Sport

Fletcher fékk blessun frá Fergu­son

Darren Fletcher mun stýra liði Manchester United í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið mætir Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fletcher segist hafa leitað blessunar fyrrverandi stjóra síns hjá Manchester United, Sir Alex Ferguson, áður en hann tók við sem bráðabirgðastjóri á Old Trafford.

Enski boltinn

Haukur klár í stærra hlut­verk

„Stemningin er bara mjög góð eins og hún er alltaf á þessum tímapunkti að fara að byrja þetta og við erum bara spenntir að koma okkur út og spila fyrstu æfingaleikina, klára þennan undirbúning og gera það vel,“ segir Haukur Þrastarson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í handbolta í Safamýrinni í gær.

Sport

Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári

Íslenskur fjallahlaupari náði mögnuðum árangri á síðasta ári en hún hefur undanfarið ár hvatt fólk til að koma á Esjuna en um leið farið fyrir öðrum með ótrúlegu magni af ferðum upp að Steini.

Sport

Elvar eitraður í endur­komu

Landsliðsmaðurinn Elvar Már Friðriksson átti stórleik fyrir lið sitt Anwil Wloclawek í 97-90 sigri á Gornik Walbrzych í pólsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

„Við tókum ekki mikið frí“

Njarðvík vann gríðarlega öflugan og öruggan 31 stigs sigur á liði KR 106-75 þegar þessi lið mættust í toppslag Bónus deild kvenna í IceMar höllinni í kvöld. 

Sport

Auð­mjúkur nýr stjóri Chelsea

„Þetta er mikill heiður og ég er mjög auðmjúkur að fá tækifæri til að verða stjóri Chelsea,“ segir hinn 41 árs gamli Englendingur Liam Rosenior í samtali við BBC en hann hefur skrifað undir fimm og hálfs árs samning við enska knattspyrnufélagið og tekur við liðinu af Enzo Maresca sem var rekinn á nýársdag.

Sport

Úr­vals­lið Alberts sneri baki í hann

Albert Brynjar Ingason setti saman sitt úrvalslið eftir fyrri hlutann í ensku úrvalsdeildinni í síðasta þætti af Sunnudagsmessunni. Lið hans var skipað af fjórum Arsenal mönnum, þremur leikmaður úr Manchester City, einum úr Manchester United, einum úr Aston Villa, einum úr Sunderland og að lokum einum úr Brentford.

Enski boltinn

Leik­manni Tinda­stóls var meinaður að­gangur inn í landið

Tindastóll mætir Sigal Prishtina frá Kósóvó í ENBL-deildinni í kvöld. Ivan Gavrilovic verður ekki með liðinu. Stólarnir millilentu í Istanbúl á leið sinni yfir til Kósóvó en þegar fara átti með liðið í gegnum vegabréfaeftirlitið í landinu fékk einn leikmaður liðsins ekki leyfi til að koma inn í landið. Það er Serbinn Ivan Gavrilovic og mun ástæðan vera pólitísk.

Körfubolti