Enski boltinn

Man City að blanda sér í kapphlaupið um Paul Pogba
Franski miðjumaðurinn Paul Pogba mun mögulega ekki þurfa að flytjast búferlum þó hann yfirgefi að öllum líkindum Manchester United í sumar.

Chelsea búið að samþykkja nýja eigendur
Búið er að ná samkomulagi um nýtt eignarhald á enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea eftir að félagið var tekið af fyrrum eiganda þess, Rússanum Roman Abramovich í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu.

Man Utd eytt 5.7 milljónum punda í hvert stig frá því Sir Alex Ferguson hætti
Síðan hinn goðsagnakenndi Sir Alex Ferguson hætti sem þjálfari Manchester United hefur félagið eytt 5.7 milljónum punda í leikmannakaup og laun fyrir hvert stig sem það hefur fengið í ensku úrvalsdeildinni. Það samsvarar 927 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi.

Rangnick útskýrði af hverju hann notaði ekki Lingard
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, varði ákvörðun sína að nota Jesse Lingard ekki í leiknum gegn Brentford á blaðamannafundi í dag.

Einn af lykilmönnum Leeds frá næsta hálfa árið
Stuart Dallas, einn af lykilmönnum enska fótboltaliðsins Leeds United, verður frá keppni næstu sex mánuði. Þetta kom fram á blaðamannafundi Jesse Marsch, þjálfara liðsins, í dag.

Conte: Tottenham verður að eyða stórum fjárhæðum til að ná Liverpool
Antonio Conte, knattspyrnustjóri Tottenham, segir að félagið þurfi að eyða miklum peningi í leikmenn ætli félagið að ná í skottið á Liverpool. Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Luis Diaz gæti unnið sex titla á tímabilinu
Þetta gæti orðið einstakt tímabil fyrir Liverpool-manninn Luis Diaz en svo gæti farið að hann vinni sex stóra titla á tímabilinu.

Stjórar Arsenal framlengja báðir
Knattspyrnustjórar karla- og kvennaliða Arsenal hafa báðir framlengt samninga sína við félagið.

Gamli Púlarinn segir mögulega fernu Liverpool ekki betri en þrennu United
Fyrrum framherji Liverpool á tíunda áratugnum er á þeirri skoðun að þrenna Manchester United frá 1999 sé meira afrek en að vinna fernuna í dag eins og Liverpool á enn möguleika á.

Evra segir að leikmenn West Ham hafi ekki viljað fara í sturtu með hommum
Patrice Evra hefur greint frá því að nokkrir fyrrverandi samherjar sínir hjá West Ham United hafi ekki viljað hafa samkynhneigða leikmenn hjá félaginu.

Tammy skaut Roma í úrslit
Tammy Abraham skaut Roma í úrslit Sambandsdeildar Evrópu en liðið vann 1-0 sigur á Leicester City í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld. Marseille og Feyenoord gerðu markalaust jafntefli sem þýðir að Feyenoord er komið í úrslit eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum.

Frankfurt og Rangers í úrslit Evrópudeildarinnar
Eintracht Frankfurt vann West Ham United 1-0 í kvöld og tryggði sér þar með farseðilinn í úrslit Evrópudeildarinnar í fótbolta. Rangers vann frækinn 3-1 sigur á RB Leipzig og er því einnig komið í úrslit.

Afstaða Abramovich ekki breyst | Vill ekki fá lánið borgað til baka
Roman Abramovich, eigandi Chelsea, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að hann vilji fá það fjármagn sem hann hafi „lánað“ Chelsea á meðan hann var eigandi félagsins til baka þegar salan á félaginu gengur í gegn.

Ronaldo, Thiago og sex aðrir keppa um að vera kosinn leikmaður mánaðarins
Átta leikmenn eru tilnefndir sem leikmaður aprílmánaðar í ensku úrvalsdeildinni og koma þeim frá sjö félögum. Manchester City er eina liðið sem á tvo leikmenn á listanum að þessu sinni.

Segja kaupin á Diaz ekki þau bestu í ensku deildinni
Það er að renna upp sá tími þar sem línurnar fara að skýrast í ensku úrvalsdeildinni og því ágætur tími til að meta og velta fyrir sér hvernig félögunum tókst upp á leikmannamarkaðnum, bæði fyrir tímabilið sem og í janúar.

