Fréttir

Parísarhjól á Miðbakka í sumar

Parísarhjól verður sett upp á Miðbakka í sumar. Um tilraunaverkefni til eins sumars er að ræða og mun Taylors Tivoli Iceland ehf annast uppsetningu og rekstur á parísarhjólinu. Hjólabraut víkur fyrir hjólinu en verður sett upp á Klambratúni í staðinn.

Innlent

Krefst svara vegna and­láts sjö vikna dóttur sinnar

Anita Berkeley missti dóttur sína aðeins tæplega sjö vikna gamla í nóvember á síðasta ári. Hún er verulega ósátt við svör heilbrigðiskerfisins um andlát hennar og vill að einhver taki ábyrgð. Niðurstaða krufningar er að dánarorsök sé óljós en talið líklegt að um vöggudauða hafi verið að ræða. Anita hefur tilkynnt andlátið til embættis landlæknis.

Innlent

Ók af vett­vangi banaslyss og hefur aldrei fundist

Ökumaður bíls sem ók á 49 ára gamlan karlmann á Höfðabakka í Reykjavík í desember 2022 hefur aldrei fundist. Maðurinn sem lá eftir í jörðinni varð síðan fyrir öðrum bíl og lést á Landspítalanum um nóttina vegna fjölda áverka.

Innlent

Snurvoðarbátur lenti í vanda við Melrakkaey

Upp úr klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunaskipsins Björg á Rifi kölluð út vegna snurvoðarbáts sem hafði misst vélarafl. Báturinn var þá vestur af Melrakkaey fyrir utan Grundarfjörð. Einnig var áhöfn á björgunarbátnum Reyni frá Grundarfirði kölluð út.

Innlent

Tals­vert í að kíghóstinn gangi niður

Þrátt fyrir að tugir hafi greinst með kíghósta undanfarið hefur tekist vel að vernda yngstu börnin segir yfirlæknir á barnalækninga á Landspítala. Mikið hefur verið um öndunarfærasýkingar í vetur en það virðist vera að ganga niður.

Innlent

Munu þurfa að af­plána í Kósovó

Erlendir glæpamenn sem hafa verið dæmdir til fangelsisvistar og brottvísunar í Danmörku geta nú séð fram á að afplána dóminn í Kósovó. Þetta varð ljóst eftir að þjóðþing Kósovó samþykkti þar til gerðan samning við dönsk stjórnvöld í dag.

Erlent

Fjóla felldi hreinan meiri­hluta

Bragi Bjarnason oddviti Sjálfstæðisflokksins í Árborg mun taka við embætti bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjarfulltrúum Árborgar.

Innlent

Fjár­mála­stjórinn orðinn sveitar­stjóri

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps í gær lagði Haraldur Þór Jónsson, oddviti og sveitarstjóri, fram tillögu að nýju skipuriti fyrir sveitarfélagið og óskaði jafnframt eftir því að fjármálastjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, Sylvía Karen Heimisdóttir, tæki við starfi sveitarstjóra frá og með deginum í gær og út kjörtímabilið.

Innlent

Skoða að leyfa á­rásir í Rúss­landi með banda­rískum vopnum

Eftir að hann fór í opinbera heimsókn til Úkraínu á dögunum, hefur Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kallað eftir því að Joe Biden, forseti, afnemi takmarkanir á því hvernig Úkraínumenn mega nota langdræg vopn frá Bandaríkjunum. Úkraínumenn vilja nota þau til árása innan landamæra Rússlands en hefur verið meinað það, hingað til.

Erlent

Nemandinn á­kærður fyrir til­raun til manndráps

Norskur karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps í ágúst í fyrra þegar hann réðst á Ingunni Björnsdóttur, kennara við Oslóarháskóla í Noregi. Karlmaðurinn viðurkennir að hafa veitt Ingunni og samkennara hennar áverka með hnífaárás en neitar að hafa ætlað að ráða þeim bana.

Innlent

Annar um­deildur fáni hékk við annað hús dómara

Síðasta sumar blakti annar umdeildur fáni fyrir utan sumarbústað hæstaréttardómarans Samuel Alito í New Jersey Í Bandaríkjunum. Fáninn hefur á undanförnum árum verið bendlaður við hreyfingu íhaldssamra Bandaríkjamanna sem vilja að hin kristna trú hafi stærra hlutverk þegar kemur að stjórnun ríkisins og við stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta.

Erlent

Niður­skurður skerðir þjónustu og ógnar öryggi

Formaður Landssambands lögreglumanna segir frekar þörf á auknum fjárveitingum en niðurskurði. Niðurskurður muni koma niður á öryggi borgara þar sem forsvarsmenn lögreglunnar hafi þegar gripið til sparnaðar víða um land.

Innlent

Höfða mál gegn hundrað lög­reglu­þjónum vegna á­rásarinnar í Uvalde

Foreldrar og fjölskyldumeðlimir nítján af 21 sem skotin voru til bana í grunnskóla í Uvalde í Texas árið 2022, ætla að höfða mál gegn nærri því hundrað lögregluþjónum á vegum Texas-ríkis sem komu að viðbrögðum yfirvalda við árásinni. Nítján börn og tveir kennarar voru skotnir til bana í árásinni en viðbrögð lögreglunnar hafa verið harðlega gagnrýnd úr öllum áttum frá því árásin átti sér stað.

Erlent

Hitafundur í Laugar­nes­skóla vegna skólauppbyggingar

Fólki var heitt í hamsi á íbúafundi Reykjavíkurborgar og foreldra í Laugarnesskóla sem haldinn var í kvöld. Til umræðu var tillaga Reykjavíkurborgar um byggingu á nýjum skóla í Laugardal í stað viðbygginga við þá eldri er nú til umræðu á íbúafundi í Laugarnesskóla. 

Innlent

Mættu ríðandi í skólann

Skólastarfið í Flóaskóla í Flóahreppi var brotið upp á skemmtilegan hátt í dag því nemendur og starfsmenn komu ríðandi í skólann á hestum sínum.

Innlent