Erlent Neyðarástand vegna skógarelda í Síle Í það minnsta 51 er látið í skógareldum í Valparaíso héraði í Síle. 45 fundust látin en sex létust vegna brunasára á spítala. Forseti landsins, Gabriel Boric, hefur lýst yfir neyðarástandi og sagðist ætla að nýta öll þau úrræði sem honum standa til boða til að takast á við ástandið. Erlent 4.2.2024 10:00 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. Erlent 3.2.2024 23:58 Írskur þjóðernissinni forsætisráðherra Norður-Írlands í fyrsta sinn Michelle O'Neill, þingkona Sinn Féin, skráði sig í sögubækurnar þegar hún tók við embætti sem forsætisráðherra Norður-Írlands þegar þing kom saman í dag eftir tveggja ára sniðgöngu sameiningarsinna. Erlent 3.2.2024 18:44 Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin. Erlent 3.2.2024 17:49 Einn handtekinn eftir hnífaárás í París Karlmaður var handtekinn í París í morgun eftir að hann stakk þrjá á Gare de Lyon lestarstöðinni í París. Á vef AP kemur fram að lögregla hafi handtekið hann stuttu eftir árásina og að hann hafi notað beitt vopn í árásinni sem átti sér stað um klukkan átta í morgun. Erlent 3.2.2024 09:53 Tveir táningar dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á trans stúlku Tveir táningar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir morðið á trans stúlkunni Briönnu Ghey. Saksóknarar hafa lýst morðinu sem því óhugnanlegasta sem þau hafa unnið við og dómari segir trans hatur hafi drifið þau til glæpsins. Erlent 3.2.2024 00:15 Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. Erlent 2.2.2024 21:57 Móðurinni haldið sofandi Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar. Erlent 2.2.2024 16:02 Nokkrir látnir eftir að flugvél brotlenti í byggð fyrir eldri borgara Nokkrir eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti í byggð fyrir eldri borgara í Clearwater í Flórída í nótt. Mikill eldsvoði braust út í kjölfar flugslyssins og fjöldi látinna er óljós. Erlent 2.2.2024 12:22 Einn styður Ísrael og hinn Palestínu; báðum var sagt upp en aðeins annar endurráðinn Upp er komið áhugavert mál í Bandaríkjunum þar sem tveimur læknum var sagt upp eftir að þeir deildu færslum á samfélagsmiðlum, annar til stuðnings Ísrael og hinn til stuðnings Palestínu. Erlent 2.2.2024 10:52 Látnir eftir stærðarinnar gassprengingu Þrír hið minnsta eru látnir og nærri þrjú hundruð slasaðir eftir að stærðarinnar gassprenging varð í kenísku höfuðborginni Naíróbí í gærkvöldi. Erlent 2.2.2024 08:36 Dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að stela og leka gögnum til Wikileaks Forritari sem eitt sinn starfaði hjá CIA var í gær dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að stela og leka leynilegum gögnum til Wikileaks og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Erlent 2.2.2024 08:23 Víðtækar verkfallsaðgerðir lama samgöngur Tugþúsundir félagsmanna þýska verkalýðsfélagsins Verdi lögðu niður störf í morgun og hafa aðgerðirnar haft mikil á almenningssamgöngur í landinu það sem af er degi. Þannig munu ferðir strætisvagna og sporvagna í landinu að stærstum hluta liggja niðri. Erlent 2.2.2024 07:36 Þrjár stúlkur látnar eftir kynfæramisþyrmingu í Sierra Leone Lögregluyfirvöld í Síerra Leóne rannsaka nú dauðsföll þriggja stúlkna sem létust eftir að þær voru látna gangast undir umskurð, sem felur í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að öllu leyti eða að hluta til. Erlent 2.2.2024 06:56 Segja aðgerðum í Khan Younis að ljúka og beina sjónum að Rafah Ísraelsher er nú að ljúka aðgerðum sínum í Khan Younis, þar sem tekist hefur að uppræta Hamas, og mun næst beina sjónum sínum að Rafah. Erlent 2.2.2024 06:33 Dómstóll í Vín úrskurðar um flutning Fritzl Saksóknari í Austurríki hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómstóls í Krems í Austurríki um að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi. Erlent 1.2.2024 23:22 Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. Erlent 1.2.2024 23:19 Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. Erlent 1.2.2024 23:04 Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. Erlent 1.2.2024 22:01 Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 1.2.2024 19:00 Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. Erlent 1.2.2024 15:06 Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. Erlent 1.2.2024 11:17 Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Erlent 1.2.2024 08:05 Sprengjusveit kölluð til vegna búnaðar við sendiráð Ísrael í Stokkhólmi Lögregluyfirvöld í Svíþjóð voru kölluð til í gær eftir að „hættulegur“ og „virkur“ búnaður fannst fyrir utan embætti Ísrael í Stokkhólmi í gær. Sprengjusveit var send á staðinn og er sögð hafa eyðilagt búnaðinn. Erlent 1.2.2024 06:47 Herinn hefur tapað tugum bæja í hendur uppreisnarmanna Hersveitir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar hafa þurft að þola hvern ósigurinn á fætur öðrum í átökum við uppreisnarmenn á undanförnum mánuðum. Þremur árum eftir að herforingjastjórnin rændi völdum af ríkisstjórn nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hefur herforingjastjórnin aldrei verið í verri stöðu en nú. Erlent 31.1.2024 23:57 Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. Erlent 31.1.2024 22:30 Afhöfðaði föður sinn og birti myndband af höfðinu Bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða föður sinn og afhöfða hann. Hann birti svo myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfði föður síns og sakaði hann um að hafa svikið Bandaríkin og viðraði ýmsar samsæriskenningar um Joe Biden, farand- og flóttafólk, innrásina í Úkraínu og ýmislegt annað. Erlent 31.1.2024 19:56 Græddi milljarða en þótti hann engu að síður hafa verið svikinn Milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev hefur tapað máli sem hann höfðaði gegn uppboðshúsinu Sotheby's í Bandaríkjunum, sem hann sakaði um að hafa haft af sér milljónir dollara. Erlent 31.1.2024 08:14 Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. Erlent 31.1.2024 07:31 Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. Erlent 30.1.2024 22:41 « ‹ 87 88 89 90 91 92 93 94 95 … 334 ›
Neyðarástand vegna skógarelda í Síle Í það minnsta 51 er látið í skógareldum í Valparaíso héraði í Síle. 45 fundust látin en sex létust vegna brunasára á spítala. Forseti landsins, Gabriel Boric, hefur lýst yfir neyðarástandi og sagðist ætla að nýta öll þau úrræði sem honum standa til boða til að takast á við ástandið. Erlent 4.2.2024 10:00
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. Erlent 3.2.2024 23:58
Írskur þjóðernissinni forsætisráðherra Norður-Írlands í fyrsta sinn Michelle O'Neill, þingkona Sinn Féin, skráði sig í sögubækurnar þegar hún tók við embætti sem forsætisráðherra Norður-Írlands þegar þing kom saman í dag eftir tveggja ára sniðgöngu sameiningarsinna. Erlent 3.2.2024 18:44
Leita enn að manninum sem skvetti sýrunni Breska lögreglan fór inn í og rannsakaði fimm byggingar í leit sinni að Abdul Ezedi, sem skvetti sýru á konu og tvær dætur hennar á miðvikudag. Ekki hefur sést til mannsins síðan á miðvikudagskvöld og liggur móðirin þungt haldin. Erlent 3.2.2024 17:49
Einn handtekinn eftir hnífaárás í París Karlmaður var handtekinn í París í morgun eftir að hann stakk þrjá á Gare de Lyon lestarstöðinni í París. Á vef AP kemur fram að lögregla hafi handtekið hann stuttu eftir árásina og að hann hafi notað beitt vopn í árásinni sem átti sér stað um klukkan átta í morgun. Erlent 3.2.2024 09:53
Tveir táningar dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morð á trans stúlku Tveir táningar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi í Bretlandi fyrir morðið á trans stúlkunni Briönnu Ghey. Saksóknarar hafa lýst morðinu sem því óhugnanlegasta sem þau hafa unnið við og dómari segir trans hatur hafi drifið þau til glæpsins. Erlent 3.2.2024 00:15
Bandaríkin svara fyrir sig með loftárásum í Írak og Sýrlandi Bandaríski herinn hefur hafið loftárásir á herstöðvar tengdar írönskum vígasamtökum í Írak og Sýrlandi. Loftárásirnar eru svar Bandaríkjamanna við drónaárás sem varð þremur bandarískum hermönnum að bana fyrir viku síðan. Erlent 2.2.2024 21:57
Móðurinni haldið sofandi Móðurinni sem varð fyrir því að sýru var skvett framan í hana í London á miðvikudagskvöld er haldið sofandi. Hún er alvarlega slösuð. Dætur hennar tvær sem einnig urðu fyrir árásinni eru ekki eins hætt komnar. Erlent 2.2.2024 16:02
Nokkrir látnir eftir að flugvél brotlenti í byggð fyrir eldri borgara Nokkrir eru látnir eftir að lítil flugvél brotlenti í byggð fyrir eldri borgara í Clearwater í Flórída í nótt. Mikill eldsvoði braust út í kjölfar flugslyssins og fjöldi látinna er óljós. Erlent 2.2.2024 12:22
Einn styður Ísrael og hinn Palestínu; báðum var sagt upp en aðeins annar endurráðinn Upp er komið áhugavert mál í Bandaríkjunum þar sem tveimur læknum var sagt upp eftir að þeir deildu færslum á samfélagsmiðlum, annar til stuðnings Ísrael og hinn til stuðnings Palestínu. Erlent 2.2.2024 10:52
Látnir eftir stærðarinnar gassprengingu Þrír hið minnsta eru látnir og nærri þrjú hundruð slasaðir eftir að stærðarinnar gassprenging varð í kenísku höfuðborginni Naíróbí í gærkvöldi. Erlent 2.2.2024 08:36
Dæmdur í 24 ára fangelsi fyrir að stela og leka gögnum til Wikileaks Forritari sem eitt sinn starfaði hjá CIA var í gær dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir að stela og leka leynilegum gögnum til Wikileaks og fyrir vörslu barnaníðsefnis. Erlent 2.2.2024 08:23
Víðtækar verkfallsaðgerðir lama samgöngur Tugþúsundir félagsmanna þýska verkalýðsfélagsins Verdi lögðu niður störf í morgun og hafa aðgerðirnar haft mikil á almenningssamgöngur í landinu það sem af er degi. Þannig munu ferðir strætisvagna og sporvagna í landinu að stærstum hluta liggja niðri. Erlent 2.2.2024 07:36
Þrjár stúlkur látnar eftir kynfæramisþyrmingu í Sierra Leone Lögregluyfirvöld í Síerra Leóne rannsaka nú dauðsföll þriggja stúlkna sem létust eftir að þær voru látna gangast undir umskurð, sem felur í sér að ytri kynfæri kvenna eru fjarlægð að öllu leyti eða að hluta til. Erlent 2.2.2024 06:56
Segja aðgerðum í Khan Younis að ljúka og beina sjónum að Rafah Ísraelsher er nú að ljúka aðgerðum sínum í Khan Younis, þar sem tekist hefur að uppræta Hamas, og mun næst beina sjónum sínum að Rafah. Erlent 2.2.2024 06:33
Dómstóll í Vín úrskurðar um flutning Fritzl Saksóknari í Austurríki hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómstóls í Krems í Austurríki um að flytja Josef Fritzl af réttargeðdeild í öryggisfangelsi í venjulegt fangelsi. Erlent 1.2.2024 23:22
Enginn öruggur staður eftir á Gasa „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. Erlent 1.2.2024 23:19
Meint njósnadúfa frá Kína hreinsuð af sök Yfirvöld í Indlandi slepptu á þriðjudaginn dúfu eftir að hún hafði verið í haldi í átta mánuði vegna gruns um að hún væri í raun kínverskur njósnari. Eftir ítarlega rannsókn hefur komið í ljós að dúfan slapp frá eigendum sínum í Taívan. Erlent 1.2.2024 23:04
Vill losa herinn við úreltan hugsunarhátt Valerí Salúsjní, yfirmaður herafla Úkraínu, segir úkraínska herinn standa frammi fyrir miklum erfiðleikum. Þó sé hægt að komast í gegnum þá með því að endurhugsa hernaðaraðgerðir og losa herinn við úreltan hugsunarhátt og herinn þarf að sníða stakkinn eftir vexti, vegna samdráttar í hernaðaraðstoð. Erlent 1.2.2024 22:01
Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. Erlent 1.2.2024 19:00
Leita manns sem skvetti eiturefnum framan í mæðgur Lögreglan í London leitar árásarmanns sem talinn er hafa skvett eiturefnum framan í 31 árs gamla konu og tvær dætur hennar, átta og þriggja ára, í suðurhluta borgarinnar í gærkvöldi. Fólk sem kom konunni til aðstoðar hlaut brunasár í kjölfarið. Erlent 1.2.2024 15:06
Viktor Orban gaf eftir: Ná saman um stuðning til Úkraínu Leiðtogar Evrópusambandsins hafa náð saman um stuðning til handa Úkraínu. Áður hafði Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sett sig upp á móti stuðningnum. Erlent 1.2.2024 11:17
Zuckerberg bað fjölskyldur afsökunar á nefndarfundi í gær „Mér þykir leitt allt það sem þið hafið þurft að ganga í gegnum... það er hræðilegt. Það á enginn að þurfa að upplifa þá þjáningu sem þið hafið upplifað.“ Erlent 1.2.2024 08:05
Sprengjusveit kölluð til vegna búnaðar við sendiráð Ísrael í Stokkhólmi Lögregluyfirvöld í Svíþjóð voru kölluð til í gær eftir að „hættulegur“ og „virkur“ búnaður fannst fyrir utan embætti Ísrael í Stokkhólmi í gær. Sprengjusveit var send á staðinn og er sögð hafa eyðilagt búnaðinn. Erlent 1.2.2024 06:47
Herinn hefur tapað tugum bæja í hendur uppreisnarmanna Hersveitir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar hafa þurft að þola hvern ósigurinn á fætur öðrum í átökum við uppreisnarmenn á undanförnum mánuðum. Þremur árum eftir að herforingjastjórnin rændi völdum af ríkisstjórn nóbelsverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hefur herforingjastjórnin aldrei verið í verri stöðu en nú. Erlent 31.1.2024 23:57
Þurfa árið til að snúa vörn í sókn Ástandið á vígvöllum í austanverðri Úkraínu hefur færst Rússum í vil á undanförnum mánuðum. Rússar hafa mun meira af skotfærum fyrir stórskotalið, eiga fleiri skrið- og bryndreka og eiga auðveldar með að fylla upp í raðir sínar vegna mannfalls. Erlent 31.1.2024 22:30
Afhöfðaði föður sinn og birti myndband af höfðinu Bandarískur maður hefur verið ákærður fyrir að myrða föður sinn og afhöfða hann. Hann birti svo myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hélt á höfði föður síns og sakaði hann um að hafa svikið Bandaríkin og viðraði ýmsar samsæriskenningar um Joe Biden, farand- og flóttafólk, innrásina í Úkraínu og ýmislegt annað. Erlent 31.1.2024 19:56
Græddi milljarða en þótti hann engu að síður hafa verið svikinn Milljarðamæringurinn Dmitry Rybolovlev hefur tapað máli sem hann höfðaði gegn uppboðshúsinu Sotheby's í Bandaríkjunum, sem hann sakaði um að hafa haft af sér milljónir dollara. Erlent 31.1.2024 08:14
Einn leiðtoga Hamas segir nýjar vopnahléstillögur til skoðunar Ismail Haniyeh, einn af leiðtogum Hamas, segir samtökin nú liggja yfir nýjum tillögum að vopnahléi á Gasa. Tillögurnar fela í sér lausn gísla og voru lagðar fram að milligönguaðilum eftir viðræður við Ísrael. Erlent 31.1.2024 07:31
Sjötug kona í fimm ára fangelsi fyrir að vanvirða herinn Eldri kona hefur verið dæmd í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að vanvirða rússneska herinn. Það gerði konan, sem er 72 ára gömul og frá Rostov-héraði, með því að deila tveimur færslum á rússneska samfélagsmiðlinum VKontakte. Erlent 30.1.2024 22:41