarðanna í syðsta Meradalnum, tóku eftir því um þrjúleytið í gær að fljótandi hraunelfur kom undan storknuðu hrauninu og tók á rás meðfram eystri jaðri hraunsins með vesturhlíðum fjallsins Stóra Hrúts og Langahryggs. Hraunáin flæðir yfir neyðargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Þegar séð var að hraunáin stefndi á eystri varnargarðinn var gripið til þess í skyndi að fá jarðýtu til að ryðja upp neyðargarði í von um að stöðva hana. Sá garður hægði aðeins á hraunrennslinu en fljótlega flæddi hraunið yfir hann, að sögn Ólafs Þór Rafnssonar, byggingartæknifræðings hjá Verkís. Hörn Hrafnsdóttir, umhverfis- og byggingaverkfræðingur hjá Verkís, við eystri varnargarðinn í syðri Meradal fyrr í vikunni.Egill Aðalsteinsson Hraunið átti þá greiða leið að eystri varnargarðinum, sem kominn var upp í fjögurra metra hæð. Þar sem óttast var að hraunið kæmist yfir garðinn var ákveðið að fara strax í að bæta ofan á hann eins og hálfs metra háum neyðarruðningi. Hraunið er byrjað að staflast upp við eystri varnargarðinn.Verkís/Ólafur Þór Rafnsson Hörn Hrafnsdóttir, verkfræðingur hjá Verkís, segir að þetta hafi verið mikill hasar frá miðjum degi og fram á nótt en unnið var að þessu fram yfir miðnætti. Önnur jarðýta var fengin á svæðið í gærkvöldi til að hjálpa til og eru þær núna tvær og ein grafa. Í samtali við fréttastofu á tólfta tímanum sagði Hörn að hraunið væri núna komið upp að öllum eystri garðinum en væri ekki enn farið yfir hann. Hraun væri einnig að renna hægt að vestari garðinum. Ástandið virtist núna vera stöðugt en veður gæti skjótt skipast í lofti.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04 Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44 Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Heilmikil hrauná við eystri varnargarðinn Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands vekur athygli á því að í hádeginu hafi opnast heilmikil hrauná rétt aftan við eystri varnargarðinn á Fagradalsfjalli. Þykir ljóst að farvegir neðanjarðar séu að veita bráð að jaðri hraunbreiðunnar úr tjörninni ofar í hrauninu. 20. maí 2021 13:04
Segir sóun að ætla að stöðva hraunið með varnargörðum Hafist var handa í dag við að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð eftir að ríkisstjórnin samþykkti í morgun að verja tuttugu milljónum króna til verksins. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur þetta sóun, engin leið sé að stöðva hraunið með varnargörðum. 18. maí 2021 22:44
Hraunið byrjað að banka upp á báða varnargarðana Almannavarnir vilja að strax verði farið í að hækka varnargarða á gosstöðvunum upp í átta metra hæð. Sérfræðingur telur að garðarnir muni að minnsta kosti tefja fyrir því að hraunið steypist niður í Nátthaga og þar með í átt að Suðurstrandarvegi. 17. maí 2021 22:11
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent