Fréttir

Veru­lega á­hyggju­full og þorir ekki heim til Banda­ríkjanna

Veronica Fríða Callahan, hálfíslensk og hálfbandarísk kona, segir ekkert annað hafa komið til greina en að skipuleggja No Kings mótmæli hér á Íslandi í dag líkt og var gert í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Hópur fólks kom saman í miðbæ Reykjavíkur í dag til að mótmæla valdboðsstefnu Bandaríkjaforseta og ríkisstjórnar hans.

Innlent

Lilja Rann­veig nýr ritari Fram­sóknar­flokksins

Lilja Rannveig er nýr ritari Framsóknarflokksins. Lilja hlaut 53,3 prósent atkvæða í kosningu sem fór fram síðdegis í dag á fundi miðstjórnar. Jónína Brynjólfsdóttir hlaut 27,2 prósent atkvæða og Einar Freyr Elínarson hlaut 19,5 prósent atkvæða. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september.

Innlent

Gríðar­legur fjöldi á No Kings mót­mælunum

Búist er við að milljónir manna flykkist út á götur bandarískra borgra til að taka þátt í mótmælum gegn ríkisstjórn Donald Trumps. Samtökin No Kings eru að baki mótmælunum en þau héldu einnig gríðarstór mómtæli í júní.

Erlent

„Það er ó­á­kveðið“

„Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu.

Innlent

„Ég hef aldrei skorast undan á­byrgð“

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hann komi til með að sækjast eftir embætti formanns. Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í dag að hann ætli ekki að bjóða sig fram.

Innlent

Allt bendir til verk­falls

Allt bendir til að flugumferðarstjórar fari í verkfall annað kvöld. Engin niðurstaða fékkst á fundi í kjaradeilu þeirra og Samtaka atvinnulífsins í gær og nýr fundur hefur ekki verið boðaður.

Innlent

Juli­an Ass­an­ge í heim­sókn á Ís­landi

Julian Assange, blaðamaður og stofnandi Wikileaks, er staddur á Íslandi í stuttri heimsókn. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir að Assange hafi komið hingað í frí en auðvitað komi vinnan eitthvað til tals.

Innlent

Varað við hálku á Hellis­heiði

Lögreglan á Suðurlandi varar við aðstæðum á Hellisheiði en þar er þoka á hluta leiðarinnar og talsverð hálka þegar komið er úr þokunni. Tvö umferðaróhöpp hafa orðið á veginum það sem af er degi.

Innlent

Já­kvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt

Rafvarnarvopnum hefur verið beitt sjö sinnum frá því að þau voru tekin í notkun á síðasta ári en hafa verið notuð talsvert oftar til að ógna. Oftast virðist duga að nota tækið til að ógna og telur afbrotafræðingur það jákvætt.

Innlent

Fram­sóknar­menn velja sér ritara

Framsóknarmenn kjósa sér nýjan ritara á fundi miðstjórnar flokksins í dag. Ásmundur Einar Daðason fyrrverandi þingmaður og ráðherra hætti sem ritari í september. Þrír eru í framboði til ritara en það eru þau Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri Mýrdalshrepps, Jónína Brynjólfsdóttir varaþingmaður og oddviti í Múlaþingi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir fyrrverandi þingmaður flokksins.

Innlent

Hæg­viðri og þoku­súld framan af degi

Í dag verður hæg suðvestlæg eða breytileg átt, en minnkandi suðvestanátt norðvestantil. Skýjað og víða dálítil súld á vestanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað eystra.

Veður

Dró upp hníf í mið­bænum

Lögregla var kölluð til vegna manns í miðbæ Reykjavíkur sem var í mjög annarlegu ástandi og hafði dregið upp hníf. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangaklefa, en ekkert samband náðist við hann vegna vímuástands.

Innlent

Bubbi sendir út neyðar­kall

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens sendir út neyðarkall og gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hafa ekki gætt nógu vel að íslenskunni. Hún sé nú komin í ræsið og hann óttist að tungumálið verði ekki svipur hjá sjón eftir aðeins nokkra áratugi.

Innlent

Vill skoða að lengja fæðingar­or­lof

Bæjarstjóri Mosfellsbæjar vill að stjórnvöld skoði að lengja fæðingarorlof til að mæta vanda foreldra. Tal um breytingar á fyrirkomulagi leikskóla megi ekki fara fram í skotgröfum.

Innlent

Skilji á­hyggjurnar

Tilkoma brottfararstöðvar á Suðurnesjum er mikilvæg svo hægt sé að framfylgja stefnu stjórnvalda í málaflokknum, að mati dómsmálaráðherra. Um lokaúrræði sé að ræða og ekki hægt að una við núverandi ástand þar sem hælisleitendur eru vistaðir í fangelsum. Mannúðarsamtök telja að dvöl barna í slíku úrræði gæti haft varanleg áhrif á geðheilsu þeirra.

Innlent