Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 14. maí 2025 22:24 „Ef Pútín mætir ekki og reynir að spila einhverja leiki er það enn ein sönnunin á því að hann vill ekki ljúka þessu stríði,“ sagði Volodímír Selenskí á þriðjudag eftir að hann skoraði á Pútín að mæta á fund sinn í Istanbul. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti er ekki á leið til Tyrklands á fund Volodímír Selenskí en hinn síðarnefndi bauð honum til friðarviðræðna í eigin persónu í Instanbul á morgun. Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Kreml staðfesti þetta fyrr í kvöld en Rússar verða engu að síður með fulltrúa á fundinum. Vladímír Medinsky aðstoðarmaður Pútín og fyrrverandi menningarráðherra Rússlands fer fyrir hans hönd til Istanbul á morgun á fund Selenskí. Sjá einnig: Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Skömmu eftir að tilkynnt var að Pútín yrði ekki viðstaddur viðræðurnar staðfesti bandarískur embættismaður við Guardian að Trump kæmi heldur ekki til Istanbul. Trump hafði áður sagst ætla að vera viðstaddur ef Pútín yrði það líka. Boð Selenskí um að eiga persónulegan fund um hugsanlegan friðarsamning taldist djarft af hans hálfu. Margt er enn óljóst varðandi efni og form fundarins. Selenskí er sem stendur á leið til Ankara, þar sem hann á bókaðan fund með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands á morgun, samkvæmt upplýsingum frá aðstoðarmönnum hans. Medinsky, fulltrúi Rússa á fundinum, tók þátt í friðarfundi ríkjanna tveggja í mars 2022 en þær viðræður báru ekki árangur. Skilyrðin sem sendimenn Rússa lögðu fram á þeim fundi taldi Úkraínustjórn af of frá, en í þeim fólust meðal annars niðurskurð í Úkraínuher og bann við enduruppbyggingu með hjálp vestrænna þjóða. Með Medinsky í Istanbul verða fulltrúar varnarmálaráðherra og utanríkisráðherra og fulltrúi rússnesku leyniþjónustunnar. Athygli vekur að tveir hæst settu sendifulltrúar Rússlandsstjórnar, Yuri Ushakov og Sergei Lavrov, eru ekki á leið til Istanbul. Þeir hafa samkvæmt umfjöllun Guardian tekið virkan þátt í friðarviðræðum Rússa og Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu. Guardian hefur eftir heimildum að Steve Witkoff sendifulltrúi Bandaríkjanna og Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna verði í Istanbul á föstudaginn, degi eftir að viðræður eiga að hefjast.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Bandaríkin Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46 Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32 Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12 Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Innlent Fleiri fréttir Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Sjá meira
Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Dmitrí Peskóv, talsmaður Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, segir undirbúning fyrir mögulegar viðræður við Úkraínumenn í Istanbúl á fimmtudaginn yfirstandandi. Í samtali við blaðamenn vildi Peskóv ekki gefa upp hvort Pútín ætlaði sér að mæta á fundinn og ræða við Vólódímír Selenskí, forseta Úkraínu. 13. maí 2025 10:46
Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur þegið boð Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta um að hefja beinar viðræður í Tyrklandi í vikunni. Hann segist munu bíða Pútíns þar á fimmtudaginn. 11. maí 2025 18:32
Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lagði til í gær að hefja beinar viðræður við Úkraínumenn í Tyrklandi í vikunni. Var það í kjölfar þess að leiðtogar Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Póllands kröfðust þess að Pútín samþykkti almenn þrjátíu daga vopnahlé, sem ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lagt til. 11. maí 2025 08:12
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“