
Fótbolti

Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld
Andri Rúnar Bjarnason skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í kvöld þegar liðið vann 6-0 stórsigur á Selfossi í Lengjubikar karla en leikurinn fór fram á JÁVERK-vellinum á Selfossi.

Naumt hjá Juve en Dortmund í frábærum málum
Borussia Dortmund og Juventus unnu bæði í kvöld fyrri leiki sína í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta.

Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins
Real Madrid er í góðum málum eftir dramatískan 3-2 útisigur á Manchester City í kvöld í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Þúsund manns tóku á móti líkfylgd Denis Law við Old Trafford
Manchester United goðsögninni Denis Law var fylgt til grafar í dag en hann lést í síðasta mánuði 84 ára gamall.

Sjóðheitur Dembélé kom PSG nær leik á móti Liverpool eða Barcelona
Franska liðið Paris Saint-Germain er í mjög góðum málum eftir fyrri leik sinn í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar karla í fótbolta.

Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid
Líklegast sagt meira í gríni en alvöru en ummæli Sergio Aguero hafa farið á mikið flug fyrir leik Manchester City og Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld.

Saklaus þrátt fyrir að kalla lögreglumann „heimskan og hvítan“
Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr, framherji Chelsea, er laus allra mála eftir að hafa verið ákærð fyrir kynþáttaníð í garð lögreglumanns.

Rubiales segir að Hermoso hafi samþykkt kossinn
Réttarhöldin yfir Luis Rubiales, fyrrum formanni spænska knattspyrnusambandsins, vegna kynferðislegrar áreitni halda áfram og nú var komið að Rubiales sjálfum að stíga í vitnastúkuna.

Collina vill breyta vítaspyrnureglunni
Hinn goðsagnakenndi ítalski dómari, Pierluigi Collina, hefur kastað fram áhugaverðri hugmynd.

Þorri sagður á heimleið: „Verð þakklátur alla ævina“
Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson, fyrrverandi leikmaður KA, hefur kvatt Öster og er sagður á leið aftur heim í Bestu deildina í fótbolta eftir veru sína í Svíþjóð.

Ari Freyr og Ólafur Ingi sameinaðir á ný í U21-landsliðinu
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður gullaldarliðs Íslands í fótbolta, verður aðstoðarþjálfari U21-landsliðsins í komandi leikjum.

Hringir í mömmu og pabba daglega til að vita hvort þau séu á lífi
Vitalii Mykolenko verður væntanlega í vörn Everton gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta annað kvöld. Hann byrjar hins vegar daginn líkt og aðra daga, á því að hringja í foreldra sína til Úkraínu.

Sigurvegarinn í einvígi Real Madrid og City vinni Meistaradeildina
Carlo Ancelotti, þjálfari spænska stórveldisins Real Madrid, segir að sigurvegarinn í einvígi liðsins gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu muni fara alla leið í keppninni í kjölfarið. Vinna hana.

Úlfur óvænt rekinn frá Fjölni
Fótboltaþjálfaranum Úlfi Arnari Jökulssyni, sem síðustu tvö ár hefur verið með Fjölni í harðri baráttu um sæti í Bestu deild karla, var í gær óvænt vikið úr starfi.

Kvarta yfir því að leikmaður Barcelona káfaði á klofi leikmanns þeirra
Það eru eftirmálar af leik nágrannanna Espanyol og Barcelona í spænsku kvennadeildinni í fótbolta um helgina.

Þekktur sænskur fótboltaþjálfari dæmdur í fangelsi
Sænskur fótboltaþjálfari, sem er vel þekktur í heimalandi sínu, hefur verið dæmdur í 21 mánaða fangelsi.

Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gerði lítið úr hugsanlegum deilum við Real Madrid fyrir umspilsleiki liðanna um sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta.

Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter
Fiorentina náði ekki að vinna Internazionale í annað skiptið á fimm dögum þegar liðin mættust í ítölsku deildinni í kvöld.

Crystal Palace ekki í miklum vandræðum
Enska úrvalsdeildarliðið Crystal Palace komst í kvöld í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir útisigur á D-deildarliði Doncaster Rovers.

Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu
Enska úrvalsdeildarfélagið Brighton & Hove Albion gerði á dögunum athugasemd við merki króatíska félagsins NK Jadran-Galeb.

Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann
José María del Nido Carrasco, forseti Sevilla, sakar risanna í Real Madrid um að eyðileggja spænska fótboltann með herferð sinni gegn dómurum í La Liga.

Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum
Það er búið að draga í sextán liða úrslit ensku bikarkeppninnar en næst síðasti leikur 32 liða úrslita úrslitanna fer fram í kvöld.

Feyenoord rak eftirmann Arne Slot
Feyenoord er aftur í þjálfaraleit alveg eins og síðasta sumar þegar liðið sá á eftir Arne Slot til Liverpool. Eftirmaður Slot entist bara í rúma sjö mánuði.

Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur
Alessandro Nesta hefur verið ráðinn þjálfari ítalska úrvalsdeildarfélagsins Monza. Það sem gerir ráðninguna áhugaverða er sú staðreynd að fyrir sjö vikum síðan var hann rekinn úr þessari stöðu.

Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum
John Eustace, knattspyrnustjóri Blackburn, segir það hafa verið afar erfiða ákvörðun að taka Arnór Sigurðsson út úr leikmannahópnum og útiloka þannig að hann gæti spilað meira fyrir liðið það sem eftir lifir leiktíðar.

Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl
Einn af þeim fjölmörgu dönsurum sem tóku þátt í hálfleikssýningu rapparans Kendrick Lamar á Super Bowl í nótt hafði falið fána innan klæða sem hann veifaði svo á meðan sýningin fór fram. Hann er nú í haldi lögreglunnar í New Orleans.

Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni
Ýmsar tillögur liggja fyrir á komandi ársþingi Knattspyrnusambands Íslands sem haldið verður í Reykjavík 22. febrúar. Lagðar eru til breytingar sem snúa að erlendum leikmönnum, leikbönnum og varamönnum, og ein tillaga snýst um sumarfrí fyrir leikmenn.

„Fólk má alveg dæma mig“
Tottenham-menn hafa átt afar erfiða daga að undanförnu en stjóri liðsins, Ange Postecoglou, vill að öll gagnrýni beinist að sér en ekki að leikmönnum liðsins.

Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum
Það tók ekki langan tíma fyrir Fram að losna af lista FIFA, alþjóða knattspyrnusambandsins, yfir félög í félagaskiptabanni. Grótta er hins vegar enn í banni.

Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti
Leikmenn Adana Demirspor yfirgáfu völlinn og héldu heimleiðis, samkvæmt skipun, til að mótmæla dómgæslunni í leik gegn Galatasaray í gær í tyrknesku úrvalsdeildinni í fótbolta.