Fréttir

Aug­ljós­lega þurfi að að­stoða bændur

Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. 

Innlent

Læknar sagðir út­býta vott­orðum eins og sæl­gæti

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félags atvinnurekenda tók upp þann þráð sem Kristján Berg Fiskikóngur hóf um brottrekna starfsmenn í viðtali í Bítinu. Helst var á honum að skilja að læknar séu ævintýralega glaðir að skrifa út vottorð.

Innlent

Hraungígur brast í morgun

Hraun úr eldgosinu á Reykjanesskaga streymir úr barmi gígs sem brast um klukkan fimm í morgun. Hraunstreymið ógnar engum innviðum eins og stendur en grannt er fylgst með.

Innlent

Gular við­varanir enn í kortunum

Meginþunginn af langvinnu norðanhreti er afstaðinn en þó eru enn gular viðvaranir í kortunum. Slyddu eða snjó­komu er spáð á Norður­landi í kvöld, líklega síðustu gusunni af kaldri úrkomu í bili.

Innlent

Bjarni vill fjölga meðmælendum

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu.

Innlent

Í­búar óttast nýtt hverfi og að ekki verði tekið til­lit til þeirra

Hópur íbúa í Garðabæ skoðar nú að stofna hagsmunasamtök til að mótmæla fyrirhugaðri uppbyggingu í Arnarlandi í Garðabæ. Sigurður Hólmar Jóhannesson er hluti af þeim hópi. Hann mætti á fund bæjarstjórnar í dag, ásamt um þrettán öðrum, til að mótmæla samráðsleysi við íbúa. Hann segir íbúa ekki mótfallna uppbyggingu á svæðinu en þau telji að hún ætti að vera meira í takt við það sem fyrir er.

Innlent

Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast.

Innlent

Til­kynnt um ung­menni með byssur í 101

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í dag vegna ungmenna með byssur í miðborg eða Vesturbæ Reykjavíkur í dag. Í dagbók lögreglu segir að komið hafið svo í ljós að um var að ræða krakka í „byssu og bófa leik“. Lögreglan sinnti fjölda annarra verkefna í dag varðandi ýmis mál.

Innlent

Næsta gusa lendi á landinu annað kvöld

Langvarandi veðurviðvaranir eiga loks að falla úr gildi í nótt. Appelsínugul viðvörun er í gildi á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra en gul viðvörun á vestan-, norðan, og austanverðu landinu. 

Veður

Slökktu eld á Austur-Indíafjelaginu

Allt tiltækt slökkvilið var kallað út klukkan 17.23 í dag vegna bruna á veitingastaðnum Austur-Indíafjelaginu á Hverfisgötu 56 í miðbæ Reykjavíkur. Loka þurfti fyrir umferð á meðan slökkvilið vann á vettvangi. Stuttan tíma tók að slökkva eldinn sem kviknaði í skorsteini í húsinu.

Innlent

Frægs sjónvarpslæknis leitað

Frægur sjónvarpslæknir sem skrifaði bók um 5:2 mataræðið , Michael Mosley, er nú leitað á grísku eyjunni Symi. Viðbragðsaðilar á svæðinu leggja nú allt kapp á að finna Mosley en við leitirnar er notast við leitarhunda og dróna.

Erlent