Lífið

Gefur endur­komu undir fótinn

Tónlistarmaðurinn Aron Can hefur verið í pásu frá tónlist undanfarna mánuði. Ástæðan sé ekki flogakast sem hann fékk í sumar heldur rekstur steinefnafyrirtækisins R8iant. Hann gefur þó endurkomu undir fótinn og horfir til tíu ára afmælistónleika á næsta ári.

Lífið

Enginn í jogging­buxum í París

„Það sem heillar mig mest við París er hversu lifandi borgin er. Hér búa um ellefu milljón manns og það er alltaf eitthvað í gangi sama hvaða dagur eða árstími er,“ segir viðskiptafræðineminn Sara Kamban sem er búsett í frönsku höfuðborginni og nýtur þess í botn. Hún ræddi við blaðamann um Parísarlífið.

Lífið

Embla Wigum flytur aftur á Klakann

Íslenska TikTok-stjarnan og förðunarfræðingurinn Embla Wigum hefur ákveðið að flytja aftur til Íslands eftir að hafa búið í fjögur ár í London. Frá þessu greinir Embla í einlægri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Skömminni skilað

Það beið mín ælupoki í sætinu á frumsýningunni á Skammarþríhyrningnum – nýjasta verki leikhóps sem kallar sig Stertabendu. Ælupokinn var í raun leikskrá sýningarinnar, sérhannaður til þess að geta tekið við skömminni – sá maður sig knúinn til að skila henni á miðri sýningu. Ég komst þó í gegnum verkið án þess að grípa til pokans enda sýningin ágætlega heppnuð þrátt fyrir einstaka vankanta.

Gagnrýni

Kynntust í Kefla­vík og gista saman í villu í Kenýa

„Við höfum meðal annars spilað golf á hrikalega flottum PGA golfvelli, farið í geggjað tveggja daga Safari, hitt ættbálka, farið á ströndina, farið á Jet Ski, borðað út um allt á frábærum veitingastöðum og notið lífsins þess á milli í villunni,“ segir Arnar Dór sem er staddur í sannkölluðu ævintýri í Kenýa um þessar mundir.

Ferðalög

„For­réttur sem ég býð öllum upp á“

Matgæðingurinn Svava Gunnarsdóttir, sem heldur úti vefsíðunni Ljúfmeti og lekkerheit, útbjó nýverið ljúffengan og einfaldan forrétt úr ferskum burrata-osti, bökuðum kirsuberjatómötum og grænu pestói.

Matur

Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu

Það var líf og fjör hjá skvísum landsins síðastliðinn fimmtudag þegar sænski tískurisinn Gina Tricot opnaði nýja og enn stærri verslun í Kringlunni. Meðal gesta voru áhrifavaldarnir Sunneva Einars og Jóhanna Helga en DJ Guðný Björk spilaði grípandi tóna.

Tíska og hönnun

„Finn ekki fyrir pressu“

Hver einasta kynslóð á sér sína Línu Langsokk enda birtist þessi ástsæla persóna fyrst í bók Astrid Lingren í nóvember árið 1945 og á því 80 ára afmæli von bráðar.

Lífið

Götu­lista­maðurinn Jójó látinn

Jón Magnússon, götulistamaður, lést á hjartadeild Landspítalans þann 19. september síðastliðinn. Hann var þekktur undir listamannsnafninu Jójó. Hann var 65 ára að aldri þegar hann lést en hann fæddist í Reykjavík 2. nóvember 1960. Foreldrar hans eru Nanna Jónsdóttir og James Andrew Shipp, sem er látinn.

Lífið

Heitir pabbar í hlaupaklúbbi

Það var mikil gleði um helgina í verslun 66°Norður á Hafnartorgi þegar fyrirtækið hélt hlaupaviðburð ásamt vörumerkinu R8iant sem er í eigu tónlistarmannsins Aron Can. Frægir feður, hlaup og nóg af söltum og steinefnum einkenndu þessa morgunstund. 

Tíska og hönnun

Skilnaðar-toppur í París

Nicole Kidman mætti með glænýjan topp og dætur sínar tvær á tískuvikuna í París þar sem hún var tilkynnt sem nýr sendiherra fyrir Chanel. Kidman bar sig vel þrátt fyrir að standa í miðjum skilnaði við Keith Urban, eiginmann sinn til tuttugu ára.

