Veiði Góð opnun í Blöndu Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Veiði 6.6.2011 09:50 Lokadagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum í dag Í dag er síðasti dagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum á Langholtsvegi 111. Það hefur verið mikil umferð af fólki í búðina í dag að sögn Hilla enda dagskráin þétt af kynningum fyrir veiðimenn. Guideline línurnar hafa til dæmis verið á tilboði með 20% afsætti í allann dag og Tommi Za, sem tók 23 punda urriða í Þingvallavatni um daginn gefur mönnum góð ráð við val á flugum fyrir vötnin í sumar. Boðið verður uppá grillaðar pylsur í dag og krakkarnir fá Svala með. Veiðimessan stendur yfir til klukkan 17:00 í dag. Veiði 5.6.2011 12:15 Fyrstu laxarnir komnir á land Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Veiði 5.6.2011 11:41 Norðurá opnar í fyrramálið Á sunnudagsmorgun á slaginu 7:00 mun formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, taka fyrstu köstin á Brotið.Stjórnarmenn fóru í leiðangur meðfram ánni í dag og sáu laxa bæði á Brotinu og á Stokkhylsbroti. Það var mat manna að Eyrin væri í afbragðsvatni og þó ekki hafi sést fiskur þar, þá telja stjórnarmenn að hún sé smekkfull af laxi. Veiði 4.6.2011 21:29 Boltar í Baugstaðarós Það er sjaldan að fréttir berast úr Volanum eða úr Baugstaðaósi. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta allt of mikið bera á svæðinu! Veiði 4.6.2011 14:44 Hítará áfram hjá SVFR Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal. Veiði 4.6.2011 14:42 Veiðitölur úr Veiðivötnum 2010, það styttist í opnun Nú styttist í opnun veiðivatna og það er þess vegna gaman að rýna í veiðitölur frá síðasta sumri og telja niður dana í opnun sem verður 17. júní næstkomandi. Veiði 3.6.2011 14:45 Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Nú eru verslanirnar að kynna nýju vörurnar fyrir sumarið og það er spennandi að sjá allar þær nýjungar sem framleiðendur eru að koma með á markað. Veiði 3.6.2011 14:35 Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR. Veiði 3.6.2011 13:37 Nýi Scierra bæklingurinn kominn í Veiðihornið Nýi Scierra bæklingurinn er nú kominn í Veiðihornið. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það hve mikinn áhuga Scierra menn sýna Íslandi enn á ný. Veiði 3.6.2011 09:22 400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Opnunarhollin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal gerðu ágæta veiði. Í Mývatnssveitinni komu 310 urriðar en um hundrað fiskar í Laxárdalnum. Veitt er á 24 stangir. Veiði 3.6.2011 08:09 Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Laxarnir eru byrjaðir að bylta sér í Blöndu. Meira vatn er í Norðurá en á sama tíma í fyrra. Talsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Lax-á eru bjartsýnir og Veiðimálastofnun býst við góðri laxveiði í sumar. Veiði 3.6.2011 08:04 Góð opnun í Laxárdalnum Opnunardagarnir voru góðir í Laxárdalnum, og í raun merkilegt hvað veiddist miðað við aðstæður. Mál manna er að mun meira sé af fiski en síðustu sumur. Veiði 1.6.2011 20:32 Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Föstudaginn 27. maí var farin vettvangsferð og ár kannaðar á öskufallssvæðinu frá Grímsvatnagosinu. Vatnsföll voru skoðuð í Landbroti, á Síðu og í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Aska var alls staðar greinileg á jörðu, en fór mikið vaxandi þegar komið var austur fyrir Fossála og austur í Fljótshverfi, en þar varð öskufallið mest. Gert hafði úrkomu og vatn vaxið í ám, allar