Biden tilbúinn að lúffa fyrir Repúblikönum Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2023 23:50 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að frekari hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum geti ekki beðið þar til eftir jól. Þingið þurfi að samþykkja nýjar fjárveitingar til aðstoðarinnar og bað hann þingmenn um að leggja deilur sínar til hliðar í bili. Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu. Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Þá sagðist hann tilbúinn til að gefa mikið eftir og verða við einhverjum kröfum Repúblikana um aukið öryggi á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann gagnrýndi Repúblikana þó harðlega fyrir afstöðu þeirra og sakaði þá um að vilja gefa frá sér leiðtogahlutverk Bandaríkjanna. Biden hefur farið fram á 61 milljarð dala í hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum en Repúblikanar í öldungadeild Bandaríkjaþings segja það ekki koma til greina án þess að umfangsmiklar fjárhæðir verði settar í aukið eftirlit og löggæslu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Repúblikanar í öldungadeildinni komu í veg fyrir að atkvæði yrðu greidd um frumvarp um áðurnefnda aðstoð handa Úkraínumönnum og Ísrael, auk þess sem fjármunum yrði varið í önnur öryggismál. Samkvæmt frétt Washington Post er búist við því að Repúblikanar leggi fram nýja tillögu í framhaldinu. Sagði Repúblikana leika sér með þjóðaröryggi Í sjónvarpsávarpi fyrr í kvöld sagði Biden það ótrúlegt að aðstoðarpakkinn hefði enn ekki verið samþykktur og sakaði Repúblikana á þingi um að leika sér með þjóðaröryggi. „Repúblikanar eru tilbúnir til að gefa Pútín [forseta Rússlands] þá gjöf sem hann vonast helst eftir,“ sagði Biden og ítrekaði að trúverðugleiki Bandaríkjanna varðandi önnur fjandsamleg ríki væri í húfi. Ef truflun yrði á stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu styrkti það stöðu Pútíns. „Ef við styðjum ekki Úkraínu, hvað gerir heimurinn þá?“ Þá sagðist Biden tilbúinn til málamiðlana við Repúblikana um landamæraöryggi. Hann væri til í að láta talsvert eftir Repúblikönum. „Við þurfum að laga bilað landamærakerfi okkar. Það er bilað,“ sagði Biden. Hann sagðist tilbúinn að breyta stefnu sinni en sakaði Repúblikana um að vilja fella pólitískar keilur, í stað þess að ná samkomulagi og raunverulegum breytingum. Hann sagði Repúblikana telja að þeir gætu fengið allt sem þeir vildu án málamiðlana og að þeir væru nú tilbúnir til að veikja varnir Úkraínu og í leiðinni skaða þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Mikil óreiða hefur ríkt á bandaríska þinginu undanfarna mánuði. Hópur þingmanna Repúblikanaflokksins velti Kevin McCarthy, fyrrverandi þingforseta, úr sessi og það tók Repúblikana langan tíma að finna nýjan forseta í Mike Johnson. Sjá einnig: Hefur lengi barist gegn réttindum „ónáttúrulegs“ hinsegin fólks Síðan þá hefur lítið sem ekkert gerst á þinginu. Þingmenn Repúblikanaflokksins hafa deilt sín á milli og jafnvel sakað hvorn annan um ofbeldi. Sjá einnig: Þingmaður reyndi að slást við nefndargest Mike Johnson segist ekki styðja frekari aðstoð handa Úkraínumönnum nema hún væri hluti af frumvarpi sem fulltrúadeildin samþykkti nýverið. Ekki einn Demókrati greiddi atkvæði með því frumvarpi, sem felur í sér allsherjaryfirhalningu á landamæragæslu Bandaríkjanna. Frumvarpinu hefur verið alfarið hafnað af Demókrötum í öldungadeildinni. Peningarnir að klárast Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út fyrr í dag að bandaríkin væru að senda um 175 milljóna dala aðstoðarpakka til Úkraínu. Þar er um að ræða eldflaugar í HIMARS-vopnakerfi, eldflaugar sem hannaðar eru til að granda bryn- og skriðdrekum og eldflaugar sem hannaðar eru til að elta uppi geisla frá ratsjám og sprengja þær í loft upp. Sjá einnig: Hvíta húsið segir fjármuni og tíma á þrotum Talsmaður ráðuneytisins sagði í dag að um 1,1 milljarður dala væri til í sjóðum ráðuneytisins sem ætlaðir eru í að borga fyrir ný hergögn í skiptum fyrir þau sem send eru til Úkraínu.
Bandaríkin Joe Biden Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Rússland Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira