Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, virðist vera tilbúinn að gefa Portúgalanum Ruben Amorim nokkur ár til að snúa gengi liðsins við á Old Trafford. Enski boltinn 9.10.2025 08:02 Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Veðmálauglýsingar virðast eiga auðvelt með að komast fyrir framan augu sjónvarpsáhorfenda þrátt fyrir að vera bannaðar. Þetta sýnir ný rannsókn hjá Bristol-háskóla í Englandi. Enski boltinn 9.10.2025 07:30 „Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 9.10.2025 07:03 Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Vináttuleikur Argentínu og Púertó Ríkó, sem átti upphaflega að fara fram í næstu viku í Chicago, hefur verið fluttur til Flórída vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í borginni. Fótbolti 9.10.2025 06:32 Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 8.10.2025 22:02 Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Þrátt fyrir vindasaman leik sigraði Breiðablik 4-0 gegn Spartak Subotica í Evrópubikar kvenna í fótbolta í kvöld. Birta Georgsdóttir fagnaði framlagi ungra leikmanna í leiknum. Fótbolti 8.10.2025 21:25 Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Þrátt fyrir vasklega framgöngu varð norska liðið Vålerenga, með Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur innanborðs, að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 8.10.2025 21:19 Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Breiðablik sigraði Spartak Subotica með fjórum mörkum í Evrópukeppni kvenna í kvöld. Veðrið hafði töluverð áhrif á leikinn en Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði að liðið hefði átt að vera betra með boltann í kvöld og var í raun vonsvikinn þrátt fyrir 4-0 sigur. Fótbolti 8.10.2025 20:57 Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fótbolti 8.10.2025 18:58 Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. Fótbolti 8.10.2025 18:24 Salah sendi Egypta á HM Mohamed Salah og félagar hans í egypska landsliðinu verða með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir 3-0 sigur gegn Djibútí í dag. Fótbolti 8.10.2025 18:05 Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Breiðablik sigraði Spartak Subotica frá Serbíu 4-0 í Evrópubikar kvenna í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði tvennu og Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Blika. Breiðablik fer því með fjögurra mark forystu í seinni leikinn sem fer fram í Serbíu. Fótbolti 8.10.2025 17:16 Björgvin Brimi í Víking Íslandsmeistarar Víkings hafa samið við hinn sautján ára Björgvin Brima Andrésson. Hann kemur til liðsins frá Gróttu. Íslenski boltinn 8.10.2025 16:20 Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Marco van Basten var ekki eina fótboltastjarna tíunda áratugarins sem hætti að spila fótbolta löngu fyrir þrítugt. Eftirminnilegur Svíi setti skóna líka óvenjulega snemma upp á hilluna. Fótbolti 8.10.2025 14:32 Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Strákarnir í Fantasýn halda áfram að fara yfir stöðu mála í ýmsum vel völdum einkadeildum í Fantasy. Í síðasta þætti kíktu þeir á Fantasy-deild nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings. Aldursforseti liðsins er á toppi deildarinnar en illa gengur hjá þjálfaranum. Enski boltinn 8.10.2025 13:47 „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Knattspyrnukonan Ashleigh Plumptre tók umdeild skref fyrir nokkrum árum þegar hún ákvað að semja við lið í Sádi-Arabíu. Fótbolti 8.10.2025 12:31 Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í fótbolta þrátt fyrir pressu frá fjölskyldu sinni. Hann ætlar sér að ná þúsund mörkum fyrstur allra í opinberum keppnisleikjum. Fótbolti 8.10.2025 11:31 Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Emirates-leikvangurinn, heimavöllur Arsenal, er að verða tuttugu ára á næsta ári og hann gæti fengið risauppfærslu í afmælisgjöf. Enski boltinn 8.10.2025 10:00 Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Þjálfari Íslandsmeistara Víkings, Sölvi Geir Ottesen, var tekinn í yfirheyrslu í Brennslunni á FM 957. Þar greindi hann meðal annars frá hjátrú sem hann var með fyrir leiki þegar hann var leikmaður. Íslenski boltinn 8.10.2025 09:32 Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Hæstráðendur hjá Manchester United eru sannfærðir um að leikmenn liðsins vilji halda aðalþjálfaranum Ruben Amorim en þetta kom í ljós á dögunum eftir jákvæð samtöl milli leikmanna og stjórnarmanna félagsins. Enski boltinn 8.10.2025 09:00 Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Keflavík hefur