Tévez tryggði Juve sigur á Real Madrid | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2015 15:04 Carlos Tévez fagnar sigurmarkinu sínu. Vísir/Getty Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar með en enginn Gylfi Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Sjá meira
Ítölsku meistararnir í Juventus unnu 2-1 sigur á Evrópumeisturum Real Madrid fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta en seinni leikurinn fer fram á heimavelli Real Madrid í næstu viku. Carlos Tévez skoraði sigurmark Juventus úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur en Argentínumaðurinn átti einnig mikinn þátt í fyrra marki ítölsku meistarana. Tévez er kominn með sjö mörk í Meistaradeildinni á leiktíðinni. Cristiano Ronaldo skoraði mark Real Madrid og bætti þar með met sitt og Lionel Messi yfir flest mörk í sögu Meistaradeildarinnar en hann hefur nú skoraði 76 mörk í deild þeirra bestu. Messi er einu marki á eftir en getur bætt úr því á móti Bayern München annað kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun og bæði liðin fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Knattspyrnuáhugafólk getur því byrjað að hlakka til seinni leiksins. Juventus byrjaði leikinn frábærlega og var þegar búið að fá fínasta færi þegar Álvaro Morata kom liðinu í 1-0 á 8. mínútu. Morata fylgdi þá eftir þegar Iker Casillas hálfvarði skot frá Carlos Tévez. Hápressa Juventus og flott spilamennska ítölsku meistarana entist þó ekki út allan hálfleikinn og smá saman komst Real Madrid liðið meira og meira inn í leikinn. Cristiano Ronaldo jafnaði metin á 27. mínútu með skalla af stuttu færi eftir flotta stoðsendingu frá James Rodríguez. Auðvelt mark fyrir Portúgalann en gríðarlega mikilvægt fyrir spænska liðið. James Rodríguez var ótrúlega nálægt því að koma Real Madrid yfir á 41. mínútu þegar hann skallaði í slánna af tveggja metra færi eftir fyrirgjöf frá Isco. Marcelo átti möguleika á því að skora úr frákastinu en skaut yfir. Carlos Tévez fiskaði víti eftir magnaða skyndisókn þar sem Tevez fékk boltann á eigin vallarhelmingi þegar félagar hans hreinsuðu boltann frá eftir hornspyrnu Real Madrid. Tevez tók vítið sjálfur og skoraði örugglega. Juventus var því komið yfir á 58. mínútu leiksins. Fernando Llorente kom inná sem varamaður og fékk tækifæri til að skora þriðja mark Juventus þar á meðal skallafæri eftir aukaspyrnu Andrea Pirlo í uppbótartíma. Fleiri mörk litu þó ekki dagsins ljós og Juventus fagnaði sigri. Real Madrid skoraði hinsvegar mikilvægt útivallarmark og það er því mikil spenna fyrir seinni leikinn á Santiago Bernabéu í Madrid.Juventus kemst í 1-0 - Álvaro Morata Real Madrid jafnar í 1-1 - Cristiano Ronaldo Juventus kemst yfir í 2-1 - Carlos Tévez
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fótbolti Hörður kominn undan feldinum Körfubolti Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fótbolti Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Fleiri fréttir Aron Einar með en enginn Gylfi Bein útsending: Arnar tilkynnir landsliðshópinn Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn