
Erlent

Búið að handtaka árásarmanninn
Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24.

Heard vill úrskurðinn gegn sér felldan niður
Lögmenn leikkonunnar Amber Heard hafa farið fram á það við dómara að úrskurðurinn í máli Johnny Depps, fyrrverandi eiginmanns hennar, gegn henni verði felldur niður og ný réttarhöld fari fram. Hún var nýverið dæmd til að greiða honum tæpar tvo milljarða króna í skaðabætur fyrir meiðyrði.

Lýsa aðstæðum sem „helvíti á jörðu“
Úkraínskir hermenn eru að koma sér fyrir í nýjum varnarstöðum í austurhluta landsins eftir að Rússar náðu tökum á síðustu borg Luhansk-héraðs. Lysychansk féll i hendur Rússa um helgina og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir sigri í Luhansk.

Þrettán skelfilegar mínútur
Maðurinn sem er grunaður um að hafa skotið þrjá til bana í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær verður í varðhaldi á geðdeild út mánuðinn. Myndbönd úr eftirlitsmyndavélum gætu skipt sköpum við rannsókn málsins.

Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum
Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu.

Náðuð 27 árum eftir að hún myrti manninn sem seldi hana í vændi
Sara Kruzan var náðuð síðastliðinn föstudag, 27 árum eftir að hún var dæmd fyrir morðið á Georg Howard sem misnotaði hana og seldi í vændi. Kruzan var sextán ára þegar hún drap Howard og aðeins sautján ára þegar hún hlaut lífstíðardóm fyrir morðið.

Talinn líklegur til að fremja fleiri árásir og spilla sönnunargögnum
Maðurinn sem er grunaður um að hafa myrt þrjá og sært fjóra alvarlega í skotárás á verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn í gær hefur verið úrskurðaður í 24 daga varðhald á lokaðri geðdeild. Maðurinn er 22 ára Dani og er talinn hafa verið einn að verki.

Telja að málverk á hollenska þinginu sé ránsfengur nasista
Menningarminjastofnun Hollands hefur lagt hald á málverk sem hangið hefur á veggjum hollenska þinghússins í yfir tuttugu ár. Talið er að nastistar hafi stolið málverkinu á tímum seinna stríðs.

„Ég heyrði skothljóð en ætlaði samt ekki að trúa þessu“
Íslensk kona sem var við störf í verslunarmiðstöðinni Fields í Kaupmannahöfn í gær þegar árásarmaður hóf skothríð segir upplifunina bæði skelfilega og óraunverulega. Sendiherra Íslands í Kaupmannahöfn segir borgarbúa slegna. Opið hús verður í Jónshúsi í Kaupmannahöfn þar sem Íslendingar geta rætt við prest og starfsmenn sendiráðsins.

Flugmenn SAS í verkfall
Um níu hundruð flugmenn flugfélagsins SAS munu leggja niður störf í dag eftir að kjaraviðræður þeirra við flugfélagið sigldu í strand.

Fékk óvart greidd 300 sinnum hærri laun og flúði
Chíleskur maður fékk í síðasta mánuði útgreidd mánaðarlaun sem voru 300 sinnum hærri en hann átti að fá. Í stað þess að endurgreiða fyrirtækinu launin lét maðurinn sig hverfa. Nokkrum dögum síðar barst tilkynning frá lögfræðingi mannsins um að hann hafi sagt upp starfi sínu. Síðan hefur ekkert heyrst frá manninum.

Sex látin vegna skriðu á Marmolada
Sex eru látin vegna jökulskriðu í ítölsku ölpunum, átta aðrir eru slasaðir og sautján er saknað.

Lysychansk fallin í hendur Rússa
Úkraínuher hefur staðfest að borgin Lysychansk í austurhluta Úkraínu er nú fallin í hendur Rússa. Eftir afar harða bardaga síðustu daga hafa úkraínskar varnarsveitir neyðst til að hörfa frá borginni en áður höfðu Rússar lýst því yfir að borgin væri nú þeirra.

Hinn grunaði verði vistaður á lokaðri geðdeild
Maðurinn sem var handtekinn í gær vegna skotárásar í verslunarmiðstöðinni Field's hefur verið úrskurðaður í 24 daga gæsluvarðhald. Þrjú létu lífið í skotárásinni í Kaupmannahöfn í gær. Hin látnu eru sautján ára piltur og stúlka, bæði dönsk og fjörutíu og sjö ára gamall maður sem var rússneskur ríkisborgari.

Myndband sýnir lögreglumenn í Ohio skjóta óvopnaðan mann til bana
Myndband sem birtist opinberlega á sunnudag sýnir átta lögreglumenn í borginni Akron, í Ohio ríki í Bandaríkjunum, skjóta á óvopnaðan mann en við krufningu fundust um sextíu byssukúlur í líkama mannsins sem hafði flúið lögreglumennina.

Höfuðborginni breytt á svipstundu
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sendi frá sér yfirlýsingu vegna skotárásarinnar í Kaupmannahöfn í kvöld. Drottning landsins gerði slíkt hið sama sem og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

Mikil örvænting hafi gripið um sig þegar fréttir bárust af skotárásinni
Íslendingar sem ætluðu á tónleika Harry Styles í Royal Royal Arena í kvöld segja mikla örvæntingu hafa gripið um sig inni í tónleikahöllinni þegar fréttir bárust af skotárás í verslunarmiðstöðinni Field‘s í næsta húsi.

Þrjú látin og þrjú í lífshættu eftir skotárás í Kaupmannahöfn
Þrjú eru látin og þrjú eru í lífshættu eftir skotárás í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn. 22 ára danskur karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins.

Skothríð í verslunarmiðstöð í Kaupmannahöfn
Skotmaður vopnaður haglabyssu hóf skothríð inni í verslunarmiðstöðinni Field's í Kaupmannahöfn upp úr sex að staðartíma í dag. Lögreglan segir að nokkrir séu látnir eftir árásina og nokkrir særðir. Þá hefur 22 ára danskur karlmaður verið handtekinn vegna málsins.

Lést eftir tvo daga í haldi Rússa
Dmitry Kolker, rússneskur eðlisfræðingur og stærðfræðingur, lést í gær en hann hafði verið handtekinn af rússnesku alríkislögreglunni einungis tveimur dögum áður. Handtakan hefur verið mikið gagnrýnd en hann lá þungt haldinn inni á spítala er lögreglan sótti hann.

Sex látnir og fimmtán særðir eftir árás Rússa á Slóvíansk
Að minnsta kosti sex eru látnir og fimmtán særðir eftir árás Rússa á borgina Slóvíansk í austurhluta Úkraínu. Árásin er sú stærsta sem borgin hefur þurft að þola til þessa segir bæjarstjóri borgarinnar.

Neyðarástand í Sydney vegna mikillar rigningar
Þúsundum íbúa suðausturhluta Sydney, stærstu borgar Ástralíu, hefur verið gert að yfirgefa heimili sín vegna mikillar rigningar í borginni. Stærsta stífla borgarinnar er orðin yfirfull af vatni.

Hóta verkfallsaðgerðum vegna slæmra aðstæðna
Flugfreyjur og -þjónar flugfélagsins Ryanair á Spáni stefna á að fara í verkfall í tólf daga í júlí. Aðstæðurnar sem flugfélagið býður upp á séu ekki boðlegar fyrir starfsfólk.

Sakar Úkraínumenn um að beina flugskeytum að Hvíta-Rússlandi
Alexander Lukasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, heldur því fram að Úkraínumenn hafi reynt að skjóta flugskeytum á herstöðvar landsins fyrir þremur dögum en að varnarkerfi þeirra hafi stöðvað flugskeytin í öll skiptin.

Segja íbúa verjast af hörku en saka Rússa um að varpa fosfórsprengjum
Úkraínskir hermenn berjast af hörku við rússneskar hersveitir í norðurhluta Úkraínu en ekkert lát er á árásum Rússa í austurhlutanum. Úkraínski herinn hefur meðal annars sakað Rússa um að varpa fosfór sprengjum á Snákaeyju. Talsmaður hersins segir Rússa óttast mótspyrnu heimamanna.

Við veljum okkur vini eftir lykt
Við veljum okkur vini sem lykta eins og við. Iðnvæðingunni er um að kenna að maðurinn er nánast eina spendýrið sem er ómeðvitað um lyktina af samborgurum sínum. Þetta eru niðurstöður nýrrar vísindakönnunar.

Fordæma mögulega dauðarefsingu bresku hermannanna
Bresk stjórnvöld hafa fordæmt það að tveir Bretar, Dylan Healy og Andrew Hill, skyldu fá dauðadóm í Rússlandi. Skýrsla frá rússneskum dómstólum var lekið í gær en samkvæmt henni verða mennirnir dæmdir til dauða.

Trump hótaði Svíþjóð viðskiptastríði vegna rappara
Donald Trump hótaði Svíum viðskiptastríði vegna fangelsunar bandaríska rapparans A$AP Rocky árið 2019 segir Morgan Johansson, dómsmálaráðherra Svía, í viðtali við Dagens Nyheter.

Komu í veg fyrir úrskurð sem leyfði þungunarrof í Texas
Hæstiréttur í Texas-ríki hefur komið í veg fyrir úrskurð undirréttar í ríkinu sem leyfði konum að fara í þungunarrof þrátt fyrir niðurfellingu Roe v Wade.

Þóttist vera fórnarlamb og gæti hlotið dauðarefsingu
Vörubílstjóri sem keyrði vörubíl sem fannst yfirgefinn í Texas á mánudag með 53 látið farandfólk innanborðs segist ekki hafa vitað af bilaðri loftræstingu. Upphaflega faldi vörubílstjórinn sig nálægt vörubílnum og þóttist vera einn af farandfólkinu en var handtekinn stuttu síðar. Verði hann sakfelldur gæti hann hlotið dauðarefsingu.