Martraðarárið 2015 hjá Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2015 14:00 Cristiano Ronaldo og Gareth Bale. Vísir/Getty Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira
Þetta er alls ekki búið að vera gott ár fyrir spænska stórliðið og í rauninni hefur þetta verið sannkallað matraðarár. Cheryshev-málið er enn eitt vandræðalega dæmið sem kemur innan raða Real Madrid á árinu 2015. Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur haft í nógu að snúast þegar hvert fjölmiðlafárið á fætur öðru dynur á Bernebau. Spænska blaðið Sport tók saman öll vandræði Real Madrid á árinu 2015 og sló því upp á forsíðu sinni. Það skal tekið fram að Sport er gefið út í Katalóníu og er án efa hliðholt Barcelona.Carlo Ancelotti fékk aðeins tvö tímabil hjá Real Madrid þrátt fyrir að hafa unnið tíunda Evrópumeistaratitilinn vorið 2014. Titlalaust 2014-15 tímabil var ekki ásættanlegt hjá Florentino Perez. Greiin Sport tekur fyrir brottrekstur Ancelotti en nefnir einnig fleiri neikvæð mál frá árinu.Iker Casillas kvaddi félagið eftir 25 ár en brotthvarf hans var ekki dæmigerð fyrir goðssögn sem hafði unnið allt með félaginu síðan að hann lék fyrsta leikinn sinn sextán ára gamall. Casillas lét ýmislegt flakka og þrátt fyrir að forráðamenn félagsins hafi reynt að skipuleggja kveðjuathöfn var skaðinn löngu skeður.Önnur slæm markvarðarsaga frá árinu var þegar faxið kom of seint og Real Madrid missti af David De Gea en markvörður Manchester United var orðaður við Real allt sumarið. Það var allt klárt og bæði félög höfðu samþykkt kaupin en þau gengu ekki í gegn þar sem samningurinn kom of seint í gegnum faxtækið. Félagsskiptaglugginn lokaði og De Gea hefur nú ákveðið að framtíð hans sé hjá United. Keylor Navas stendur því í marki Real Madrid en ekki David De Gea, spænski strákurinn frá Madrid sem hafði dreymt um að spila með stórliðinu.Cristiano Ronaldo og Karim Benzema koma líka við sögu. Myndir af Cristiano Ronaldo ræða við fulltrúa Paris Saint Germain á Santiago Bernabeu urðu að fjölmiðlamáli á Spáni og Ronaldo er nú stanslaus orðaður við franska liðið.Vandræði Karim Benzema eru af öðrum toga en hann er einn af aðalleikurunum í hneykslismáli í kringum kynlífsmyndband landa hans Valbuena og mútumáli því tengdu. Benzema gæti fengið dóm sem gæti þýtt endalok hans hjá Real Madrid. Það var ekki til að bæta stöðuna að Real Madrid steinlá síðan 4-0 á heimavelli á móti Barcelona í "El Classico" og það var kannski sárast af öllu. Fjölmiðlarnir fóru hamförum enda stórtap á Santiago Bernabeu ekki það sem Rafa Benitez og lærisveinar hans þurftu á að halda á þessari stundu. Fjölmiðlar heimtuðu brottrekstur Benitez og sumir vildu líka sjá Florentino Perez stíga niður.Nýjasta dæmið er síðan þegar Denis Cheryshev lék í bikarleik liðsins í vikunni þrátt fyrir að hafa átt að vera í leikbanni. Cheryshev átti eftir að taka út leikbann vegna spjalda sem hann hlaut þegar hann var í láni hjá Villarreal. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu Sport en það er síðan hægt að nálgast greinina hér.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Sjá meira