bergvatnsár voru litaðar af öskuframburði, misjafnlega þó. Leiðni og sýrustig (pH) árvatnsins voru mæld, seiði rafveidd og vatnsýni tekin til nánari greiningar á efnainnihaldi. Veiði 1.6.2011 14:23 Með Veiðikortið í vasanum Hann Einar sendi okkur frásögn af því þegar hann skaust til veiða í Kringluvatn fyrir norðan. Það hefur eitthvað látið bíða eftir sér sumarið fyrir norðan en við látum frásögnina tala sínu máli, Veiði 1.6.2011 13:27 Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Verslunin Veiðiflugur fagnar veiðisumrinu 2011 og býður til veiðisýningar í verslun Veiðiflugna á Langholtsvegi 111 4 og 5 Júní. Húsið opnar kl 10.00 á laugard og verðum til kl. 18.00 og á sunnudginn opnum við kl. 11.00 og verðum til kl. 17.00 Veiði 1.6.2011 13:06 Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Við drógum áðan úr innsendum veiðifréttum og það var Ólafur Daði Hermannsson sem var dreginn úr pottinum. Við óskum honum til hamingju og þökkum honum, og öllum hinum sem sendu inn fréttir kærlega fyrir skemmtilega veiðifrétt. Ólafur hlýtur veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola frá SVFR. Veiði 1.6.2011 12:04 Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Ekki hafði eldgosið áhrif á Minnivallalæk, smá aska um tíma sem hvarf svo fljótlega. Fyrir gos var hópur að veiðum helgina 13-15. maí sem veiddi mjög vel er mér tjáð, meðal annars bolti um 80 cm úr Stöðvarhyl og bókaður 6 kg, og einnig veiddust nokkrir mjög stórir úr Viðarhólma neðar í ánni. Veiði 1.6.2011 11:42 Fleiri veiðimenn tilkynna laxagöngur í Elliðaánum Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Veiði 1.6.2011 11:09 Laxarnir mættir í Elliðaárnar Svo virðist sem að lax sé genginn í Elliðaárnar samkvæmt arnaraugum Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Laxinn er töluvert seinna á ferðinni en undanfarin sumur. Veiði 1.6.2011 10:10 Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Tommi í Veiðiportinu fékk draumafiskinn í Þingvallavatni fyrir skömmu. Var um að ræða 23 punda risaurriða samkvæmt frétt frá Veiðikortinu. Veiði 1.6.2011 10:04 Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Vanir veiðimenn við Laxá í Mývatnssveit hafa sjaldan séð urriðann jafn vel haldinn og nú. Sannkölluð stórfiskaveiði hefur verið fyrstu dagana og veiddust 100 fyrsta daginn! Veiði 31.5.2011 16:09 Laxinn mættur í Blöndu Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Veiði 31.5.2011 14:43 Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana. Veiði 31.5.2011 13:31 Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiðislóð, tímarit um sportveiði og tengt efni er nú komið út. Það fjallar eins og fram hefur komið, um allrar handa sportveiði í fersku vatni og söltu. Síðar kemur skotveiði einnig inn í myndina. Veiði 31.5.2011 09:38 Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins. Veiði 31.5.2011 09:29 Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiðiflugur geta glatt veiðimenn á því að veiðivestið frá Marc Petitjen er komið í búðina. Veiði 31.5.2011 09:14 Opnunardagur í kulda fyrir norðan Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Mjög kalt hefur verið nyrðra og urriðann þarf að sækja niður við botn að þessu sinni. Veiði 29.5.2011 22:09 Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Veiði 29.5.2011 21:30 Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji Veiði 29.5.2011 21:17 « ‹ 128 129 130 131 132 133 … 133 ›
Góð opnun í Blöndu Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Veiði 6.6.2011 09:50
Lokadagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum í dag Í dag er síðasti dagur Veiðimessu hjá Veiðiflugum á Langholtsvegi 111. Það hefur verið mikil umferð af fólki í búðina í dag að sögn Hilla enda dagskráin þétt af kynningum fyrir veiðimenn. Guideline línurnar hafa til dæmis verið á tilboði með 20% afsætti í allann dag og Tommi Za, sem tók 23 punda urriða í Þingvallavatni um daginn gefur mönnum góð ráð við val á flugum fyrir vötnin í sumar. Boðið verður uppá grillaðar pylsur í dag og krakkarnir fá Svala með. Veiðimessan stendur yfir til klukkan 17:00 í dag. Veiði 5.6.2011 12:15
Fyrstu laxarnir komnir á land Fyrsti laxinn er kominn úr Norðurá. Það var Ásmundur Helgason, stjórnarmaður í Stangveiðifélagi Reykjavíkur sem veiddi fyrsta laxinn á Stokkhylsbrotinu og það var 84 sentimetra löng nýgengin hrygna, líklega um 13-15 pund. Veiði 5.6.2011 11:41
Norðurá opnar í fyrramálið Á sunnudagsmorgun á slaginu 7:00 mun formaður SVFR, Bjarni Júlíusson, taka fyrstu köstin á Brotið.Stjórnarmenn fóru í leiðangur meðfram ánni í dag og sáu laxa bæði á Brotinu og á Stokkhylsbroti. Það var mat manna að Eyrin væri í afbragðsvatni og þó ekki hafi sést fiskur þar, þá telja stjórnarmenn að hún sé smekkfull af laxi. Veiði 4.6.2011 21:29
Boltar í Baugstaðarós Það er sjaldan að fréttir berast úr Volanum eða úr Baugstaðaósi. Það þarf alls ekki að þýða að þar sé slök veiði, frekar að menn vilji ekki láta allt of mikið bera á svæðinu! Veiði 4.6.2011 14:44
Hítará áfram hjá SVFR Hítará hefur svo sannarlega slegið í gegn hjá félagsmönnum, enda umhverfi árinnar stórfenglegt, sérlega fallegir veiðistaðir og gamla veiðihús Jóhannesar á Borg, Lundur, á sér engan líka.Veiðin hefur verið mjög góð síðastliðin ár og vonir standa til að göngur í ánna verði með besta móti í sumar. Vatnsmiðlunin í Hítarvatni hefur verið virkjuð að hluta, þannig að ef til mikilla þurka kemur í sumar, þá verður smávegis forði þar til hjálpar. Reyndar segir "Sigga á Brúarfossi“ að öll vortungl hafi kveiknað í vestri og það veit á rigningarsumar á Mýrunum og jafnvel líkur á að það rigni upp í Norðurárdal. Veiði 4.6.2011 14:42
Veiðitölur úr Veiðivötnum 2010, það styttist í opnun Nú styttist í opnun veiðivatna og það er þess vegna gaman að rýna í veiðitölur frá síðasta sumri og telja niður dana í opnun sem verður 17. júní næstkomandi. Veiði 3.6.2011 14:45
Vesturröst kynnir nýja línu í veiðivörum frá Airflo Nú eru verslanirnar að kynna nýju vörurnar fyrir sumarið og það er spennandi að sjá allar þær nýjungar sem framleiðendur eru að koma með á markað. Veiði 3.6.2011 14:35
Veiðifréttaleikurinn heldur áfram í júní Við þökkum þeim fjölmörgu sem sendu okkur veiðifréttir og veiðimyndir í júní mánuði. Við ætlum að halda áfram með leikinn núna í júní og hvetjum ykkur veiðimenn og veiðikonur að senda okkur veiðifréttirnar ykkar. Það verður dregið úr innsendum fréttum 1. júlí og í boði verður glæsilegt veiðileyfi. það var Ólafur Daði sem var dreginn út fyrir maí og hann er að fara skella sér ásamt félaga í Baugstaðarós í boði SVFR. Veiði 3.6.2011 13:37
Nýi Scierra bæklingurinn kominn í Veiðihornið Nýi Scierra bæklingurinn er nú kominn í Veiðihornið. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi ef ekki væri fyrir það hve mikinn áhuga Scierra menn sýna Íslandi enn á ný. Veiði 3.6.2011 09:22
400 Urriðar á land í Laxá í köldu veðri Opnunarhollin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal gerðu ágæta veiði. Í Mývatnssveitinni komu 310 urriðar en um hundrað fiskar í Laxárdalnum. Veitt er á 24 stangir. Veiði 3.6.2011 08:09