fundið þjálfara fyrir kvennaliðið sitt í fótboltanum og þeir leituðu ekki langt. Íslenski boltinn 8.10.2025 08:17 Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Norðmenn eru nú að undirbúa sig fyrir risaleik í undankeppni HM 2026. Menn hafa svo sem ekki miklar áhyggjur af norska liðinu inni á vellinum heldur miklu frekar því sem gerist utan hans. Fótbolti 8.10.2025 08:01 Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Steven Gerrard segir að andrúmsloftið og slæm liðsheild innan enska landsliðsins hafi átt mikinn þátt í því að ekkert gekk hjá enska liðinu þrátt fyrir að það væri uppfullt af frábærum leikmönnum. Enski boltinn 8.10.2025 07:30 Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. Fótbolti 8.10.2025 07:01 Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu. Fótbolti 7.10.2025 23:13 Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. Fótbolti 7.10.2025 22:42 Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. Fótbolti 7.10.2025 21:16 Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Afturelding spilar leik upp á líf og dauða að Varmá sunnudaginn 19. október, við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þjálfarinn og tveir lykilmenn Aftureldingar verða þá í banni. Íslenski boltinn 7.10.2025 19:13 „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. Fótbolti 7.10.2025 18:46 Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Spænski bakvörðurinn Jordi Alba hefur nú tilkynnt að hann muni leggja takkaskóna á hilluna í vetur, þegar tímabili hans með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni lýkur. Fótbolti 7.10.2025 18:00 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Sir Jim Ratcliffe, meðeigandi Manchester United, virðist vera tilbúinn að gefa Portúgalanum Ruben Amorim nokkur ár til að snúa gengi liðsins við á Old Trafford. Enski boltinn 9.10.2025 08:02
Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Veðmálauglýsingar virðast eiga auðvelt með að komast fyrir framan augu sjónvarpsáhorfenda þrátt fyrir að vera bannaðar. Þetta sýnir ný rannsókn hjá Bristol-háskóla í Englandi. Enski boltinn 9.10.2025 07:30
„Staða mín er svolítið erfið“ Þórir Jóhann Helgason segist hungraður í að fá að spila mínútur, bæði með íslenska landsliðinu og liði sínu Lecce á Ítalíu. Framundan eru tveir risaleikir hjá Íslandi, gegn Úkraínu á föstudag og Frakklandi á mánudag, í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 9.10.2025 07:03
Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Vináttuleikur Argentínu og Púertó Ríkó, sem átti upphaflega að fara fram í næstu viku í Chicago, hefur verið fluttur til Flórída vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í borginni. Fótbolti 9.10.2025 06:32
Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ „Það er mjög gaman að sjá að fólkið er að bakka okkur upp, og að það sé uppselt á báða leikina. Það er mjög spennandi,“ segir Ísak Bergmann Jóhannesson. Hann ætlar að hlaupa manna mest á Laugardalsvelli á föstudaginn, í leiknum mikilvæga við Úkraínu í undankeppni HM í fótbolta. Fótbolti 8.10.2025 22:02
Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Þrátt fyrir vindasaman leik sigraði Breiðablik 4-0 gegn Spartak Subotica í Evrópubikar kvenna í fótbolta í kvöld. Birta Georgsdóttir fagnaði framlagi ungra leikmanna í leiknum. Fótbolti 8.10.2025 21:25
Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Þrátt fyrir vasklega framgöngu varð norska liðið Vålerenga, með Sædísi Rún Heiðarsdóttur og Örnu Eiríksdóttur innanborðs, að sætta sig við 1-0 tap á útivelli gegn Manchester United í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Fótbolti 8.10.2025 21:19
Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Breiðablik sigraði Spartak Subotica með fjórum mörkum í Evrópukeppni kvenna í kvöld. Veðrið hafði töluverð áhrif á leikinn en Nik Chamberlain, þjálfari Blika, sagði að liðið hefði átt að vera betra með boltann í kvöld og var í raun vonsvikinn þrátt fyrir 4-0 sigur. Fótbolti 8.10.2025 20:57
Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Fótbolti 8.10.2025 18:58
Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. Fótbolti 8.10.2025 18:24
Salah sendi Egypta á HM Mohamed Salah og félagar hans í egypska landsliðinu verða með á HM í fótbolta næsta sumar, eftir 3-0 sigur gegn Djibútí í dag. Fótbolti 8.10.2025 18:05
Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Breiðablik sigraði Spartak Subotica frá Serbíu 4-0 í Evrópubikar kvenna í kvöld. Agla María Albertsdóttir skoraði tvennu og Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði sitt fyrsta mark fyrir Blika. Breiðablik fer því með fjögurra mark forystu í seinni leikinn sem fer fram í Serbíu. Fótbolti 8.10.2025 17:16
