Erlent

Konan ekki talin í lífshættu
Íslenska konan sem stungin var á fimmtudag af fyrrverandi eiginmanni sínum er ekki talin í lífshættu. Henni er þó haldið sofandi í öndunarvél.

Maðurinn hafði ítrekað rofið nálgunarbann
Íslendingurinn sem játað hefur að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu sína í Noregi á fimmtudag hafði ítrekað rofið nálgunarbann sem konan hafði fengið gegn honum. Lögregla hafði síðast afskipti af honum aðeins um fjörutíu mínútum fyrir hnífstunguárásina.

Sextíu ára fangelsi fyrir að kúga og misnota vini dóttur sinnar í áratug
Maður sem flutti inn á heimavist dóttur sinnar og níddist kynferðislega á vinum hennar í nærri því tíu ár hefur verið dæmdur til sextíu ára fangelsisvistar. Lawrence Ray, sem er 63 ára gamall, misnotaði vini og vinkonur dóttur sinnar í Sarah Lawrence háskólanum í New York í áratug og var sakaður um að stýra kynlífssértrúarsöfnuði.

Skilgreina Wagner sem alþjóðleg glæpasamtök
Yfirvöld í Bandaríkjunum ætla að skilgreina rússneska málaliðahópinn Wagner Group sem alþjóðleg glæpasamtök. Í kjölfar þess verður hópurinn beittur viðskiptaþvingunum sem takmarka eiga umsvif hópsins á heimsvísu.

Hipkins tekur við af Ardern
Nýsjálenski þingmaðurinn Chris Hipkins gefur einn kost á sér í formannsstöðu nýsjálenska Verkamannaflokksins og mun því að öllum líkindum taka við sem forsætisráðherra á mánudag af Jacindu Ardern, sem tilkynnti afsögn sína í gær.

Macron ætlar í mikla hernaðaruppbyggingu
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í dag áætlun sína um þriðjungs aukningu á fjárútlátum til varnarmála. Samkvæmt áætlun hans á að verja 413 milljörðum evra til hersins á árunum 2024 til 2030, en á síðustu sambærilegu fjárhagsáætlun, frá 2019 til 2025, voru sömu fjárútlát 295 milljarðar.

Samþykkja ekki enn skriðdrekasendingar til Úkraínu
Boris Pistorius, nýr varnarmálaráðherra Þýskalands, sagði við blaðamenn í Ramstein í Þýskalandi í dag að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að senda Leopard 2 skriðdreka til Úkraínu. Hann sagði þó að ráðuneyti hans myndi fara yfir birgðastöðu Þjóðverja og kanna hve marga skriðdreka hægt væri að senda og hve fljótt, verði slík ákvörðun tekin á næstunni.

Gæsluvarðhald Andrew Tate framlengt um þrjátíu daga
Dómstóll í Rúmeníu hefur framlengt gæsluvarðhald yfir Andrew Tate og bróður hans Tristan, til 27. febrúar. Þeir eru til rannsóknar vegna meintra kynferðisbrota og frelsissviptinga.

Íslensk kona alvarlega særð eftir hnífsstunguárás í Noregi
Íslenskur karlmaður á sjötugsaldri hefur verið handtekinn í Rogalandi í Noregi, grunaður um að hafa stungið fyrrverandi eiginkonu sína, sem einnig er íslensk, fyrir utan McDonalds-veitingastað í gær.

Rússar segja að sendingar vestrænna skriðdreka muni engu máli skipta
Dmitrí Peskóv, talsmaður Valdimírs Pútíns, forseta Rússlands, segir að hergagnasendingar Vesturlanda til Úkraínu muni ekki hafa nein áhrif á stöðu mála á víglínum landsins. Sendingarnar muni eingöngu auka á vandræði Úkraínumanna.

Gríðarmikill eldur í fátækrahverfi í Seúl
Um fimm hundruð íbúar þurftu að yfirgefa heimili sín eftir að mikill eldur kom upp í fátækrahverfi í suðurkóresku höfuðborginni Seúl fyrr í dag.

Bíll Julian Sands er fundinn
Búið er að finna bíl breska leikarans Julians Sands í San Gabriel-fjöllunum, norður af Los Angeles. Leikarinn hélt í fjallgöngu á Baldy Bowl-svæðinu í síðustu viku og hefur hans verið saknað síðan á föstudag.

Trump og lögmaður hans dæmdir til greiða milljón dala í sektir
Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og einum lögmanna hans að greiða sameiginlega nærri milljón Bandaríkjadala í sektir fyrir tilhæfulausa málsókn þar sem Hillary Clinton, landsnefnd Demókrataflokksins og aðrir meintir óvinir Trump voru sakaðir um umfangsmikið samsæri gegn honum.

Serbar æfir vegna auglýsinga Wagner málaliðahópsins
Rússneskt fréttamyndskeið þar sem serbneskir sjálfboðaliðar eru sagðir undirbúa sig undir að berjast við hlið Rússa í Úkraínu hefur vakið mikla reiði í Serbíu. Um er að ræða myndskeið framleidd af Wagner-málaliðahópnum, þar sem Serbar eru hvattir til að ganga til liðs við hópinn.

Tíu handteknir eftir ofbeldisöldu í Stokkhólmi
Tíu manns hafa verið handteknir undanfarinn sólarhring í Stokkhólmi, grunaðir um að eiga aðild að skotárásum og sprengingum sem hafa átt sér stað í sænsku höfuðborginni síðustu vikur. Talsmaður lögreglunnar segir að handtökurnar eigi eftir að verða fleiri.

Tankurinn tómur og tími kominn til að kveðja
Fráfarandi forsætisráðherra Nýja Sjálands segir það hafa verið forréttindi að fá að leiða þjóð sína á erfiðum tímum undanfarin tæpu sex ár. Nú væri tankur hennar hins vegar tómur og tími til kominn að kalla til nýjan leiðtoga.

Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi
Leikarinn Alec Baldwin verður ákærður fyrir manndráp af gáleysi eftir að hann skaut kvikmyndatökustjórann Halynu Hutchins til bana við tökur á kvikmyndinni Rust í Nýju Mexíkó í október 2021.

Var á gangi með eins árs syninum við skóla þegar hvítabjörninn réðst á mæðginin
Lögregla í Alaska hefur nafngreint hina 24 ára konu og eins árs son hennar sem létust í árás hvítabjarnar í bænum Wales á vesturströnd Alaska á þriðjudag. Mæðginin voru á gangi á milli skólans og heilsugæslunnar í bænum þegar björninn réðst til atlögu.

Dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að njósna um Svía fyrir Rússa
Dómstóll í Stokkhólmi hefur dæmt tvo bræður í fangelsi fyrir njósnir en þeir voru sagðir hafa veitt Rússum upplýsingar sem gætu skaðað þjóðaröryggi Svía. Eldri bróðirinn var dæmdur í lífstíðarfangelsi en sá yngri fékk tæplega tíu ára dóm. Sérfræðingur segir brot af þessari stærðargráðu sjaldgæf í Svíþjóð.

Útflutningur Leopard skriðdreka sagður háður ákvörðun Bandaríkjamanna
Þjóðverjar eru reiðubúnir til að senda Úkraínumönnum skriðdreka að því gefnu að Bandaríkjamenn samþykki að gera það sömuleiðis. Þetta hefur Reuters eftir heimildarmanni innan ríkisstjórnarinnar.

Ardern segir af sér
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, hefur ákveðið að segja af sér. Hún mun láta af störfum ekki seinna en 7. febrúar og segist hreinlega ekki hafa orku til að sinna starfinu lengur.

Trump vill komast aftur á Facebook
Donald Trump vill komast aftur á Facebook eftir að hafa verið bannaður á miðlinum í kjölfar innrásarinnar í bandaríska þinghúsið í janúar árið 2021. Talið er að hann vilji komast þangað til þess að koma kosningaherferð sinni á flug en hann hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Bandaríkjanna árið 2024.

Dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afhöfða eiginkonu sína
Íranskur karlmaður var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að afhöfða sautján ára eiginkonu sína. Konan hafði flúið land þegar maðurinn vildi ekki leyfa henni að skilja við sig en sneri aftur eftir að fjölskylda hennar sagðist geta tryggt öryggi hennar. Hún var myrt nokkrum dögum síðar.

Þingmaðurinn ljúgandi sagður hafa grætt á dauðvona hundi
Fyrrverandi hermaður hefur sakað þingmanninn George Santos um að hafa nýtt sér dauðvona þjónustuhund sinn til að græða fjögur hundruð þúsund krónur. Hálfu ári eftir að hann stakk af með peninginn lést hundurinn.

Klámleikarinn Ron Jeremy með taugahrörnun og getur ekki setið áætluð réttarhöld
Klámleikarinn Ron Jeremy, sem er 69 ára að aldri, hefur verið metinn óhæfur andlega til þess að gangast undir réttarhöld. Hann er sagður með taugahrörnun sem hafi valdið vitrænni hnignun.

Tekin af lífi með barnið í höndunum
Lögreglan í Tulare-sýslu í Kaliforníu segir allt útlit fyrir að morðin á sex einstaklingum í smábænum Goshen í morgun hafi verið aftökur. Móður á táningsaldri var á flótta undan morðingjunum með tíu mánaða gamalt barn hennar er þau voru bæði tekin af lífi.

Fékk sæti í tveimur þingnefndum þrátt fyrir lygar
Bandaríski þingmaðurinn George Santos fékk sæti í tveimur nefndum fulltrúadeildarinnar í gær. Það er þrátt fyrir að margir Repúblikanar kalli eftir afsögn hans vegna umfangsmikilla lyga fyrir kosningarnar og að kallað sé eftir því að hann verði rannsakaður vegna lyganna og fjármála hans.

Elsta manneskja heims er látin
Systir Andre, frönsk nunna sem tók á síðasta ári við titlinum „elsta manneskja heims“, er látin. Hún var 118 ára gömul og hefði orðið 119 í næsta mánuði.

Ráðherra meðal þeirra sem dóu þegar þyrla brotlenti á leikskóla
Denys Monastyrskiy, innanríkisráðherra Úkraínu, aðstoðarinnanríkisráðherra og ráðuneytisstjóri eru meðal þeirra minnst átján sem dóu í þyrluslysi í Brovary, skammt austur af Kænugarði, í morgun.

Tugur barna þarfnaðist læknisaðstoðar í kjölfar íþróttaæfingar
Foreldrar framhaldsskólanema í Bandaríkjunum eru æfir vegna meðferðar þjálfara á börnum þeirra en fjöldi þurfti að leita á sjúkrahús fyrir um tveimur vikum síðan í kjölfar afar strangra æfinga.