
Enski boltinn

Sóttu sigur í uppbótartíma gegn tíu mönnum
Chelsea vann dramatískan 4-2 sigur á Leicester í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Leicester jafnaði leikinn eftir að hafa lent tveimur mörkum undir en misstu svo mann af velli og tókst ekki að halda út.

Grætti boltastrák þegar Coventry skoraði sigurmarkið
Coventry vann magnaðan sigur á Wolves í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Knattspyrnustjóri liðsins fékk þó gagnrýni fyrir framkomu sína í leiknum.

„Þetta er ótrúlegt“
Pep Guardiola knattspyrnustjóri Manchester City var ánægður með sigurinn gegn Newcastle í FA-bikarnum í dag og segir að velgengni félgasins í bikarkeppnum sé ótrúleg.

Newcastle lítil fyrirstaða fyrir lærisveina Guardiola
Manchester City er komið í undanúrslit FA-bikarsins í knattspyrnu eftir þægilegan 2-0 sigur á Newcastle á heimavelli í dag.

Fulham fór illa með lið Tottenham
Fulham vann öruggan 3-0 sigur á liði Tottenham þegar liðin mættust í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Tottenham mistókst því að komast upp í 4. sæti ensku deildarinnar.

Fyrsti sigur Burnley síðan á Þorláksmessu
Burnley vann í dag sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu ári þegar liðið lagði Brentford á heimavelli. Þá krækti Luton Town í mikilvægt stig í fallbaráttunni.

Þjálfari kvennaliðs Chelsea á móti ástarsamböndum liðsfélaga
Emma Hayes, knattspyrnustýra Chelsea, er ekki hrifin af ástarsamböndum á milli liðsfélaga í kvennaboltanum og segir það gera starfið enn erfiðara.

Þurftu að spila í sokkum mótherjanna
Arsenal tapaði 3-1 á móti Chelsea í toppslag í ensku kvennadeildinni í kvöld.

Chelsea konur fljótar að klára Arsenal í toppslagnum
Englandsmeistarar Chelsea sýndu styrk sinn í kvöld þegar liðið vann 3-1 sigur á Arsenal í Lundúnaslag og miklum toppslag í úrvalsdeild kvenna í Englandi.

Pep horfir til Lundúna í leit að eftirmanni Bernardo Silva
Pep Guardiola telur Brasilíumanninn Lucas Paquetá best til þess fallinn að leysa Bernardo Silva af hólmi í liði Englands-, Evrópu og bikarmeistara Manchester City.

Højlund og Salah klárir í stórleikinn: „Vitum að þessi leikur skiptir öllu máli“
„Sumir leikir eru stærri en aðrir,“ sagði Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, á blaðamannafundi í dag fyrir bikarslaginn mikla við Liverpool á sunnudag.

Vilja vinna alla titla fyrir fráfarandi Klopp
Liverpool er komið í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur á Sparta Prag á Anfield í gær. Hægri bakvörðurinn Conor Bradley segir leikmenn liðsins vilja „vinna alla titla sem í boði eru,“ fyrir fráfarandi þjálfara félagsins, Jürgen Klopp.

Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti
Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði.

Neitar að spila fyrir enska landsliðið
Gareth Southgate vildi velja Ben White í enska landsliðshópinn en Arsenal maðurinn vill ekki spila með landsliðinu.

Á óvænt tengsl við Mourinho og segir fallega sögu
Portúgalinn José Mourinho nýtur lífsins utan þjálfunar eftir að honum var sagt upp störfum hjá Roma fyrr á þessu ári og bíður nýs tækifæris. Hann hafði góð áhrif á ungan mann í Skotlandi sem þekkti Mourinho ekki þegar þeir mættust á ný í ensku úrvalsdeildinni 15 árum síðar.

Draumahálfleikur Luton manna breyttist í martröð í seinni hálfleik
„Við erum að fara halda okkur uppi“ sungu stuðningsmenn Luton í fyrri hálfleiknum en þeir fögnuðu of snemma.