Laxarnir farnir að bylta sér í Blöndu og Norðurá Laxarnir eru byrjaðir að bylta sér í Blöndu. Meira vatn er í Norðurá en á sama tíma í fyrra. Talsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Lax-á eru bjartsýnir og Veiðimálastofnun býst við góðri laxveiði í sumar. Veiði 3.6.2011 08:04
Góð opnun í Laxárdalnum Opnunardagarnir voru góðir í Laxárdalnum, og í raun merkilegt hvað veiddist miðað við aðstæður. Mál manna er að mun meira sé af fiski en síðustu sumur. Veiði 1.6.2011 20:32
Áhrif öskufalls frá Grímsvötnum á veiðivötn í Skaftárhreppi Föstudaginn 27. maí var farin vettvangsferð og ár kannaðar á öskufallssvæðinu frá Grímsvatnagosinu. Vatnsföll voru skoðuð í Landbroti, á Síðu og í Fljótshverfi í Skaftárhreppi. Aska var alls staðar greinileg á jörðu, en fór mikið vaxandi þegar komið var austur fyrir Fossála og austur í Fljótshverfi, en þar varð öskufallið mest. Gert hafði úrkomu og vatn vaxið í ám, allar bergvatnsár voru litaðar af öskuframburði, misjafnlega þó. Leiðni og sýrustig (pH) árvatnsins voru mæld, seiði rafveidd og vatnsýni tekin til nánari greiningar á efnainnihaldi. Veiði 1.6.2011 14:23
Með Veiðikortið í vasanum Hann Einar sendi okkur frásögn af því þegar hann skaust til veiða í Kringluvatn fyrir norðan. Það hefur eitthvað látið bíða eftir sér sumarið fyrir norðan en við látum frásögnina tala sínu máli, Veiði 1.6.2011 13:27
Veiðimessa um helgina hjá Veiðiflugum Verslunin Veiðiflugur fagnar veiðisumrinu 2011 og býður til veiðisýningar í verslun Veiðiflugna á Langholtsvegi 111 4 og 5 Júní. Húsið opnar kl 10.00 á laugard og verðum til kl. 18.00 og á sunnudginn opnum við kl. 11.00 og verðum til kl. 17.00 Veiði 1.6.2011 13:06
Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Við drógum áðan úr innsendum veiðifréttum og það var Ólafur Daði Hermannsson sem var dreginn úr pottinum. Við óskum honum til hamingju og þökkum honum, og öllum hinum sem sendu inn fréttir kærlega fyrir skemmtilega veiðifrétt. Ólafur hlýtur veiðileyfi fyrir 2 stangir í Baugstaðarós/Vola frá SVFR. Veiði 1.6.2011 12:04
Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Ekki hafði eldgosið áhrif á Minnivallalæk, smá aska um tíma sem hvarf svo fljótlega. Fyrir gos var hópur að veiðum helgina 13-15. maí sem veiddi mjög vel er mér tjáð, meðal annars bolti um 80 cm úr Stöðvarhyl og bókaður 6 kg, og einnig veiddust nokkrir mjög stórir úr Viðarhólma neðar í ánni. Veiði 1.6.2011 11:42
Fleiri veiðimenn tilkynna laxagöngur í Elliðaánum Daníel Örn Jóhannesson var staddur við Sjávarfoss í Elliðaánum fyrir nokkrum mínútum og sá þar greinilega nokkra laxa. Hann hringdi í okkur hjá Veiðivísi og ætlaði að kíkja víðar í ánna til að sjá hvort fleiri laxar væru gengnir í ánna. Ásgeir Heiðar sá laxa í morgun í ánum og það er því klárt mál að þeir sem eiga daga í opnun geta farið að hlakka til. Ef kistan er lokuð þá stoppa laxarnir í Teljarastreng og Efri Móhyl, þar sjást þeir vel ef menn skyggna hyljina varlega. Veiði 1.6.2011 11:09
Laxarnir mættir í Elliðaárnar Svo virðist sem að lax sé genginn í Elliðaárnar samkvæmt arnaraugum Ásgeirs Heiðars leiðsögumanns. Laxinn er töluvert seinna á ferðinni en undanfarin sumur. Veiði 1.6.2011 10:10
Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Tommi í Veiðiportinu fékk draumafiskinn í Þingvallavatni fyrir skömmu. Var um að ræða 23 punda risaurriða samkvæmt frétt frá Veiðikortinu. Veiði 1.6.2011 10:04