Björgvin Brimi í Víking Íslandsmeistarar Víkings hafa samið við hinn sautján ára Björgvin Brima Andrésson. Hann kemur til liðsins frá Gróttu. Íslenski boltinn 8.10.2025 16:20
Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Marco van Basten var ekki eina fótboltastjarna tíunda áratugarins sem hætti að spila fótbolta löngu fyrir þrítugt. Eftirminnilegur Svíi setti skóna líka óvenjulega snemma upp á hilluna. Fótbolti 8.10.2025 14:32
Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Strákarnir í Fantasýn halda áfram að fara yfir stöðu mála í ýmsum vel völdum einkadeildum í Fantasy. Í síðasta þætti kíktu þeir á Fantasy-deild nýkrýndra Íslandsmeistara Víkings. Aldursforseti liðsins er á toppi deildarinnar en illa gengur hjá þjálfaranum. Enski boltinn 8.10.2025 13:47
„Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Knattspyrnukonan Ashleigh Plumptre tók umdeild skref fyrir nokkrum árum þegar hún ákvað að semja við lið í Sádi-Arabíu. Fótbolti 8.10.2025 12:31
Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í fótbolta þrátt fyrir pressu frá fjölskyldu sinni. Hann ætlar sér að ná þúsund mörkum fyrstur allra í opinberum keppnisleikjum. Fótbolti 8.10.2025 11:31
Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Emirates-leikvangurinn, heimavöllur Arsenal, er að verða tuttugu ára á næsta ári og hann gæti fengið risauppfærslu í afmælisgjöf. Enski boltinn 8.10.2025 10:00
Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Þjálfari Íslandsmeistara Víkings, Sölvi Geir Ottesen, var tekinn í yfirheyrslu í Brennslunni á FM 957. Þar greindi hann meðal annars frá hjátrú sem hann var með fyrir leiki þegar hann var leikmaður. Íslenski boltinn 8.10.2025 09:32
Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Hæstráðendur hjá Manchester United eru sannfærðir um að leikmenn liðsins vilji halda aðalþjálfaranum Ruben Amorim en þetta kom í ljós á dögunum eftir jákvæð samtöl milli leikmanna og stjórnarmanna félagsins. Enski boltinn 8.10.2025 09:00
Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Keflavík hefur fundið þjálfara fyrir kvennaliðið sitt í fótboltanum og þeir leituðu ekki langt. Íslenski boltinn 8.10.2025 08:17
Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Norðmenn eru nú að undirbúa sig fyrir risaleik í undankeppni HM 2026. Menn hafa svo sem ekki miklar áhyggjur af norska liðinu inni á vellinum heldur miklu frekar því sem gerist utan hans. Fótbolti 8.10.2025 08:01
Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Steven Gerrard segir að andrúmsloftið og slæm liðsheild innan enska landsliðsins hafi átt mikinn þátt í því að ekkert gekk hjá enska liðinu þrátt fyrir að það væri uppfullt af frábærum leikmönnum. Enski boltinn 8.10.2025 07:30
Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Nú eru aðeins tveir dagar í gríðarlega mikilvægan leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM karla í fótbolta, á Laugardalsvelli. Einn af þeim sem íslensku strákarnir munu þó ekki glíma við er markvörðurinn Andriy Lunin, leikmaður Real Madrid, sem sagður er í fýlu við landsliðsþjálfarann. Fótbolti 8.10.2025 07:01
Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, hefur sett sjö fótboltamenn í árs bann og veitt malasíska knattspyrnusambandinu háa sekt fyrir að falsa fæðingarvottorð leikmannanna svo að þeir mættu spila fyrir hönd Malasíu. Fótbolti 7.10.2025 23:13
Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. Fótbolti 7.10.2025 22:42
Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. Fótbolti 7.10.2025 21:16
Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Afturelding spilar leik upp á líf og dauða að Varmá sunnudaginn 19. október, við Vestra í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Þjálfarinn og tveir lykilmenn Aftureldingar verða þá í banni. Íslenski boltinn 7.10.2025 19:13
„Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Logi Tómasson er ánægður með sína stöðu hjá Samsunspor eftir komuna í tyrkneska fótboltann. Núna bíður hann eftir tækifæri á ný með íslenska landsliðinu en styður fyllilega við bakið á Mikael Agli Ellertssyni, keppinaut sínum um vinstri bakvarðarstöðuna. Fótbolti 7.10.2025 18:46
Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita Spænski bakvörðurinn Jordi Alba hefur nú tilkynnt að hann muni leggja takkaskóna á hilluna í vetur, þegar tímabili hans með Inter Miami í bandarísku MLS-deildinni lýkur. Fótbolti 7.10.2025 18:00