Toppar Man. United ferðast á milli stóru klúbbanna í Evrópu
Þetta verður mikilvægt sumar fyrir enska fótboltafélagið Manchester United á félagsskiptamarkaðnum og yfirmenn félagsins gera sér vel grein fyrir því.

Stjörnuleikmaður Arsenal ófrísk
Sænska landsliðskonan Amanda Ilestedt spilar ekki fótbolta á næstunni því hún á von á barni.

Klopp skaut niður sögusagnir: „Hann er ekki heimskur“
Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool var spurður út í sögusagnir á blaðamannafundi í dag þess efnis að nýr framkvæmdastjóri knattspyrnumála hjá félaginu, Michael Edwards hafi beðið hann um að halda áfram sem knattspyrnustjóri Liverpool að loknu yfirstandandi tímabili. Þjóðverjinn, sem hefur gefið það út að yfirstandandi tímabil sé hans síðasta hjá Liverpool, var fljótur að skjóta þær sögusagnir niður.

„Verðum bara að sjá hvert næsta skref verður“
Knattspyrnukonan Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham á Englandi, er byrjuð að leggja grunnin að endurkomu sinni inn á knattspyrnuvöllinn eftir barnsburð. Þar byggir hún á reynslu sinni frá fyrri tíð.

Snýr aftur og fyrsta verkefnið er að finna eftirmann Klopp
Michael Edwards mun snúa aftur til Liverpool í sumar. Hann var áður yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu en færist nú ofar í fæðukeðjunni og á að aðstoða félagið við að finna eftirmann Jürgen Klopp og móta nýjan leikmannahóp.

Miðjumaður Liverpool gaf út sjálfshjálparbók
Wataru Endō, miðjumaður Liverpool og japanska landsliðsins í knattspyrnu, er margt til lista lagt. Ásamt því að spila með einu besta knattspyrnuliði þá gaf hann út sjálfshjálparbók undir lok síðasta árs.

Adam Sandler sá Chelsea vinna Newcastle
Chelsea fékk góðan stuðning úr stúkunni þegar liðið vann Newcastle United í gær, meðal annars frá einum þekktasta leikara heims.

Reiðir Brentford-menn gerðu aðsúg að dómaranum sem rak Havertz ekki út af
Leikmenn Brentford voru afar ósáttir við Rob Jones, dómara viðureignarinnar gegn Arsenal, og hópuðust að honum í leikmannagöngunum eftir leikinn.

Hrósar Oliver fyrir að brotna ekki og dæma ekki víti á City
Kyle Walker, fyrirliði Manchester City, hrósaði Michael Oliver, dómara viðureignarinnar gegn Liverpool, fyrir að dæma ekki vítaspyrnu á Jérémy Doku þegar hann sparkaði í Alexis Mac Allister undir lok leiks.

Chelsea nálgast efri hluta töflunnar
Chelsea nálgast efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar eftir 3-2 sigur á Newcastle United á Brúnni í Lundúnum.

Birti myndband af markinu sínu í hálfleik
Leikmaður Burnley var svo ánægður með mark sem hann skoraði gegn West Ham United að hann deildi myndbandi af því í hálfleik í leiknum í gær.

Klopp gagnrýndi Southgate fyrir að horfa framhjá sínum manni
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, nýtti tækifærið eftir leikinn gegn Manchester City í gær og gagnrýndi landsliðsþjálfara Englands.

Nýhættur að spila og orðinn hluti af þjálfarahringekju Watford
Hinn 35 ára gamli Tom Cleverley, sem hóf knattspyrnuferilinn með Manchester United, er orðinn bráðabirgðaþjálfari enska B-deildarliðsins Watford. Hann er 11. þjálfari liðsins á síðustu fjórum árum.

„Móðir allra úrslita er í frammistöðunni“
Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var sammála fyrirliða sínum Virgil Van Dijk að lið þeirra hafi átt skilið sigurinn gegn Englandsmeisturum Manchester City í stórleik helgarinnar. Það breytir því þó ekki að leiknum lauk með 1-1 jafntefli.