Ótrúlega gott ástand á Laxárurriðanum Vanir veiðimenn við Laxá í Mývatnssveit hafa sjaldan séð urriðann jafn vel haldinn og nú. Sannkölluð stórfiskaveiði hefur verið fyrstu dagana og veiddust 100 fyrsta daginn! Veiði 31.5.2011 16:09
Laxinn mættur í Blöndu Þeir hjá Lax-á fengu skemmtilegan póst í gær frá Höskuldi B Erlingsyni Lögreglumanni og leiðsögumanni í Blöndu og svona hljómar hann: "Ég fór sumsé í gær og aftur í morgun og kíkti í Damminn og Holuna. Fínasta veður og vatn með besta móti í Blöndu. Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar nokkra stund. Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Veiði 31.5.2011 14:43
Síðustu dagar Köldukvíslar framundan Við gerðum okkur ferð uppá hálendið í gær til að kanna stöðuna á vötnunum og almennt ástandið á umhverfinu eftir öskufall úr Grímsvatnagosinu. Það er nokkur aska ofan á jarðveginum en samt ekkert í líkingu við það sem maður átti von á. En það er ennþá rétt að detta í vor á hálendi suðurlands. Ís á Fellsendavatni, mikið jökulgrugg í flestum ám og lækjum, vegurinn inní Landmannalaugar ekki fær nema vel útbúnum jeppum o.s.fr. En það sem situr þó mest eftir er að sjá veiðiperluna Köldukvísl við Tungná eyðilagða í nafni virkjana. Veiði 31.5.2011 13:31
Nýtt frítt veftímarit um sportveiði Veiðislóð, tímarit um sportveiði og tengt efni er nú komið út. Það fjallar eins og fram hefur komið, um allrar handa sportveiði í fersku vatni og söltu. Síðar kemur skotveiði einnig inn í myndina. Veiði 31.5.2011 09:38
Vitlu eiga séns á stórlaxi í sumar? Samkvæmt könnun sem Flugur.is framkvæmdu er Laxá í Aðaldal draumaá flestra íslenskra veiðimanna. Líklega er það stórlaxinn sem sækir á drauma veiðimanna og skyldi engan undra. Sá sem hefur sett í stórlax í hinu magnaða umhverfi Laxár verður aldrei samur. Nessvæðið hefur verið sérstaklega gjöfult á stórlaxa enda er það nánast uppselt í sumar. Enn eru þó lausar stangir á Tjarnarsvæðinu, sem hefur í gegnum tíðina ávallt verið hluti Nessvæðisins. Veiði 31.5.2011 09:29
Ný veiðivesti hjá Veiðiflugum Veiðiflugur geta glatt veiðimenn á því að veiðivestið frá Marc Petitjen er komið í búðina. Veiði 31.5.2011 09:14
Opnunardagur í kulda fyrir norðan Veiði er hafin í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal. Mjög kalt hefur verið nyrðra og urriðann þarf að sækja niður við botn að þessu sinni. Veiði 29.5.2011 22:09
Vötnin að lifna við á suður og vesturlandi Núna er besti tíminn fyrir vatnaveiðina að fara af stað, í flestum vötnum. Fæðuframboðið er ekki orðið það mikið að bleikjan sé orðin vandlát á það sem hún étur þannig að sé hún almennt á staðnum ættu menn að setja í hana fljótlega ef réttar flugur eru undir og veitt sé á réttu dýpi. En stundum er líka bara gott að vera heppinn. Veiðivísir fékk símtal frá veiðimanni sem var að koma úr Þingvallavatni, en þar var hann í sinni fyrstu ferð eftir að hafa æft sig í vor úti á túni. Hann fór nýlega á kastnámskeið og fjárfesti í græjum sem á að nota mikið í sumar. Til að gera langa sögu stutta lagði hann bílnum, eins og hann sagði sjálfur, "við einhvern veg í þjóðgarðinum", labbaði að vatninu og fór að kasta. Veiði 29.5.2011 21:30
Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Það fer ekkert á milli mála að það er mættir einhverjir laxar í árnar. Það hefur sést til laxa nokkrum sinnum í Laxá í Kjós og þá má það heita pottþétt mál að Norðurá, Þverá/Kjarrá, Blanda og jafnvel fleiri ár séu þegar komnar með einhverja laxa í sína hylji Veiði 29.5.2011 21:17
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti