Fótbolti

Stuðningsmenn Inter og AC dæmdir fyrir mafíutengsl
Ítalskur dómari dæmdi sextán stuðningsmenn Internazionale og AC Milan í fangelsi í gær en dómarnir voru frá tveimur til tíu árum.

Silkeborg til Akureyrar og leið Vals, Víkings og Breiðabliks ljósari
KA-menn mæta Silkeborg frá Danmörku í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta, þegar þeir mæta til leiks í 2. umferð í lok júlí. Nú liggur einnig fyrir hvaða liðum Valur, Víkingur og Breiðablik gætu mætt í sömu umferð.

Jón Daði þakkar fyrir sig og flytur heim til Íslands
Fótboltamaðurinn Jón Daði Böðvarsson hefur nú tekið endanlega ákvörðun um það að flytja með fjölskyldu sinni heim til Íslands eftir hartnær áratug í enska boltanum.

Þórdís Elva og Guðni valin best í fyrri umferðinni
Bestu mörkin gerðu upp fyrstu níu umferðir Bestu deildar kvenna í fótbolta í síðasta þætti sínum og völdu þau sem hafa staðið sig best.

Íslendingalið bíður Blika komist þeir áfram
Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í dag í pottinum annan daginn í röð í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Evrópu.

Gummi Ben: Erum við að fara að sjá Jóhannes Karl snúa aftur í Skagaliðið?
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Stúkunni ræddu stóru fréttirnar frá Akranesi í nýjast þætti sínum um Bestu deildar karla í fótbolta.

Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth
Enska úrvalsdeildin gaf í morgun út leikjaniðurröðun sína fyrir komandi tímabil en fyrsti leikurinn fer fram föstudaginn 15. ágúst.

Frakkar syrgja fótboltagoðsögn
Franska fótboltagoðsögnin Bernard Lacombe er látin en hann var 72 ára gamall. Hann er einn mesti markaskorari í sögu frönsku deildarinnar.

Man Utd verði meistari í karla- og kvennaflokki 2028
Omar Berrada, forstjóri Manchester United, ætlar að halda sig við markmið sitt um fagna 150 ára afmæli félagsins með því að verða Englandsmeistari í bæði karla- og kvennaflokki árið 2028.

Þrítug meint kærasta Lamine Yamal fær morðhótanir
Hinn sautján ára gamli spænski knattspyrnumaður Lamine Yamal hefur verið að slá sér upp með mun eldri konu og það hefur komist í fréttirnar og vakið mikla athygli á Spáni. Það hefur einnig því miður kallað á svívirðingar og hótanir gagnvart nýju kærustunni.

Topplisti Alberts: „Íslenskasti leikur allra tíma“
Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur um Bestu-deild karla í knattspyrnu, var með skemmtilegan topplista í síðasta þætti Stúkunnar.

Asíutúrinn setur strik í reikninginn varðandi framtíð Son
Líklegt þykir að forráðamenn Tottenham Hotspur geti ekki sagt til um hvort fyrirliði liðsins, Son Heung-min, verði áfram í herbúðum félagsins fyrr en seint í sumar.

Í stöðugu sambandi við strandaglópinn Solomon
Talsmaður Tottenham Hotspur segir að félagið sé í stöðugum samskiptum við ísraelska knattspyrnumanninn Manor Solomon, sem þessa stundina er strandaglópur í heimalandi sínu.

Markalaust hjá Fluminense og Dortmund
Fluminense og Borussia Dortmund gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust á HM félagsliða í knattspyrnu í dag.

„Ég vil líka skora mörk“
Liam Delap spilaði sinn fyrsta leik fyrir Chelsea í gær þegar liðið mætti LAFC í HM félagsliða. Delap lagði upp seinna markið í leiknum en hann segist spenntur fyrir samkeppninni um byrjunarliðssæti við Nicolas Jackson.

Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp
Fyrrum dómarinn David Coote hefur nú verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir orðræðu sína um fyrrum knattspyrnustjóra Liverpool, Jürgen Klopp.

Systurfélagi Silkeborg hent út úr Evrópukeppninni áður en hún byrjar
Írska félagið Drogheda FC vann sér sæti í Sambandsdeild Evrópu á síðasta tímabili en fær samt ekki að taka þátt í keppninni.

Flýta tveimur leikjum KA-manna í næsta mánuði
Breyta þurfti tveimur leikjum KA í Bestu deild karla í fótbolta vegna þátttöku Akureyrarliðsins í Evrópukeppninni.

Versta staða Fylkismanna í næstum því fjörutíu ár
Það er þungt yfir Lautinni þessa dagana því karlalið Fylkis er líklegra til að berjast fyrir lífi sínu í Lengjudeildinni en að vinna sér sæti í Bestu deildinni.

Víkingar til Kósóvó en Valsmenn til Eistlands
Víkingar og Valsmenn fengu að vita það í dag hvaða liðum þau mæta í fyrstu umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar.

Spilaði í fyrsta skiptið eftir bílslysið
Michail Antonio er kominn aftur inn á knattspyrnuvöllinn sex mánuðum eftir að hann lenti í hræðilegu bílslysi.

Trump fékk gefins áritaða treyju Cristiano Ronaldo
Donald Trump Bandaríkjaforseti er nú staddur á fundi sjö helstu iðnríki heims í Kanada og hann fer ekki tómhentur heim hvernig sem samningamálin ganga.

Blikar lentu á móti albönsku meisturunum
Dregið var í hádeginu í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta en Íslandsmeistarar Breiðabliks voru í pottinum.

„Ég á erfitt með að trúa þessu upp á hreinræktaðan Árbæing“
Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson ræddu vítadómana tvo í leik Víkings og KR í síðasta þætti Stúkunnar.

Vita ekki hvar leikmaður þeirra er
Forráðamenn ítalska stórliðsins Internazionale hafa miklar áhyggjur af einum leikmanni sínum.

Þjálfari Evrópumeistaranna ber að ofan og berfættur á æfingu liðsins
Klæðaburður þjálfara Paris Saint Germain hefur vakið athygli á æfingum franska liðsins í hitanum í Bandaríkjunum.

Man. United sagt í viðræðum við Ekitike sem var líka orðaður við Liverpool
Manchester United er að leita sér að framherja og nú er eitthvað í gangi á milli félagsins og Hugo Ekitike sem spilar með Frankfurt í Þýskalandi.

Sjáðu Gylfa leggja upp sigurmarkið fyrir Gunnar og öll hin í sigri Víkinga á KR
Gunnar Vatnhamar tryggði Víkingum 3-2 sigur á KR í lokaleik elleftu umferðar Bestu deildar karla í fótbolta í gærkvöldi.

Leikmenn sænska kvennalandsliðsins slógust á æfingu
Það gengur stundum ýmislegt á þegar sænska kvennalandsliðið kemur saman og það kemur vel í ljós í heimildaþáttum um leið sænska liðsins á Evrópumótið í Sviss.

Óskar Hrafn: Lítið gagn af því að tryllast
Þjálfari KR, Óskar Hrafn Þorvaldsson, hafði blendnar tilfinningar þegar hann kom í viðtal við Gunnlaug Jónsson eftir tap sinna manna fyrir Víking. Hann gat verið stoltur þrátt fyrir tap en gat ekki leyft sér að brjálast yfir dómgæslunni. KR tapaði 3-2 fyrir Víking í 11. umferð Bestu deildar karla.