Innlent

Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar
Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir borgina vinna að því með Hjallastefnunni að tryggja að skólastarf haldi áfram í leik- og grunnskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík næsta haust. Nokkrar staðsetningar eru til skoðunar fyrir starfsemi skólans.

Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni
Í hádegifréttum fjöllum við meðal annars um nýgerða kjarasamninga kennara en verkalýðsforkólfar hafa margir hverjir undrast þær hækkanir sem kennarar náðu í gegn umfram það sem aðrir hópar hafa fengið.

Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, vandar Viðskiptablaðinu og Morgunblaðinu ekki kveðjurnar í pistli á Facebook. Sakar hann blöðin um lygar og kallar þau „falsfréttamiðla“.

Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19
Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands efnir til fundar í röð sinni Heilsan okkar. Fundurinn stendur frá 11:30 til 13:00 og verður streymt beint á Vísi.

Hagræðingartillögur í yfirlestri
Til stendur að kynna hagræðingartillögur starfshóps forsætisráðherra úr tillögum almennings á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn. Þetta staðfestir formaður starfshópsins í samtali við fréttastofu. Til stóð að hópurinn lyki vinnu sinni í lok febrúar.

Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman
„Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“

„Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“
Barátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og Guðrúnar Hafsteinsdóttur um formannsembættið í Sjálfstæðisflokknum hefur verið drengileg, segir Þórður Gunnarsson hagfræðingur.

Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin
Kennarar og foreldrar barna í Hjallastefnunni í Reykjavík voru í gær kölluð á neyðarfund vegna mögulegrar fyrirhugaðrar lokunar skólans. Á meðan fundi stóð hafði fulltrúi frá borginni samband og sagði meirihlutann hafa fundað um málið. Foreldrar og kennarar vilja varanlegt húsnæði. Skólinn sé alveg sprunginn eins og hann er.

Séra Vigfús Þór Árnason látinn
Séra Vigfús Þór Árnason, fyrrverandi sóknarprestur á Siglufirði og í Grafarvogi, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þann 27. febrúar, 78 ára að aldri.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag
Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag og stendur fram yfir helgi. Á fundinum verður nýr formaður kjörinn og nýr varaformaður.

„Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“
Átak, félag fólks með þroskahömlun, frumsýndi í vikunni myndband með þeirra eigin endurgerð af laginu Hjálpum þeim. Lagið er hluti af vitundarvakningu um stöðu, framlag og réttindi fatlaðs fólks.

Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að í væntanlegum kjaraviðræðum félagsmanna í hjúkrunarstörfum verði nýir kennarar samninga teknir til skoðunar. Hann innihéldi „miklu, miklu meiri hækkanir“ en áður hefði verið samið um.

Ráðherra ætlar að banna síma í skólum
Barna- og menntamálaráðherra ætlar að banna snjallsíma í grunnskólum landsins frá og með næsta hausti og undirbýr frumvarp þess efnis. Ráðherrann segir mikilvægt að grípa inn í og verja börn gegn ágangi samfélagsmiðla.

Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum
Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Guðrúnu Hafsteinsdóttur, arftaka hans í embættinu, eigna sér árangur hans og gera lítið úr árangri þeirra sem á undan henni komu.

Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics
Mikil spenna og eftirvænting er hjá þeim, sem æfa dans hjá Dansfélaginu Hvönn í Kópavogi því dansarar úr félaginu er að fara að keppa á heimsleikum Special Olympics á Ítalíu.

Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða
Oddviti Flokks fólksins í borginni segir að með stuðningi ríkisins verði hægt að fjölga ferðum hjá Strætó strax næsta haust. Fyrrverandi borgarstjóri bendir á að ákveðið hafi verið að auka ferðatíðni strætó í hans stjórnartíð. Þá ætlar núverandi meirihluti að stöðva áform um að fækka bílastæðum í borginni þar til Borgarlína verður tekin í gagnið.

Óttast launaskrið og aukna verðbólgu
Nýr kjarasamningur kennara gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir auknum kostnaði.

Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu
Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) „harma þá óvissu sem upp er komin“ eftir að Efling sagði upp kjarasamningi sem gerður var í október. Kjarasamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu losna í maí.

Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar
Nýr kjarasamningur Kennarasambands Íslands gæti leitt til aukinnar verðbólgu og vaxtahækkunar að mati aðalhagfræðinga Íslandsbanka sem óttast launaskrið vegna samninganna. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræðum við bæjarstjóra Mosfellsbæjar sem segir ríkið þurfa að koma til móts við sveitarfélög til að standa undir skyndilegum kostnaði.

Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu
Dómendur á öllum dómstigum hafa hafnað því að stefna hafi verið réttilega birt manni, sem staðfesti rafræna afhendingu stefnunnar með rafrænni undirritun.

Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann
Landsréttur þyngdi í dag dóm Candido Alberto Ferral Abreu fyrir tilraun til manndráps. Áður hafði Héraðsdómur dæmt hann í fjögurra ára fangelsi, en Landsréttur þyngir refsinguna í fimm ár.

María Heimisdóttir skipuð landlæknir
María Heimisdóttir fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga hefur verið skipuð í embætti landlæknis til næstu fimm ára. Hæfnisnefnd segir Maríu hafa afburða leiðtogahæfni og farsæla reynslu af stjórnun.

Ekki valin en draumurinn lifir
Íslenskur læknir í Bandaríkjunum sem sótti um embætti landlæknis en var ekki valin vonast samt til þess að draumur hennar rætist, að geta lagt sitt af mörkum til íslensks heilbrigðiskerfis. Hún er uppnumin eftir vinnu þríeykisins í kórónuveirufaraldrinum.

Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum
Samninganefnd Eflingarfélaga hjá hjúkrunarheimilum hefur tilkynnt Samtökum fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV) um uppsögn kjarasamnings. Efling segir uppsögnina snúast um mönnun en ekki launakröfur. Kjararsamningar um 2.300 félagsmanna Eflingar munu því losna í maí.

„Við skulum aðeins róa okkur, fókus“
Nokkuð fjörugar umræður spunnust þegar húsnæðisuppbygging bar á góma þar sem oddvitar í meiri- og minnihluta í Reykjavík mættust í Pallborðinu. Á einum tímapunkti talaði hver ofan í annan og fulltrúi Flokks fólksins sá sig knúinn til að biðja fólk um að róa sig.

Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi
Kristján Markús Sívarsson hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en honum er gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember á heimili sínu í Hafnarfirði beitt konu gríðarlegu ofbeldi.

Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins
Jakob Tryggvason er nýr formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hann hlaut tæp 73 prósent greiddra atkvæða á aukaþingi RSÍ en Ágúst Hilmarsson hlaut rúm 25 prósent atkvæða.

Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ
Fundur ríkisstjórnarinnar á morgun verður haldinn á Hótel Keflavík í Reykjanesbæ. Ríkisstjórnin mun einnig eiga fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga og með bæjarstjórn Grindavíkur.

Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar
Drög að frumvarpi dómsmálaráðherra til að auka skilvirkni og efla getu yfirvalda til að endurheimta ávinnings af glæpum hafa verið lögð inn í Samráðsgátt. Meðal þess sem lagt er til er að við rannsókn hafi lögregla heimild til að óska eftir upplýsingum hjá fjármálafyrirtækjum án dómsúrskurðar.

Flokki fólksins einum refsað
Flokki fólksins er einum refsað fyrir stjórnarsetu miðað við fylgistap þeirra að mati prófessors í stjórnmálafræði. Ný könnun staðfesti að hægt sé að mynda burðugt framboð með sameiningu flokka á vinstri vængnum.