Tíska og hönnun

Hvernig er best að byggja upp traust?

Traust er grunnurinn að heilbrigðum og farsælum samskiptum, hvort sem um er að ræða fjölskyldu, vini eða samstarfsfólk. Það skapar öryggi, dýpri tengsl og auðveldar að leysa ágreining. En hvernig er best að byggja upp traust?

Lífið

„Lé­leg“ hönnun gervi­greindar reyndist mannanna verk

Fólk sem bölvaði því að plakat af Elly Vilhjálms hefði verið skapað með gervigreind reyndist hafa rangt fyrir sér. Teiknarar af holdi og blóði báru ábyrgðina. Hugkvæmdastjóri Brandenburg segir að fólk sem finnist hlutir „gervigreindarlegir“ dæmi þá greinilega fyrirfram. Hann spyr hvort vitneskjan um ferlið hafi áhrif á skoðanir fólks.

Menning

Á­hersla á hæg­læti á Sequences

Listahátíðin Sequences hefst á föstudag og stendur í tíu daga. Hátíðin er haldin annað hvert ár og er eina myndlistarhátíð landsins þar sem fjallað er um nútímalist. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er „Pása“.  Daría Sól Andrews er sýningarstjóri hátíðarinnar. 

Menning

„Guð skapaði þig og hann gerir ekki mis­tök“

„Ég er greind með POTS-heilkennið. Það var á tímabili mjög erfitt, en eftir að ég breytti mataræðinu mínu og tileinkaði mér heilbrigðan lífsstíl finn ég lítið fyrir sjúkdómnum í dag,“ segir Thelma Marín Ingadóttir, nemi og ungfrú Norðlingaholt.

Lífið

Saman á rauða dreglinum

Jennifer Lopez og Ben Affleck voru saman á rauða dreglinum í New York í gær vegna frumsýningar á nýrri söngleikjamynd. Var þetta í fyrsta skiptið sem hjónin fyrrverandi sjást opinberlega saman síðan þau ákváðu að skilja í fyrra.

Bíó og sjónvarp

„Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“

„Ég get ekki annað sagt en að það sé lífsins lukka að hafa hana í lífi mínu,“ segir Lea Björt Axelsdóttir, nemi og Ungfrú Gullfoss, um litlu systur sína sem er með Downs-heilkennið. Lea Björt segist brenna fyrir málefni fatlaðra, þar sem þau standi henni mjög nærri.

Lífið

Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér

Aðeins sólarhringsgömul var hún skilin eftir við brú í Dianjian-héraði í Kína. Þremur árum síðar reyndist hún mikill gleðigjafi ástfangins pars á Íslandi sem þráði að eignast barn saman. Hin tvítuga Maja Meixin Aceto leitar í dag fólksins sem sá sig tilneytt til að láta dóttur sína frá sér.

Lífið

Frið­rik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það!

Ég þekkti Vilhjálm Vilhjálmsson söngvara og textahöfund ágætlega í gegnum Þóru Guðmundsdóttur eiginkonu hans. Hún var vinkona systur minnar. Ég var þá nýorðinn táningur og Villi kom oft í heimsókn. Hann var einstaklega skemmtilegur og svo mikill húmoristi að það varð allt ákaflega gaman í kringum hann.

Gagnrýni

Krúttlegustu á­heyrnar­prufur ársins

Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins fóru fram í dag þar sem mat var lagt á 20 hunda og eigendur þeirra sem vonast eftir því að taka þátt í hundavinaverkefni Rauða krossins. Það miðar að því að rjúfa félagslega einangrun. Fréttastofa hlaut þann heiður að fylgjast með umræddu mati.

Lífið

Kossaflens á klúbbnum

Það var brjálað fjör á næturklúbbnum Auto á dögunum þegar rapparinn Birnir stóð fyrir eftirpartýi eftir stórtónleika sína í Laugardalshöll. Ofurskvísur, áhrifavaldar, stjörnmálafólk og aðrar stjörnur komu saman og stigu trylltan dans.

Lífið