Wenger segir að Emery hafi fengið ósanngjarna meðferð hjá Arsenal
Arsene Wenger segir að eftirmaður sinn hjá Arsenal, Unai Emery, hafi fengið ósanngjarna meðferð hjá félaginu.

Íslandsvinurinn og jarðeigandinn ekki búinn að gefast upp að eignast Chelsea
Sir Jim Ratcliffe hefur keypt margar jarðir á Íslandi en núna vill breski auðkýfingurinn eignast enska fótboltaliðið Chelsea. Hann kom reyndar seint inn í útboðið en mætti með risatilboð.

Arsenal í humátt á eftir Chelsea | Man City felldi Birmingham
Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Arsenal vann öruggan sigur á Tottenham Hotspur. Þá er Birmingham City fallið eftir stórt tap gegn Manchester City.

Liverpool fyrsta liðið sem er fullkomið á útivelli í Meistaradeildarsögunni
Liverpool hélt góðu gengi sínu áfram í Meistaradeildinni í fótbolta í gær þegar Bítlaborgarliðið tryggði sér sæti í úrslitaleiknum í París.

Ten Hag búinn að finna átta sem hann getur treyst hjá United
Erik ten Hag, verðandi knattspyrnustjóri Manchester United, er búinn að sigta út átta leikmenn liðsins sem hann getur treyst. Þá hefur hann trú á Harry Maguire þótt hann hafi átt afar erfitt uppdráttar í vetur.

De Bruyne: City þarf að vinna Meistaradeildina til að breyta umræðunni um liðið
Kevin De Bruyne, lykilmaður Manchester City, fer ekkert í felur með það hvað það skiptir félagið miklu máli að vinna loksins Meistaradeildina eftir áralanga bið.

Luis Díaz snéri leiknum á hvolf og breytti öllu fyrir Liverpool
Innkoma Luis Díaz gerbreytti öllu fyrir Liverpool í Meistaradeildinni í gærkvöldi og það sést vel á tölfræði leiksins.

Kallaði eigin leikmenn karríætur og sjálfsmorðssprengjumenn
Crawley Town, sem er í 12. sæti ensku D-deildarinnar, hefur sent knattspyrnustjórann John Yems í leyfi meðan rannsókn enska knattspyrnusambandsins á kynþáttafordómum hans í garð eigin leikmanna stendur yfir.

Bournemouth tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni
Bournemouth vann sér inn þátttökurétt í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er liðið vann 1-0 sigur gegn Nottingham Forest í kvöld.

Stuðningsmenn Man United strax komnir með sniðugan söng um Ten Hag
Það væri jafnvel hægt að gefa stuðningsmönnum Manchester United tíu í einkunn fyrir nýjan stuðningsmannasöng þeirra um hollenska knattspyrnustjórann Erik ten Hag.

Falleg stund þegar Cavani hitti ungan aðdáanda: Ekki fara
Edinson Cavani er einn af leikmönnum Manchester United sem er líklegast á förum í sumar þegar búist er við miklar hreinsanir á leikmannahópnum.

Bróðir Lingards æfur: „Verið hjá félaginu síðan hann var níu ára en fékk ekki að kveðja“
Jesse Lingard fékk ekki að kveðja stuðningsmenn Manchester United þegar liðið mætti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í gær, eitthvað sem bróðir hans er æfur yfir.

Segir mjög góðar líkur á því að Eriksen verði áfram hjá Brentford
Thomas Frank, knattspyrnustjóri Brentford er bjartsýnn á það að hann geti haldið landa sínum Christian Eriksen hjá félaginu.

Rangnick segir að United þurfi að styrkja allar stöður nema markið
Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, segir að styrkja þurfi allar stöður í liðinu nema markvarðastöðuna.

Ekkert pláss fyrir Cantona og Scholes í draumaliði Roys Keane
Roy Keane fékk það erfiða verkefni að velja úrvalslið leikmanna Manchester United í sögu ensku úrvalsdeildarinnar í Monday Night Football á Sky Sports í gær.