Fréttir

Hafnar aftur al­mennu vopna­hléi og leggur til við­ræður

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til.

Erlent

Starfs­maður verslunar sleginn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst  í gærkvöldi tilkynning um líkamsárás þar sem starfsmaður verslunar á höfuðborgarsvæðinu hafði verið sleginn. Þegar lögregluþjóna bar að garði var gerandinn þó farinn af vettvangi og ekki fylgir sögunni í dagbók lögreglu hvort hann hafi verið gómaður seinna meir eða ekki.

Innlent

Einn fluttur á sjúkra­hús vegna reykeitrunar

Slökkviliðsmenn frá öllum stöðvum voru sendir að fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem eldur kviknaði í fjölbýlishúsi. Einn var sendur á slysadeild vegna reykeitrunar en slökkvistarfið mun þó hafa gengið mjög vel.

Innlent

„Vand­ræða­legt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þing­fund

Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn.

Innlent

Icelandair hættir rekstri stærstu flug­véla sinna

Ráðamenn Icelandair hafa tekið þá ákvörðun að hætta breiðþoturekstri og nota eingöngu mjóþotur í millilandafluginu. Þá er framundan að ákveða hvort aðeins verði reknar Airbus-þotur eða hvort Boeing Max-þoturnar verði áfram í flotanum.

Innlent

Veittu eftir­för í Ár­bæ

Lögreglan veitti ökumanni eftirför í Árbæ þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, en til stóð að sekta ökumanninn vegna hraðaksturs. Þegar ökumaður stöðvaði loksins bílinn hljóp hann undan lögreglunni, sem hafði þó fljótlega upp á honum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Innlent

„Hreint og tært mál­þóf í sinni skýrustu mynd“

Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. 

Innlent

Lengstu fyrstu um­ræðu í sögu Al­þingis lokið

Fundi Alþingis var frestað á öðrum tímanum í dag fram til mánudags. Þingfundur hófst klukkan tíu í morgun og haldið var áfram fyrstu umræðu um frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Fyrstu umræðu er lokið en ekki voru greidd atkvæði um að vísa því til nefndar.

Innlent

Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er sagður pirraður yfir því hver erfiðlega honum hefur gengið að binda enda á átök sem hann hafði heitið að stöðva fljótt. Fyrir forsetakosningarnar í fyrra hafði forsetinn heitið því að stöðva átökin í Úkraínu og á Gasaströndinni mjög fljótt.

Erlent

Kín­verskir verk­takar fá ekki að bora skipagöng í Noregi

Fjórar verktakasamsteypur hafa verið samþykktar í forvali til að bjóða í gerð skipaganga í Noregi. Tveimur verktökum frá Kína var hins vegar hafnað. Norskir sérfræðingar í öryggis- og varnarmálum höfðu áður varað við því að kínverskum verktökum yrði leyft að taka þátt í útboðinu.

Erlent

Þrjú hundruð þúsund klukku­stundir af sjálf­boða­vinnu

Björgunarsveitir landsins lögðu til um þrjú hundruð þúsund klukkustundir á síðasta ári í sjálfboðavinnu í sveitum landsins, sem samsvarar um 625 ársstörfum. Þetta kom meðal annars fram í setningarræðu formanns Slysavarnafélagsins Landsbjargar á landsþingi, sem fer fram á Selfossi um helgina.

Innlent

Vopna­hlé í höfn milli Ind­lands og Pakistans

Indverjar og Pakistanar hafa gert almennt vopnahlé sín á milli, með aðkomu ráðamanna í Bandaríkjunum. Umfangsmikil átök ríkjanna hafa átt sér stað undanfarna daga en bæði búa þau yfir kjarnorkuvopnum.

Erlent

Samningurinn nauð­syn­legur og ekkert at­huga­vert við hann

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert vera við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Fyrirtækið fékk 4,3 milljónir í greiðslu frá embættinu fyrir vinnu sína. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unnu að máli tengdu fyrirtækinu fyrir embættið.

Innlent

Samningur sak­sóknara, þras á Al­þingi og bak­garðs­hlaup í blíðunni

Héraðssaksóknari segir ekkert athugavert við verktakasamning sem hann gerði við fyrirtækið PPP í ársbyrjun 2012, þá í embætti sérstaks saksóknara. Samningurinn hafi verið nauðsynlegur og ekki legið fyrir að PPP reyndi að selja þjónustu sína til Sjóvá á sama tíma og þeir unni að máli tengt fyrirtækinu fyrir embættið.

Innlent

Þjófar réðust á starfs­mann verslunar

Lögreglunni barst í gærkvöldi tilkynning um fjóra aðila sem voru að stela í matvöruverslun í miðborg Reykjavíkur. Þegar starfsmaður reyndi að stöðva þá réðust þjófarnir á hann. Þegar lögregluþjóna bar að garði voru þjófarnir farnir og fundust þeir ekki, samkvæmt dagbók lögreglu.

Innlent