Fréttir

Leitað að manni með öxi

Lögregla rannsakar nú mál þar sem tvö ungmenni eru sögð hafa veist að því þriðja, slegið með áhaldi og rænt. Atvikið er sagt hafa átt sér stað við verslunarmiðstöð.

Innlent

„Mjög miður að við séum komin á þennan stað“

Formaður Afls starfsgreinafélags segir það mjög miður að kjaraviðræður við Alcoa Fjarðarál séu komnar á þann stað sem blasi við. Innan tveggja vikna muni liggja fyrir hvort 400 starfsmenn leggi niður störf, þolinmæðin sé af skornum skammti.

Innlent

Syrgja fallið korna­barn: „Það er ekkert plan, engin lausn“

Íslendingur sem býr skammt frá aðsetri ríkisstjórnar Úkraínu, sem stóð í ljósum logum í morgun, segist hafa sofið í gegnum hvelli og sprengingar. Árásir á Kænugarð séu orðnar daglegt brauð en reiði og sorg einkenni borgarbúa eftir að móðir og kornungt barn hennar lést í árásinni í nótt.

Innlent

Kröftug mót­mæli brjóti ekki gegn mál­frelsi

Rithöfundur og þingmaður Sjálfstæðisflokksins ræddu málfrelsi sem mikið hefur verið til umræðu eftir umdeildan Kastljós-þátt. Þau sammælast um að á Íslandi ríki málfrelsi en það þýði ekki að segja ætti allt sem hver maður hugsar. Það að vera ósammála skoðunum annarra sé ekki brot á málfrelsi.

Innlent

Vilja skylda sam­skipta­for­rit til að skanna einka­skila­boð fólks

Harðar deilur standa yfir á Evrópuþinginu um löggjöf sem skyldar netveitur og samskiptaforrit til að skanna skilaboð notenda áður en þau eru dulkóðuð, en markmiðið er að greina efni sem tengist barnaníði og tilkynna um það. Andstæðingar frumvarpsins segja áformin brjóta gegn friðhelgi einkalífs og þau opni dyr fyrir víðtæka eftirlitsheimild yfir einkasamskiptum fólks.

Erlent

Rafmagnsflugvél reynd í á­ætlunar­flugi í Noregi

Fyrsta áætlunarflug rafknúinnar flugvélar í Noregi var farið síðastliðinn fimmtudag í tilraunaskyni. Flogið var milli Stafangurs og Björgvinjar á rafmagnsflugvélinni Alia, sem framleidd er af bandaríska fyrirtækinu Beta Technologies. Flugið er liður í þróunarverkefni í átt að kolefnislausum flugsamgöngum.

Erlent

Já­kvæð gagn­vart nýrri at­vinnu­stefnu

Formaður VR og framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segjast jákvæðir gagnvart nýrri atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar. Hins vegar þurfi enn að huga að nokkrum hlutum líkt og hverjir eigi að vinna störfin.

Innlent

Frá­bær og vel heppnuð Ljósanótt

Ljósanótt í Reykjanesbæ náði hápunkti sínum í gærkvöldi með stórtónleikum, sem haldnir voru undir berum himni og glæsilegri flugeldasýningu. Hátíðinni lýkur í kvöld með Ljósanæturmessu með Bjartmari Guðlaugssyni.

Innlent

„Mark­miðið er að inn­lima Úkraínu í á­hrifa­svæði Rúss­lands“

Rússar gerðu umfangsmestu eldflauga- og drónaárásir frá upphafi innrásar í Úkraínu í nótt. Minnst fjórir eru látnir, þar á meðal ungbarn, og aðsetur ríkisstjórnarinnar í Kænugarði varð fyrir skemmdum. Sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum segir þetta enn eina staðfestinguna á að Rússar taki friðartal ekki alvarlega.

Erlent

Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael

Utanríkisráðherra mun halda á fund utanríkismálanefndar á morgun til að kynna mögulegar aðgerðir gegn Ísrael vegna ástandsins á Gaza. Meðal þess sem verður rætt er sá möguleika að slíta fríverslunarsamningi við Ísrael. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum

Innlent

Fanga­geymslur fullar eftir eril­sama nótt

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt og voru allar fangageymslur á Hverfisgötu fullar í morgun eftir eril næturinnar. Tilkynnt var um nokkrar líkamsárásir, fíkniefnalagabrot og ofurölvi menn til vandræða.

Innlent

Rigning í dag

Spáð er norðaustan 5-13 metrum á sekúndu og rigningu í dag, talsverðri um tíma suðaustantil, en þurrt um landið vestanvert fram eftir degi.

Veður